Erlent

Náðu myndum af há­hyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina

Samúel Karl Ólason skrifar
Nokkrar myndir sem vísindamennirnir birtu með rannsókn þeirra um árásir háhyrninga við strendur Mexíkó á hákarla.
Nokkrar myndir sem vísindamennirnir birtu með rannsókn þeirra um árásir háhyrninga við strendur Mexíkó á hákarla. Jesús Erick Higuera Rivas

Vísindamönnum í Mexíkó hefur nokkrum sinnum tekist að taka upp hjörð háhyrninga ráðast á og drepa hvíthákarla. Háhyrningarnir éta svo orkuríka lifur hákarlanna og lítið sem ekkert annað.

Áður hefur sambærileg hegðun háhyrninga sést undan ströndum Suður-Afríku, Ástralíu og Kaliforníu en þetta ku vera í fyrsta sinn sem hún er fest á filmu í Mexíkó, samkvæmt rannsókn sem birt var á mánudaginn.

Samkvæmt frétt CNN hafa umræddir vísindamenn fylgst með háhyrningum við Mexíkó í nokkur ár. Tvær árásir einnar hjarðar á tvo hvíthákarla voru fangaðar á filmu í ágúst 2020, með nokkurra mínútna millibili. Þá sást önnur í ágúst 2022.

Í tveimur af árásunum tókst háhyrningunum að snúa hákörlunum við, svo magi þeirra sneri upp á við, og þannig stöðva þá. Háhyrningarnir þurftu einnig að passa sig að fara ekki of nærri kjafti hákarlanna.

Vísindamennirnir birtu myndband af háhyrningunum á Instagram í dag.

Hægt er að horfa á það hér að neðan. Þar neðar má svo sjá önnur myndbönd frá vísindamönnunum. Eitt er af háhyrningum éta ungan hnúfubak sem þeir drápu. Hitt sýnir hvernig háhyrningar sýndu vísindamönnum skjaldböku sem þeir höfðu veitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×