Segja ráðamenn í New York hafa brotið á trúuðu fólki Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2020 10:28 Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í gærkvöldi að sóttvarnareglur í New York hafi brotið á stjórnarskrárbundnum rétti trúaðra til að koma saman við bænir. AP/Patrick Semansky Meirihluti dómara í Hæstarétti Bandaríkjanna segir að samkomu- og fjöldatakmarkanir á kirkjur og bænahús í New York hafi brotið á stjórnarskrá Bandaríkjanna, sem tryggi Bandaríkjamönnum trúfrelsi. Óljóst er hvort úrskurðurinn muni í raun hafa einhver áhrif. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í gærkvöldi að sóttvarnareglur í New York hafi brotið á stjórnarskrárbundnum rétti trúaðra til að koma saman við bænir. Yfirvöld í New York settu samkomu- og fjöldatakmarkanir á kirkjur og bænahús á svæðum sem hafa orðið illa úti vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og meirihluta dómara í Hæstarétti segir ráðamenn hafa brotið gegn stjórnarskránni. Þeir þrír dómarar sem skipaðir voru til Hæstaréttar af forseta sem tilheyrði Demókrataflokknum mótfallnir úrskurðinum auk John Roberts, forseta Hæstaréttar, sem skipaður var af Repúblikana. Um breytingu er að ræða frá því í maí þegar Hæstiréttur leyfði yfirvöldum í Kaliforníu og Nevada að takmarka fjölda trúaðra á samkomum í þeim ríkjum. Það sem hefur breyst síðan þá er að Amy Coney Barrett hefur tekið sæti Ruth Bader Ginsburg sem dó í september. Tvö lægri dómstig höfðu áður úrskurðað New York í vil. AP fréttaveitan segir þó óljóst hvort að úrskurðurinn muni í raun hafa mikil áhrif þar sem takmarkanirnar sem málin voru höfðuð vegna eru ekki lengur í gildi. Málsóknirnar voru höfðaðar þann 6. október. Takmarkanirnar beindust gegn kirkjum kaþólíka og strangtrúaðra gyðinga í Brooklyn og Queens. Fjöldatakmarkanir þar voru miðaðað við tíu í Brooklyn og 25 í Queens. Í úrskurði meirihluta dómaranna segir að þeir séu ekki heilbrigðissérfræðingar og rétt sé að virða sérþekkingu og reynslu slíkra á þessu sviði. Hins vegar sé ljóst að ekki megi kasta stjórnarskránni til hliðar, jafnvel þó faraldur standi nú yfir. Að takmarkanirnar sem um ræðir hefðu farið sérstaklega gegn því trúfrelsi sem stjórnarskráin tryggir. Sérstaklega var nefnt að í þar sem fleiri en tíu hafi verið meinað að koma saman í kirkjum og bænahúsum var fleiri leyft að mæta í matvöruverslanir og jafnvel gæludýrabúðir. Þar sem fleiri en 25 var meinað að koma saman í kirkjum og bænahúsum var öllum öðrum leyft að taka eigin ákvarðanir um opnanir og fjöldatakmarkanir. „Þannig að, samkvæmt ríkisstjóranum, er mögulega hættulegt að fara í kirkju en það er allt í lagi að fara og kaupa sér aðra vínflösku eða nýtt hjól,“ skrifaði dómarinn Neil Gorsuch í greinargerð sína. Sonia Sotomayor skrifaði að ekki væri hægt að bera trúarsamkomur saman við verslanir og hjólaverkstæði. Þar væri fólk ekki að koma saman innandyra og syngja og tala saman í meira en klukkustund. Hún sagði Hæstaréttardómara vera að leika sér að lífum með því að fara gegn sérfræðingum um það við hvaða aðstæður veiran sem smitað hefur milljónir af Bandaríkjamönnum dreifist mest. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í gærkvöldi að sóttvarnareglur í New York hafi brotið á stjórnarskrárbundnum rétti trúaðra til að koma saman við bænir. Yfirvöld í New York settu samkomu- og fjöldatakmarkanir á kirkjur og bænahús á svæðum sem hafa orðið illa úti vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og meirihluta dómara í Hæstarétti segir ráðamenn hafa brotið gegn stjórnarskránni. Þeir þrír dómarar sem skipaðir voru til Hæstaréttar af forseta sem tilheyrði Demókrataflokknum mótfallnir úrskurðinum auk John Roberts, forseta Hæstaréttar, sem skipaður var af Repúblikana. Um breytingu er að ræða frá því í maí þegar Hæstiréttur leyfði yfirvöldum í Kaliforníu og Nevada að takmarka fjölda trúaðra á samkomum í þeim ríkjum. Það sem hefur breyst síðan þá er að Amy Coney Barrett hefur tekið sæti Ruth Bader Ginsburg sem dó í september. Tvö lægri dómstig höfðu áður úrskurðað New York í vil. AP fréttaveitan segir þó óljóst hvort að úrskurðurinn muni í raun hafa mikil áhrif þar sem takmarkanirnar sem málin voru höfðuð vegna eru ekki lengur í gildi. Málsóknirnar voru höfðaðar þann 6. október. Takmarkanirnar beindust gegn kirkjum kaþólíka og strangtrúaðra gyðinga í Brooklyn og Queens. Fjöldatakmarkanir þar voru miðaðað við tíu í Brooklyn og 25 í Queens. Í úrskurði meirihluta dómaranna segir að þeir séu ekki heilbrigðissérfræðingar og rétt sé að virða sérþekkingu og reynslu slíkra á þessu sviði. Hins vegar sé ljóst að ekki megi kasta stjórnarskránni til hliðar, jafnvel þó faraldur standi nú yfir. Að takmarkanirnar sem um ræðir hefðu farið sérstaklega gegn því trúfrelsi sem stjórnarskráin tryggir. Sérstaklega var nefnt að í þar sem fleiri en tíu hafi verið meinað að koma saman í kirkjum og bænahúsum var fleiri leyft að mæta í matvöruverslanir og jafnvel gæludýrabúðir. Þar sem fleiri en 25 var meinað að koma saman í kirkjum og bænahúsum var öllum öðrum leyft að taka eigin ákvarðanir um opnanir og fjöldatakmarkanir. „Þannig að, samkvæmt ríkisstjóranum, er mögulega hættulegt að fara í kirkju en það er allt í lagi að fara og kaupa sér aðra vínflösku eða nýtt hjól,“ skrifaði dómarinn Neil Gorsuch í greinargerð sína. Sonia Sotomayor skrifaði að ekki væri hægt að bera trúarsamkomur saman við verslanir og hjólaverkstæði. Þar væri fólk ekki að koma saman innandyra og syngja og tala saman í meira en klukkustund. Hún sagði Hæstaréttardómara vera að leika sér að lífum með því að fara gegn sérfræðingum um það við hvaða aðstæður veiran sem smitað hefur milljónir af Bandaríkjamönnum dreifist mest.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira