„Við verðum að taka okkur saman í andlitinu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 12:49 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gagnrýndi ríkisstjórnina í morgun og sagði skorta fyrirsjáanleika í aðgerðum hennar fyrir atvinnulífið. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segir þungan vetur framundan í atvinnulífinu og ólíklegt að það birti mikið til fyrr en samhliða bóluefni. Þingmenn gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í atvinnumálum á Alþingi í morgun. Félagsmálaráðherra segir þungan vetur framundan í atvinnulífinu og ólíklegt að það birti mikið til fyrr en samhliða bóluefni. Þingmenn gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í atvinnumálum á Alþingi í morgun. Umræður hafa staðið yfir á Alþingi í dag um munnlega skýrslu sem Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, flutti um stöðuna á vinnumarkaði á tímum Covid-19. „Staðan á vinnumarkaði er grafalvarleg,“ sagði Ásmundur. „Í lok október var heildarfjöldi atvinnulausra rúmlega tuttugu þúsund í almenna atvinnuleysistryggingakerfinu ásamt tæplega fimm þúsund manns sem eru í hlutastörfum í gegnum hltuabótaleiðina.“ Ásmundur sagði viðbúið að atvinnuleysi haldist svipað fram yfir páska. „Við búumst ekki við því að vinnumarkaðurinn taki almennilega við sér fyrr en við förum að horfa til jákvæðra frétta af lyfjum til bólusetninga.“ Ásmundur sagði stefnt að samstarfi við nokkur stór sveitarfélög, opinberar stofnanir og atvinnurekendur um að skapa störf til að nýta megi ráðningarstyrk sem er í boði fyrir að ráða fólk af atvinnuleysisskrá. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, flutti í morgun munnlega skýrslu um stöðu mála á vinnumarkaði vegna kórónuveirunnar.Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins kallaði eftir skýrum ramma um aðgerðir næstu mánaða. „Ég þakka hæstvirtum ráðherra fyrir þetta yfirlit. Þetta var svona eins og að lesa blöðin. Upptalning á því sem liggur fyrir. En það er engin sýn. Það kom ekkert fram um það hvað á að gera inn í framtíðina.“ Í óundirbúnum fyrirspurnartíma í morgun hafði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, áður kallað eftir langtímaáætlun og vísaði þar meðal annars í umkvartanir Samtaka atvinnulífsins um skort á fyrirsjáanleika. „Ég minni enn og aftur á. Við erum með meira atvinnuleysi heldur en flestar aðrar Evrópuþjóðir sem við viljum bera okkur saman við og við verðum að taka okkur saman í andlitinu,“ sagði Þorgerður. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gyfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagði að ferðaþjónustunni yrði veittur meiri fyrirsjáanleika við landamærin. „Á nýju ári munum við geta sagt hvernig landamærin líta út,“ sagði Þórdís. „Stjórnvöld ein og sér munu auðvitað ekki bjarga íslensku atvinnulífi í gegnum faraldurinn og það sem á eftir kemur. Fyrirtækin munu þurfa að fara í heilmikla endurskipulagningu. Og þar spila bankarnir til dæmis lykilhlutverk.““ Alþingi Félagsmál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir þungan vetur framundan í atvinnulífinu og ólíklegt að það birti mikið til fyrr en samhliða bóluefni. Þingmenn gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í atvinnumálum á Alþingi í morgun. Umræður hafa staðið yfir á Alþingi í dag um munnlega skýrslu sem Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, flutti um stöðuna á vinnumarkaði á tímum Covid-19. „Staðan á vinnumarkaði er grafalvarleg,“ sagði Ásmundur. „Í lok október var heildarfjöldi atvinnulausra rúmlega tuttugu þúsund í almenna atvinnuleysistryggingakerfinu ásamt tæplega fimm þúsund manns sem eru í hlutastörfum í gegnum hltuabótaleiðina.“ Ásmundur sagði viðbúið að atvinnuleysi haldist svipað fram yfir páska. „Við búumst ekki við því að vinnumarkaðurinn taki almennilega við sér fyrr en við förum að horfa til jákvæðra frétta af lyfjum til bólusetninga.“ Ásmundur sagði stefnt að samstarfi við nokkur stór sveitarfélög, opinberar stofnanir og atvinnurekendur um að skapa störf til að nýta megi ráðningarstyrk sem er í boði fyrir að ráða fólk af atvinnuleysisskrá. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, flutti í morgun munnlega skýrslu um stöðu mála á vinnumarkaði vegna kórónuveirunnar.Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins kallaði eftir skýrum ramma um aðgerðir næstu mánaða. „Ég þakka hæstvirtum ráðherra fyrir þetta yfirlit. Þetta var svona eins og að lesa blöðin. Upptalning á því sem liggur fyrir. En það er engin sýn. Það kom ekkert fram um það hvað á að gera inn í framtíðina.“ Í óundirbúnum fyrirspurnartíma í morgun hafði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, áður kallað eftir langtímaáætlun og vísaði þar meðal annars í umkvartanir Samtaka atvinnulífsins um skort á fyrirsjáanleika. „Ég minni enn og aftur á. Við erum með meira atvinnuleysi heldur en flestar aðrar Evrópuþjóðir sem við viljum bera okkur saman við og við verðum að taka okkur saman í andlitinu,“ sagði Þorgerður. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gyfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagði að ferðaþjónustunni yrði veittur meiri fyrirsjáanleika við landamærin. „Á nýju ári munum við geta sagt hvernig landamærin líta út,“ sagði Þórdís. „Stjórnvöld ein og sér munu auðvitað ekki bjarga íslensku atvinnulífi í gegnum faraldurinn og það sem á eftir kemur. Fyrirtækin munu þurfa að fara í heilmikla endurskipulagningu. Og þar spila bankarnir til dæmis lykilhlutverk.““
Alþingi Félagsmál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira