„Svo bara kvaddi ég hann og hef aldrei séð hann aftur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2020 07:00 Björgvin Franz hefur verið vinsæll leikari í mörg ár hér á landi. Leikarinn Björgvin Franz Gíslason hefur slegið í gegn í senunni undanfarin ár en í sumar missti hann föður sinn Gísla Rúnar Jónsson, leikara, leikstjóra og handritshöfund en Gísli var sannkölluð þjóðareign. Gísli Rúnar Jónsson var tíður gestur í stofum og sjónvarpsherbergjum landsmanna um árabil. Hann lék meðal annars í kvikmyndinni Stella í orlofi og skrifaði og leikstýrði Heilsubælinu og þáttunum Fastir liðir eins og venjulega. Þá má ekki gleyma Kaffibrúsakörlunum, þar sem Gísli og Júlíus Brjánsson slógu í gegn. Björgvin ræddi um missinn í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk en Gísli svipti sig lífi í sumar eftir baráttu við þunglyndi í mörg ár. „Þetta er algjör viðbjóður að fara í gegnum þetta en við fjölskyldan sáum mjög margt gott, við höfum sjaldan verið eins náin,“ segir Björgvin og heldur áfram. Veggurinn þarf að vera sterkur fyrir flóðbylgjuna „Við erum búin að vinna að svo mörgum fallegum verkefnum fyrir pabba og saman. Allir í fjölskyldunni upplifðu þetta á sinn hátt en svo ég tali fyrir mig þá fór ég að hugsa að ég er nú sjálfur á nokkuð góðum stað. Ég held að þegar flóðbylgjan skellur á, snýst þetta um hversu sterkur veggurinn er og hversu vel getur hann haldið. Hjá mér var veggurinn mjög sterkur. Ég óska engum þessa reynslu en ég einhvern veginn er búinn að ná að sjá það jákvæða út úr þessu,“ segir Björgvin. Hann segir að það hafi verið mjög áreynslulaust fyrir alla í fjölskyldunni að hugsa jákvætt til Gísla Rúnars og minnast hans á fallega hátt. Hann segist hafa sankað að sér öllum þeim vínylplötum sem faðir hans gaf út. Hann sendi honum reglulega sms til þess að hæla honum fyrir lífsstarfið hans. „Allar þessar fallegu og jákvæðu minningar streyma fram og verða algjörlega ofan á. Ég er líka rosalega þakklátur fyrir það að ég og pabbi áttum ekkert eftir óuppgert. Rétt áður en pabbi dó þá sagði ég við konuna, við verðum að bjóða pabba út að borða, þetta gengur ekki við erum ekki búin að hitta svo lengi. Við fórum saman í Kringluna, en hann var orðinn svolítið veikur undir lokin af þunglyndi og kvíða og var í raun ofsalega þjáður maður. En það var svo fallegt, þessi síðasta minning þá var hann farinn að gera hluti sem maður hafði ekki séð hann gera lengi. Hann var farinn að grínast og tímasetningarnar voru fullkomnar, hann var meistari í því og það tala allir um það.“ Björgvin segir að eftir hádegismatinn hafi þau farið í H&M að skoða buxur. „Bara eitthvað svona algjörlega hversdagslegt dæmi og svo bara kvaddi ég hann og hef aldrei séð hann aftur, ekki fyrr en hann dó. Ég hitti hann ekki aftur lifandi. Þá var ég svo óendanlega þakklátur, hann náði að hitta okkur öll. Hann var búin að hitta barnabörnin og það var svona eins og að hann vissi þetta. Það getur enginn sagt hvað nákvæmlega gerðist á þessari stundu þegar hann svipti sig lífi en það var svo magnað að hann ætlaði að hitta okkur öll. Og hann hitti okkur öll sem var svo fallegt.“ Ekkert óuppgert Hann segir að það sé nægilega erfitt að fara í gegnum dauðsfall en ef þeir hefðu átt eitthvað óuppgert þá hefði það verið skelfilegt. „Auðvitað hugsa allir, hefði ég getað gert eitthvað en svarið er, eins og systir mín orðaði svo fallega í öðru viðtali, ég veit ég gat ekki bjargað honum. Þetta er bara lykilsetningin í þessu öllu. Það er svo mikilvægt fyrir okkur öll að vita það. Og líka fyrir alla sem ganga í gegnum þetta, að missa einhvern úr sjálfsvígi, þetta er ekkert smávegis fokking ömurlegt. Það er ömurlegt að hann hafi þurft að deyja en takk fyrir að færa okkur fjölskylduna saman.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Geðheilbrigði Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Gísli Rúnar Jónsson var tíður gestur í stofum og sjónvarpsherbergjum landsmanna um árabil. Hann lék meðal annars í kvikmyndinni Stella í orlofi og skrifaði og leikstýrði Heilsubælinu og þáttunum Fastir liðir eins og venjulega. Þá má ekki gleyma Kaffibrúsakörlunum, þar sem Gísli og Júlíus Brjánsson slógu í gegn. Björgvin ræddi um missinn í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk en Gísli svipti sig lífi í sumar eftir baráttu við þunglyndi í mörg ár. „Þetta er algjör viðbjóður að fara í gegnum þetta en við fjölskyldan sáum mjög margt gott, við höfum sjaldan verið eins náin,“ segir Björgvin og heldur áfram. Veggurinn þarf að vera sterkur fyrir flóðbylgjuna „Við erum búin að vinna að svo mörgum fallegum verkefnum fyrir pabba og saman. Allir í fjölskyldunni upplifðu þetta á sinn hátt en svo ég tali fyrir mig þá fór ég að hugsa að ég er nú sjálfur á nokkuð góðum stað. Ég held að þegar flóðbylgjan skellur á, snýst þetta um hversu sterkur veggurinn er og hversu vel getur hann haldið. Hjá mér var veggurinn mjög sterkur. Ég óska engum þessa reynslu en ég einhvern veginn er búinn að ná að sjá það jákvæða út úr þessu,“ segir Björgvin. Hann segir að það hafi verið mjög áreynslulaust fyrir alla í fjölskyldunni að hugsa jákvætt til Gísla Rúnars og minnast hans á fallega hátt. Hann segist hafa sankað að sér öllum þeim vínylplötum sem faðir hans gaf út. Hann sendi honum reglulega sms til þess að hæla honum fyrir lífsstarfið hans. „Allar þessar fallegu og jákvæðu minningar streyma fram og verða algjörlega ofan á. Ég er líka rosalega þakklátur fyrir það að ég og pabbi áttum ekkert eftir óuppgert. Rétt áður en pabbi dó þá sagði ég við konuna, við verðum að bjóða pabba út að borða, þetta gengur ekki við erum ekki búin að hitta svo lengi. Við fórum saman í Kringluna, en hann var orðinn svolítið veikur undir lokin af þunglyndi og kvíða og var í raun ofsalega þjáður maður. En það var svo fallegt, þessi síðasta minning þá var hann farinn að gera hluti sem maður hafði ekki séð hann gera lengi. Hann var farinn að grínast og tímasetningarnar voru fullkomnar, hann var meistari í því og það tala allir um það.“ Björgvin segir að eftir hádegismatinn hafi þau farið í H&M að skoða buxur. „Bara eitthvað svona algjörlega hversdagslegt dæmi og svo bara kvaddi ég hann og hef aldrei séð hann aftur, ekki fyrr en hann dó. Ég hitti hann ekki aftur lifandi. Þá var ég svo óendanlega þakklátur, hann náði að hitta okkur öll. Hann var búin að hitta barnabörnin og það var svona eins og að hann vissi þetta. Það getur enginn sagt hvað nákvæmlega gerðist á þessari stundu þegar hann svipti sig lífi en það var svo magnað að hann ætlaði að hitta okkur öll. Og hann hitti okkur öll sem var svo fallegt.“ Ekkert óuppgert Hann segir að það sé nægilega erfitt að fara í gegnum dauðsfall en ef þeir hefðu átt eitthvað óuppgert þá hefði það verið skelfilegt. „Auðvitað hugsa allir, hefði ég getað gert eitthvað en svarið er, eins og systir mín orðaði svo fallega í öðru viðtali, ég veit ég gat ekki bjargað honum. Þetta er bara lykilsetningin í þessu öllu. Það er svo mikilvægt fyrir okkur öll að vita það. Og líka fyrir alla sem ganga í gegnum þetta, að missa einhvern úr sjálfsvígi, þetta er ekkert smávegis fokking ömurlegt. Það er ömurlegt að hann hafi þurft að deyja en takk fyrir að færa okkur fjölskylduna saman.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Geðheilbrigði Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira