Klaufinn sem fær alla til að lesa Sögur 1. desember 2020 09:00 Ég er kannski ekki að skapa stórar bókmenntir en ég veit að ég er að búa til lesendur,” sagði Jeff Kinney í viðtali við Kiljuna fyrir nokkru. Filip Wolak Dagbók Kidda klaufa er einn mest seldi og vinsælast bókaflokkur fyrir börn og ungmenni um allan heim. Nýjasta bókin Snjóstríðið er komin út. Nýjasta bókin í bókaflokknum Dagbók Kidda klaufa kom út hér á landi í byrjun nóvember og er þetta þrettánda bókin í þessum vinsælasta bókaflokki landsins. Eftir fáeina daga flaug bókin rakleiðis á toppinn í verslunum og hvert einasta eintak hefur verið rifið úr hillum bókasafna um allt land og eru komnar til útláns. Kiddi klaufi virðist eiga talsverða sérstöðu þegar kemur að áhuga barna og ungs fólks á bókum. Dagbók Kidda klaufa er einn mest seldi og vinsælast bókaflokkur fyrir börn og ungmenni um allan heim. Bækurnar sem skrifaðar eru af bandaríska höfundinum og teiknaranum Jeff Kinney þykja aðgengilegar, fyndnar og stuðla að meiri og frekari áhuga lesenda á bókalestri. Dagbók Kidda klaufa leit fyrst dagsins ljós árið 2007 í Bandaríkjunum og telur flokkurinn í dag fjórtán bækur. Bækurnar hafa verið þýddar á yfir sjötíu tungumál og hafa selst í meira en 250 milljónum eintaka um allan heim. Hér á Íslandi kom fyrsta þýðingin út árið 2009. Hver er þessi Kiddi og af hverju er hann svona vinsæll? Í þessum skemmtilegu bókum kynnast lesendur hinum lífsglaða dreng, Kidda, vinum hans og fjölskyldu. Kiddi er ávallt til í hvað sem er, þó flest virðist nú mistakast. Bækurnar eru settar upp eins og dagbækur, línustrikaðar með fyndnum teikningum á hverri síðu. „Þetta eru sögur um æskuna, sögur sem við öll þekkjum. Flest okkar búa við systkini, hrekkjusvín, heimalærdóm, gæludýr. Allt eigum við þetta sameiginlegt,” segir Jeff Kinney, höfundur bókanna sem heita á frummálinu Diary of a Wimpy Kid, aðspurður að því í hverju velgengnin fælist. „Bækurnar snúast alfarið um að vera skemmtilegar og fyndnar. Ég er kannski ekki að skapa stórar bókmenntir en ég veit að ég er að búa til lesendur,” sagði Kinney í viðtali við Kiljuna fyrir nokkru. Kinney segir að teikningarnar í bókinni virki sem verðlaun og hvíld frá textanum rétt eins og í tímaritum og öðru sem fullorðna fólkið les. Barist um bækurnar á söfnunum Bækurnar um Kidda eru ekki eingöngu vinsælar í bókaverslunum því starfsfólk bókasafna hérlendis segir að Dagbók Kidda klaufa stoppi aldrei við í hillum safnanna og barist sé um þær. Í fyrra voru bækur um Kidda klaufa lánaðar út hátt í 70 þúsund sinnum. „Þegar heildartölur allra bókaútlána eru skoðaðar þá kemur í ljós að ein af Dagbókum Kidda klaufa er í fyrsta sæti. Kiddi klaufi er reyndar með eindæmum vinsæll en Dagbók Kidda klaufa með mismunandi undirtitlum vermir flest efstu sætin,” segir á heimasíðu Landskerfis bókasafna. Bækurnar um Kidda klaufa hafa undanfarin ár verið verðlaunar sem skemmtilegustu og best þýddu barnabækurnar á Íslandi og hefur Borgarbókasafnið margsinnis valið Dagbók Kidda klaufa sem bestu þýddu barna- og unglingabókina. Ekki er nóg með að Kiddi sé svona vinsæll heldur hefur besti vinur hans ruðst fram á ritvöllinn en það er hann Randver. Nú hefur Randver skrifað tvær bækur og Kiddi kannski ekki sérlega glaður með það. Bækurnar Randver kjaftar frá komu út í fyrra og nú sú nýja í nóvember; Randver kjaftar frá; Geggjað ævintýri. Eitt helsta afrek höfundarins Kinney er án efa að búa til sögur sem fá börn til að lesa, ekki síst þau sem almennt hneigjast kannski ekki sérstaklega til lestrar. Dagbók Kidda klaufa er með eindæmum aðgengileg, húmorinn er hlýlegur og léttur, letrið er stórt og auðlesið, bækurnar eru með skemmtilegum skopmyndum sem Kinney teiknar og byggir á bröndurum sem eiga að tengja sögurnar betur saman. Nú er Kiddi klaufi mættur enn á ný og er í miðju snjóstríði. Það er mikill og kaldur vetur og ekkert gefið eftir í stríðinu sem skellur á í hverfinu þeirra Kidda og Randvers. Barist þar til allar snjókúlurnar klárast! Menning Bókmenntir Jól Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fleiri fréttir The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Þessar jólagjafir hitta í mark Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Sjá meira
Nýjasta bókin í bókaflokknum Dagbók Kidda klaufa kom út hér á landi í byrjun nóvember og er þetta þrettánda bókin í þessum vinsælasta bókaflokki landsins. Eftir fáeina daga flaug bókin rakleiðis á toppinn í verslunum og hvert einasta eintak hefur verið rifið úr hillum bókasafna um allt land og eru komnar til útláns. Kiddi klaufi virðist eiga talsverða sérstöðu þegar kemur að áhuga barna og ungs fólks á bókum. Dagbók Kidda klaufa er einn mest seldi og vinsælast bókaflokkur fyrir börn og ungmenni um allan heim. Bækurnar sem skrifaðar eru af bandaríska höfundinum og teiknaranum Jeff Kinney þykja aðgengilegar, fyndnar og stuðla að meiri og frekari áhuga lesenda á bókalestri. Dagbók Kidda klaufa leit fyrst dagsins ljós árið 2007 í Bandaríkjunum og telur flokkurinn í dag fjórtán bækur. Bækurnar hafa verið þýddar á yfir sjötíu tungumál og hafa selst í meira en 250 milljónum eintaka um allan heim. Hér á Íslandi kom fyrsta þýðingin út árið 2009. Hver er þessi Kiddi og af hverju er hann svona vinsæll? Í þessum skemmtilegu bókum kynnast lesendur hinum lífsglaða dreng, Kidda, vinum hans og fjölskyldu. Kiddi er ávallt til í hvað sem er, þó flest virðist nú mistakast. Bækurnar eru settar upp eins og dagbækur, línustrikaðar með fyndnum teikningum á hverri síðu. „Þetta eru sögur um æskuna, sögur sem við öll þekkjum. Flest okkar búa við systkini, hrekkjusvín, heimalærdóm, gæludýr. Allt eigum við þetta sameiginlegt,” segir Jeff Kinney, höfundur bókanna sem heita á frummálinu Diary of a Wimpy Kid, aðspurður að því í hverju velgengnin fælist. „Bækurnar snúast alfarið um að vera skemmtilegar og fyndnar. Ég er kannski ekki að skapa stórar bókmenntir en ég veit að ég er að búa til lesendur,” sagði Kinney í viðtali við Kiljuna fyrir nokkru. Kinney segir að teikningarnar í bókinni virki sem verðlaun og hvíld frá textanum rétt eins og í tímaritum og öðru sem fullorðna fólkið les. Barist um bækurnar á söfnunum Bækurnar um Kidda eru ekki eingöngu vinsælar í bókaverslunum því starfsfólk bókasafna hérlendis segir að Dagbók Kidda klaufa stoppi aldrei við í hillum safnanna og barist sé um þær. Í fyrra voru bækur um Kidda klaufa lánaðar út hátt í 70 þúsund sinnum. „Þegar heildartölur allra bókaútlána eru skoðaðar þá kemur í ljós að ein af Dagbókum Kidda klaufa er í fyrsta sæti. Kiddi klaufi er reyndar með eindæmum vinsæll en Dagbók Kidda klaufa með mismunandi undirtitlum vermir flest efstu sætin,” segir á heimasíðu Landskerfis bókasafna. Bækurnar um Kidda klaufa hafa undanfarin ár verið verðlaunar sem skemmtilegustu og best þýddu barnabækurnar á Íslandi og hefur Borgarbókasafnið margsinnis valið Dagbók Kidda klaufa sem bestu þýddu barna- og unglingabókina. Ekki er nóg með að Kiddi sé svona vinsæll heldur hefur besti vinur hans ruðst fram á ritvöllinn en það er hann Randver. Nú hefur Randver skrifað tvær bækur og Kiddi kannski ekki sérlega glaður með það. Bækurnar Randver kjaftar frá komu út í fyrra og nú sú nýja í nóvember; Randver kjaftar frá; Geggjað ævintýri. Eitt helsta afrek höfundarins Kinney er án efa að búa til sögur sem fá börn til að lesa, ekki síst þau sem almennt hneigjast kannski ekki sérstaklega til lestrar. Dagbók Kidda klaufa er með eindæmum aðgengileg, húmorinn er hlýlegur og léttur, letrið er stórt og auðlesið, bækurnar eru með skemmtilegum skopmyndum sem Kinney teiknar og byggir á bröndurum sem eiga að tengja sögurnar betur saman. Nú er Kiddi klaufi mættur enn á ný og er í miðju snjóstríði. Það er mikill og kaldur vetur og ekkert gefið eftir í stríðinu sem skellur á í hverfinu þeirra Kidda og Randvers. Barist þar til allar snjókúlurnar klárast!
Menning Bókmenntir Jól Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fleiri fréttir The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Þessar jólagjafir hitta í mark Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Sjá meira