Segja ráðamenn í New York hafa brotið á trúuðu fólki Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2020 10:28 Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í gærkvöldi að sóttvarnareglur í New York hafi brotið á stjórnarskrárbundnum rétti trúaðra til að koma saman við bænir. AP/Patrick Semansky Meirihluti dómara í Hæstarétti Bandaríkjanna segir að samkomu- og fjöldatakmarkanir á kirkjur og bænahús í New York hafi brotið á stjórnarskrá Bandaríkjanna, sem tryggi Bandaríkjamönnum trúfrelsi. Óljóst er hvort úrskurðurinn muni í raun hafa einhver áhrif. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í gærkvöldi að sóttvarnareglur í New York hafi brotið á stjórnarskrárbundnum rétti trúaðra til að koma saman við bænir. Yfirvöld í New York settu samkomu- og fjöldatakmarkanir á kirkjur og bænahús á svæðum sem hafa orðið illa úti vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og meirihluta dómara í Hæstarétti segir ráðamenn hafa brotið gegn stjórnarskránni. Þeir þrír dómarar sem skipaðir voru til Hæstaréttar af forseta sem tilheyrði Demókrataflokknum mótfallnir úrskurðinum auk John Roberts, forseta Hæstaréttar, sem skipaður var af Repúblikana. Um breytingu er að ræða frá því í maí þegar Hæstiréttur leyfði yfirvöldum í Kaliforníu og Nevada að takmarka fjölda trúaðra á samkomum í þeim ríkjum. Það sem hefur breyst síðan þá er að Amy Coney Barrett hefur tekið sæti Ruth Bader Ginsburg sem dó í september. Tvö lægri dómstig höfðu áður úrskurðað New York í vil. AP fréttaveitan segir þó óljóst hvort að úrskurðurinn muni í raun hafa mikil áhrif þar sem takmarkanirnar sem málin voru höfðuð vegna eru ekki lengur í gildi. Málsóknirnar voru höfðaðar þann 6. október. Takmarkanirnar beindust gegn kirkjum kaþólíka og strangtrúaðra gyðinga í Brooklyn og Queens. Fjöldatakmarkanir þar voru miðaðað við tíu í Brooklyn og 25 í Queens. Í úrskurði meirihluta dómaranna segir að þeir séu ekki heilbrigðissérfræðingar og rétt sé að virða sérþekkingu og reynslu slíkra á þessu sviði. Hins vegar sé ljóst að ekki megi kasta stjórnarskránni til hliðar, jafnvel þó faraldur standi nú yfir. Að takmarkanirnar sem um ræðir hefðu farið sérstaklega gegn því trúfrelsi sem stjórnarskráin tryggir. Sérstaklega var nefnt að í þar sem fleiri en tíu hafi verið meinað að koma saman í kirkjum og bænahúsum var fleiri leyft að mæta í matvöruverslanir og jafnvel gæludýrabúðir. Þar sem fleiri en 25 var meinað að koma saman í kirkjum og bænahúsum var öllum öðrum leyft að taka eigin ákvarðanir um opnanir og fjöldatakmarkanir. „Þannig að, samkvæmt ríkisstjóranum, er mögulega hættulegt að fara í kirkju en það er allt í lagi að fara og kaupa sér aðra vínflösku eða nýtt hjól,“ skrifaði dómarinn Neil Gorsuch í greinargerð sína. Sonia Sotomayor skrifaði að ekki væri hægt að bera trúarsamkomur saman við verslanir og hjólaverkstæði. Þar væri fólk ekki að koma saman innandyra og syngja og tala saman í meira en klukkustund. Hún sagði Hæstaréttardómara vera að leika sér að lífum með því að fara gegn sérfræðingum um það við hvaða aðstæður veiran sem smitað hefur milljónir af Bandaríkjamönnum dreifist mest. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í gærkvöldi að sóttvarnareglur í New York hafi brotið á stjórnarskrárbundnum rétti trúaðra til að koma saman við bænir. Yfirvöld í New York settu samkomu- og fjöldatakmarkanir á kirkjur og bænahús á svæðum sem hafa orðið illa úti vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og meirihluta dómara í Hæstarétti segir ráðamenn hafa brotið gegn stjórnarskránni. Þeir þrír dómarar sem skipaðir voru til Hæstaréttar af forseta sem tilheyrði Demókrataflokknum mótfallnir úrskurðinum auk John Roberts, forseta Hæstaréttar, sem skipaður var af Repúblikana. Um breytingu er að ræða frá því í maí þegar Hæstiréttur leyfði yfirvöldum í Kaliforníu og Nevada að takmarka fjölda trúaðra á samkomum í þeim ríkjum. Það sem hefur breyst síðan þá er að Amy Coney Barrett hefur tekið sæti Ruth Bader Ginsburg sem dó í september. Tvö lægri dómstig höfðu áður úrskurðað New York í vil. AP fréttaveitan segir þó óljóst hvort að úrskurðurinn muni í raun hafa mikil áhrif þar sem takmarkanirnar sem málin voru höfðuð vegna eru ekki lengur í gildi. Málsóknirnar voru höfðaðar þann 6. október. Takmarkanirnar beindust gegn kirkjum kaþólíka og strangtrúaðra gyðinga í Brooklyn og Queens. Fjöldatakmarkanir þar voru miðaðað við tíu í Brooklyn og 25 í Queens. Í úrskurði meirihluta dómaranna segir að þeir séu ekki heilbrigðissérfræðingar og rétt sé að virða sérþekkingu og reynslu slíkra á þessu sviði. Hins vegar sé ljóst að ekki megi kasta stjórnarskránni til hliðar, jafnvel þó faraldur standi nú yfir. Að takmarkanirnar sem um ræðir hefðu farið sérstaklega gegn því trúfrelsi sem stjórnarskráin tryggir. Sérstaklega var nefnt að í þar sem fleiri en tíu hafi verið meinað að koma saman í kirkjum og bænahúsum var fleiri leyft að mæta í matvöruverslanir og jafnvel gæludýrabúðir. Þar sem fleiri en 25 var meinað að koma saman í kirkjum og bænahúsum var öllum öðrum leyft að taka eigin ákvarðanir um opnanir og fjöldatakmarkanir. „Þannig að, samkvæmt ríkisstjóranum, er mögulega hættulegt að fara í kirkju en það er allt í lagi að fara og kaupa sér aðra vínflösku eða nýtt hjól,“ skrifaði dómarinn Neil Gorsuch í greinargerð sína. Sonia Sotomayor skrifaði að ekki væri hægt að bera trúarsamkomur saman við verslanir og hjólaverkstæði. Þar væri fólk ekki að koma saman innandyra og syngja og tala saman í meira en klukkustund. Hún sagði Hæstaréttardómara vera að leika sér að lífum með því að fara gegn sérfræðingum um það við hvaða aðstæður veiran sem smitað hefur milljónir af Bandaríkjamönnum dreifist mest.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Sjá meira