Kvika, TM og Lykill fjármögnun sameinast Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 18:58 Vísir/Vilhelm Stjórnir Kviku banka hf., TM hf. og Lykils fjármögnunar hf. samþykktu í dag að sameina félögin þrjú. Viðræður hafa staðið yfir á undanförnum vikum og hafa framkvæmt gagnkvæmar áreiðanleikakannanir að því er segir í tilkynningu um sameininguna. Samkvæmt samrunasamningnum sem samþykktur var í dag mun TM færa vátryggingastarfsemi sína í dótturfélag sitt TM tryggingar hf. og í kjölfarið fari fram þríhliða samruni félaganna þriggja. Þannig verða TM tryggingar í kjölfarið dótturfélag hins sameinaða félags. Samkvæmt samrunasamningnum munu hluthafar TM fá sem endurgjald fyrir hluti sína í TM, rúma 2,5 milljarða hluta í Kviku sem greitt verður með útgáfu nýs hlutafjár sem nemur 54,4% útgefins hlutafjár í Kviku miðað við útgefið hlutafé í dag. Gerðir eru nokkrir fyrirvarar í samrunasamningnum, meðal annars um samþykki fjármálaeftirlits um samrunann, samþykki FME um eignarhald Kviku á virkum eignarhlut í TM tryggingum hf., TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf. Þá er settur fyrirvari um að samkeppniseftirlitið ógildi ekki samrunann eða setji íþyngjandi skkilyrði, hluthafar samþykki samrunann og að yfirfærsla vátryggingastofns TM og TM trygginga hafi verið framkvæmd til samræmis við áætlanir. Sjá fram á mikla kostnaðarsamlegð „Sameinað félag verður fjárhagslega sterkt fyrirtæki með breiðan tekjugrunn sem mun geta boðið viðskiptavinum sínum upp á fjölþætta þjónustu á öllum helstu sviðum fjármála- og tryggingaþjónustu. Stjórnir félaganna telja raunhæft að fyrirvarar samrunasamningsins verði uppfylltir og að félögin verði sameinuð á fyrsta ársfjórðungi 2021,“ segir um samrunann í tilkynningu. Gert er ráð fyrir að Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku, og Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, muni áfram gegna stöðum sínum. Marinó verður þannig forstjóri Kviku og Sigurður forstjóri TM trygginga. Þá verður fjármála- og rekstrarsviði Kviku skipt upp í tvö svið að loknum samruna þar sem Ragnar Páll Dyer mun gegna starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs og Ólöf Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lykils, mun hefja störf hjá Kviku og gegna þar starfi framkvæmdastjóra rekstrar- og þróunarsviðs. „Stjórnir félaganna telja raunhæft að með samrunanum megi ná fram 1.200-1.500 m.kr. árlegri kostnaðarsamlegð, án viðskipta- og einskiptiskostnaðar. Við mat á kostnaðarsamlegð hefur verið miðað við áætlanir félaganna fyrir árið 2021. Gert er ráð fyrir að stærsti hluti kostnaðarsamlegðar komi til vegna hagkvæmari fjármögnunar. Gert er ráð fyrir að megnið af áætlaðri samlegð náist á árinu 2022,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Íslenskir bankar Tryggingar Markaðir Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Stjórnir Kviku banka hf., TM hf. og Lykils fjármögnunar hf. samþykktu í dag að sameina félögin þrjú. Viðræður hafa staðið yfir á undanförnum vikum og hafa framkvæmt gagnkvæmar áreiðanleikakannanir að því er segir í tilkynningu um sameininguna. Samkvæmt samrunasamningnum sem samþykktur var í dag mun TM færa vátryggingastarfsemi sína í dótturfélag sitt TM tryggingar hf. og í kjölfarið fari fram þríhliða samruni félaganna þriggja. Þannig verða TM tryggingar í kjölfarið dótturfélag hins sameinaða félags. Samkvæmt samrunasamningnum munu hluthafar TM fá sem endurgjald fyrir hluti sína í TM, rúma 2,5 milljarða hluta í Kviku sem greitt verður með útgáfu nýs hlutafjár sem nemur 54,4% útgefins hlutafjár í Kviku miðað við útgefið hlutafé í dag. Gerðir eru nokkrir fyrirvarar í samrunasamningnum, meðal annars um samþykki fjármálaeftirlits um samrunann, samþykki FME um eignarhald Kviku á virkum eignarhlut í TM tryggingum hf., TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf. Þá er settur fyrirvari um að samkeppniseftirlitið ógildi ekki samrunann eða setji íþyngjandi skkilyrði, hluthafar samþykki samrunann og að yfirfærsla vátryggingastofns TM og TM trygginga hafi verið framkvæmd til samræmis við áætlanir. Sjá fram á mikla kostnaðarsamlegð „Sameinað félag verður fjárhagslega sterkt fyrirtæki með breiðan tekjugrunn sem mun geta boðið viðskiptavinum sínum upp á fjölþætta þjónustu á öllum helstu sviðum fjármála- og tryggingaþjónustu. Stjórnir félaganna telja raunhæft að fyrirvarar samrunasamningsins verði uppfylltir og að félögin verði sameinuð á fyrsta ársfjórðungi 2021,“ segir um samrunann í tilkynningu. Gert er ráð fyrir að Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku, og Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, muni áfram gegna stöðum sínum. Marinó verður þannig forstjóri Kviku og Sigurður forstjóri TM trygginga. Þá verður fjármála- og rekstrarsviði Kviku skipt upp í tvö svið að loknum samruna þar sem Ragnar Páll Dyer mun gegna starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs og Ólöf Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lykils, mun hefja störf hjá Kviku og gegna þar starfi framkvæmdastjóra rekstrar- og þróunarsviðs. „Stjórnir félaganna telja raunhæft að með samrunanum megi ná fram 1.200-1.500 m.kr. árlegri kostnaðarsamlegð, án viðskipta- og einskiptiskostnaðar. Við mat á kostnaðarsamlegð hefur verið miðað við áætlanir félaganna fyrir árið 2021. Gert er ráð fyrir að stærsti hluti kostnaðarsamlegðar komi til vegna hagkvæmari fjármögnunar. Gert er ráð fyrir að megnið af áætlaðri samlegð náist á árinu 2022,“ segir ennfremur í tilkynningunni.
Íslenskir bankar Tryggingar Markaðir Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira