„Við verðum að taka okkur saman í andlitinu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 12:49 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gagnrýndi ríkisstjórnina í morgun og sagði skorta fyrirsjáanleika í aðgerðum hennar fyrir atvinnulífið. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segir þungan vetur framundan í atvinnulífinu og ólíklegt að það birti mikið til fyrr en samhliða bóluefni. Þingmenn gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í atvinnumálum á Alþingi í morgun. Félagsmálaráðherra segir þungan vetur framundan í atvinnulífinu og ólíklegt að það birti mikið til fyrr en samhliða bóluefni. Þingmenn gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í atvinnumálum á Alþingi í morgun. Umræður hafa staðið yfir á Alþingi í dag um munnlega skýrslu sem Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, flutti um stöðuna á vinnumarkaði á tímum Covid-19. „Staðan á vinnumarkaði er grafalvarleg,“ sagði Ásmundur. „Í lok október var heildarfjöldi atvinnulausra rúmlega tuttugu þúsund í almenna atvinnuleysistryggingakerfinu ásamt tæplega fimm þúsund manns sem eru í hlutastörfum í gegnum hltuabótaleiðina.“ Ásmundur sagði viðbúið að atvinnuleysi haldist svipað fram yfir páska. „Við búumst ekki við því að vinnumarkaðurinn taki almennilega við sér fyrr en við förum að horfa til jákvæðra frétta af lyfjum til bólusetninga.“ Ásmundur sagði stefnt að samstarfi við nokkur stór sveitarfélög, opinberar stofnanir og atvinnurekendur um að skapa störf til að nýta megi ráðningarstyrk sem er í boði fyrir að ráða fólk af atvinnuleysisskrá. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, flutti í morgun munnlega skýrslu um stöðu mála á vinnumarkaði vegna kórónuveirunnar.Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins kallaði eftir skýrum ramma um aðgerðir næstu mánaða. „Ég þakka hæstvirtum ráðherra fyrir þetta yfirlit. Þetta var svona eins og að lesa blöðin. Upptalning á því sem liggur fyrir. En það er engin sýn. Það kom ekkert fram um það hvað á að gera inn í framtíðina.“ Í óundirbúnum fyrirspurnartíma í morgun hafði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, áður kallað eftir langtímaáætlun og vísaði þar meðal annars í umkvartanir Samtaka atvinnulífsins um skort á fyrirsjáanleika. „Ég minni enn og aftur á. Við erum með meira atvinnuleysi heldur en flestar aðrar Evrópuþjóðir sem við viljum bera okkur saman við og við verðum að taka okkur saman í andlitinu,“ sagði Þorgerður. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gyfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagði að ferðaþjónustunni yrði veittur meiri fyrirsjáanleika við landamærin. „Á nýju ári munum við geta sagt hvernig landamærin líta út,“ sagði Þórdís. „Stjórnvöld ein og sér munu auðvitað ekki bjarga íslensku atvinnulífi í gegnum faraldurinn og það sem á eftir kemur. Fyrirtækin munu þurfa að fara í heilmikla endurskipulagningu. Og þar spila bankarnir til dæmis lykilhlutverk.““ Alþingi Félagsmál Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir þungan vetur framundan í atvinnulífinu og ólíklegt að það birti mikið til fyrr en samhliða bóluefni. Þingmenn gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í atvinnumálum á Alþingi í morgun. Umræður hafa staðið yfir á Alþingi í dag um munnlega skýrslu sem Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, flutti um stöðuna á vinnumarkaði á tímum Covid-19. „Staðan á vinnumarkaði er grafalvarleg,“ sagði Ásmundur. „Í lok október var heildarfjöldi atvinnulausra rúmlega tuttugu þúsund í almenna atvinnuleysistryggingakerfinu ásamt tæplega fimm þúsund manns sem eru í hlutastörfum í gegnum hltuabótaleiðina.“ Ásmundur sagði viðbúið að atvinnuleysi haldist svipað fram yfir páska. „Við búumst ekki við því að vinnumarkaðurinn taki almennilega við sér fyrr en við förum að horfa til jákvæðra frétta af lyfjum til bólusetninga.“ Ásmundur sagði stefnt að samstarfi við nokkur stór sveitarfélög, opinberar stofnanir og atvinnurekendur um að skapa störf til að nýta megi ráðningarstyrk sem er í boði fyrir að ráða fólk af atvinnuleysisskrá. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, flutti í morgun munnlega skýrslu um stöðu mála á vinnumarkaði vegna kórónuveirunnar.Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins kallaði eftir skýrum ramma um aðgerðir næstu mánaða. „Ég þakka hæstvirtum ráðherra fyrir þetta yfirlit. Þetta var svona eins og að lesa blöðin. Upptalning á því sem liggur fyrir. En það er engin sýn. Það kom ekkert fram um það hvað á að gera inn í framtíðina.“ Í óundirbúnum fyrirspurnartíma í morgun hafði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, áður kallað eftir langtímaáætlun og vísaði þar meðal annars í umkvartanir Samtaka atvinnulífsins um skort á fyrirsjáanleika. „Ég minni enn og aftur á. Við erum með meira atvinnuleysi heldur en flestar aðrar Evrópuþjóðir sem við viljum bera okkur saman við og við verðum að taka okkur saman í andlitinu,“ sagði Þorgerður. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gyfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagði að ferðaþjónustunni yrði veittur meiri fyrirsjáanleika við landamærin. „Á nýju ári munum við geta sagt hvernig landamærin líta út,“ sagði Þórdís. „Stjórnvöld ein og sér munu auðvitað ekki bjarga íslensku atvinnulífi í gegnum faraldurinn og það sem á eftir kemur. Fyrirtækin munu þurfa að fara í heilmikla endurskipulagningu. Og þar spila bankarnir til dæmis lykilhlutverk.““
Alþingi Félagsmál Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira