Næsta verkefni fyrir OECD – er pólitíski kjarkurinn til staðar? Ólafur Stephensen skrifar 26. nóvember 2020 07:31 Skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um samkeppnismat á regluverki ferðaþjónustu og byggingariðnaðar á Íslandi hefur vakið talsverða athygli og umræður. Í skýrslunni, sem var samin að beiðni Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var regluverk þessara atvinnugreina greint með tilliti til þess hvort í því felist samkeppnishindranir eða óþarfa reglubyrði sem ryðja megi úr vegi. Niðurstaðan er 438 tillögur OECD um breytingar á gildandi lögum og reglum til að auka samkeppnishæfni greinanna og leysa úr læðingi krafta samkeppninnar í þágu almennings. Stofnunin metur það svo að það myndi auka verðmætasköpun í hagkerfinu um 30 milljarða að hrinda tillögunum í framkvæmd. Tillögurnar hafa sumar hverjar verið gagnrýndar, enda er stigið á tær hagsmunahópa sem hafa komið sér þægilega fyrir á kostnað virkrar samkeppni. Það er til marks um pólitískan kjark að biðja um skýrsluna og fylgja henni eftir. Drög að fyrsta frumvarpinu, byggðu á tillögum OECD, eru nú þegar komin í samráðsgátt stjórnvalda. Þessi vinnubrögð eru til fyrirmyndar. Félag atvinnurekenda hefur um árabil talað fyrir því að stjórnvöld leiti samstarfs við OECD um samkeppnismat á öllu regluverki íslenzks atvinnulífs og hefur fagnað mjög þessu fyrsta skrefi í þeirri vinnu. FA hefur í framhaldi af útgáfu skýrslunnar sent Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem situr handan gangsins í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, erindi og hvatt hann til að beita sér fyrir sams konar samkeppnismati OECD á regluverki landbúnaðar og sjávarútvegs. Samkeppnishindranir í sjávarútvegi Í bréfinu til ráðherrans bendum við á að lög og reglur um bæði landbúnað og sjávarútveg feli í sér ýmsar samkeppnishindranir. Samkeppnisyfirvöld hafi sent ráðuneytinu og/eða forverum þess ábendingar um þær margar, en úrbótatillögur hafi hlotið lítinn hljómgrunn. FA rifjar m.a. upp álit Samkeppniseftirlitsins frá 2012 um samkeppnishindranir vegna aðstöðumunar annars vegar útgerða sem ekki stunda fiskvinnslu og fiskvinnslufyrirtækja sem ekki stunda jafnframt veiðar á sjávarafla og hins vegar svokallaðra lóðrétt samþættra sjávarútvegsfyrirtækja, sem bæði stunda veiðar og vinnslu. Þetta er angi af margumræddri tvöfaldri verðlagningu í sjávarútveginum, sem býr til margvísleg vandamál. Stofnunin lagði til fjórar leiðir til úrbóta: Setja milliverðlagningarreglur þannig að innri viðskipti fiskvinnslu og útgerðar innan sama fyrirtækis væru eins og um óskylda aðila væri að ræða. Koma í veg fyrir að sjálfstæðu útgerðirnar greiði hlutfallslega hærri hafnargjöld en samþættu útgerðirnar, til dæmis með því að miða við landað magn eða opinbert viðmiðunarverð. Útgerðarmenn komi ekki með beinum hætti að ákvörðun um verðlagsstofuverð. Reglur um kvótaframsal verði rýmkaðar þannig að sjálfstæðar fiskvinnslur geti átt veiðiheimildir og séu þannig í betri aðstöðu að ná sér í hráefni. Tillögum samkeppnisyfirvalda um úrbætur hefur lítt eða ekki verið sinnt. Undantekningarlítið litið framhjá tilmælum samkeppnisyfirvalda FA bendir einnig á margvísleg álit, umsagnir og skýrslur samkeppnisyfirvalda vegna regluverks í landbúnaði, en af tillögum Samkeppniseftirlitsins má nefna eftirfarandi: Undanþágur mjólkurafurðastöðva frá ákvæðum samkeppnislaga verði afnumdar. Samkeppnislög gildi fullum fetum í landbúnaði og vinnslu landbúnaðarafurða líkt og í annarri atvinnustarfsemi. Búvörulög verði tekin til heildstæðrar endurskoðunar til að greiða fyrir samkeppni. Bændur séu ekki bundnir í viðskiptum við tilteknar afurðastöðvar, heldur eigi val. Tryggt verði að íslenzkur landbúnaður hafi samkeppnislegt aðhald, m.a. af innflutningi. Felldir verði niður tollar á mjólkurdufti til að greiða fyrir samkeppni í mjólkuriðnaði. Tollar verði felldir niður á svína- og kjúklingakjöti. Útboð á tollkvótum verði felld niður eða kvótunum úthlutað án endurgjalds. Af upptalningunni má vera ljóst að víða eru í gildi samkeppnishömlur í regluverki sjávarútvegs og landbúnaðar, sem stjórnvöld hafa ekki aðhafzt til að afnema. Raunar segir í einni af skýrslum Samkeppniseftirlitsins, þar sem umbætur í landbúnaði eru til umræðu: „Reynslan sýnir að stjórnvöld hafa undantekningarlítið litið framhjá tilmælum samkeppnisyfirvalda.“ Kjarkur beggja vegna gangsins? Ætla má, ekki sízt með tilliti til fjölda ábendinga í hinni nýútkomnu skýrslu, að sérfræðingar OECD kæmu jafnvel auga á enn fleiri hindranir í vegi frjálsrar samkeppni en sérfræðingar Samkeppniseftirlitsins. Glöggt er gests augað. Að mati Félags atvinnurekenda er forgangsatriði að gera samkeppnismat á regluverki umræddra atvinnugreina í því skyni að efla samkeppni og auka þannig skilvirkni, draga úr sóun og bæta hag landsmanna. Í bréfinu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kemur fram það mat FA að ekki síður en í ferðaþjónustu og byggingariðnaði sé gífurlegur fjárhagslegur ávinningur af því fyrir Ísland að leyfa ferskum vindum samkeppni að blása í sjávarútvegi og landbúnaði. Nú er bara að sjá hvort pólitíski kjarkurinn er jafnmikill á ráðherraskrifstofunni sem bréfið var stílað á og á kontórnum handan gangsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Samkeppnismál Landbúnaður Sjávarútvegur Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um samkeppnismat á regluverki ferðaþjónustu og byggingariðnaðar á Íslandi hefur vakið talsverða athygli og umræður. Í skýrslunni, sem var samin að beiðni Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var regluverk þessara atvinnugreina greint með tilliti til þess hvort í því felist samkeppnishindranir eða óþarfa reglubyrði sem ryðja megi úr vegi. Niðurstaðan er 438 tillögur OECD um breytingar á gildandi lögum og reglum til að auka samkeppnishæfni greinanna og leysa úr læðingi krafta samkeppninnar í þágu almennings. Stofnunin metur það svo að það myndi auka verðmætasköpun í hagkerfinu um 30 milljarða að hrinda tillögunum í framkvæmd. Tillögurnar hafa sumar hverjar verið gagnrýndar, enda er stigið á tær hagsmunahópa sem hafa komið sér þægilega fyrir á kostnað virkrar samkeppni. Það er til marks um pólitískan kjark að biðja um skýrsluna og fylgja henni eftir. Drög að fyrsta frumvarpinu, byggðu á tillögum OECD, eru nú þegar komin í samráðsgátt stjórnvalda. Þessi vinnubrögð eru til fyrirmyndar. Félag atvinnurekenda hefur um árabil talað fyrir því að stjórnvöld leiti samstarfs við OECD um samkeppnismat á öllu regluverki íslenzks atvinnulífs og hefur fagnað mjög þessu fyrsta skrefi í þeirri vinnu. FA hefur í framhaldi af útgáfu skýrslunnar sent Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem situr handan gangsins í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, erindi og hvatt hann til að beita sér fyrir sams konar samkeppnismati OECD á regluverki landbúnaðar og sjávarútvegs. Samkeppnishindranir í sjávarútvegi Í bréfinu til ráðherrans bendum við á að lög og reglur um bæði landbúnað og sjávarútveg feli í sér ýmsar samkeppnishindranir. Samkeppnisyfirvöld hafi sent ráðuneytinu og/eða forverum þess ábendingar um þær margar, en úrbótatillögur hafi hlotið lítinn hljómgrunn. FA rifjar m.a. upp álit Samkeppniseftirlitsins frá 2012 um samkeppnishindranir vegna aðstöðumunar annars vegar útgerða sem ekki stunda fiskvinnslu og fiskvinnslufyrirtækja sem ekki stunda jafnframt veiðar á sjávarafla og hins vegar svokallaðra lóðrétt samþættra sjávarútvegsfyrirtækja, sem bæði stunda veiðar og vinnslu. Þetta er angi af margumræddri tvöfaldri verðlagningu í sjávarútveginum, sem býr til margvísleg vandamál. Stofnunin lagði til fjórar leiðir til úrbóta: Setja milliverðlagningarreglur þannig að innri viðskipti fiskvinnslu og útgerðar innan sama fyrirtækis væru eins og um óskylda aðila væri að ræða. Koma í veg fyrir að sjálfstæðu útgerðirnar greiði hlutfallslega hærri hafnargjöld en samþættu útgerðirnar, til dæmis með því að miða við landað magn eða opinbert viðmiðunarverð. Útgerðarmenn komi ekki með beinum hætti að ákvörðun um verðlagsstofuverð. Reglur um kvótaframsal verði rýmkaðar þannig að sjálfstæðar fiskvinnslur geti átt veiðiheimildir og séu þannig í betri aðstöðu að ná sér í hráefni. Tillögum samkeppnisyfirvalda um úrbætur hefur lítt eða ekki verið sinnt. Undantekningarlítið litið framhjá tilmælum samkeppnisyfirvalda FA bendir einnig á margvísleg álit, umsagnir og skýrslur samkeppnisyfirvalda vegna regluverks í landbúnaði, en af tillögum Samkeppniseftirlitsins má nefna eftirfarandi: Undanþágur mjólkurafurðastöðva frá ákvæðum samkeppnislaga verði afnumdar. Samkeppnislög gildi fullum fetum í landbúnaði og vinnslu landbúnaðarafurða líkt og í annarri atvinnustarfsemi. Búvörulög verði tekin til heildstæðrar endurskoðunar til að greiða fyrir samkeppni. Bændur séu ekki bundnir í viðskiptum við tilteknar afurðastöðvar, heldur eigi val. Tryggt verði að íslenzkur landbúnaður hafi samkeppnislegt aðhald, m.a. af innflutningi. Felldir verði niður tollar á mjólkurdufti til að greiða fyrir samkeppni í mjólkuriðnaði. Tollar verði felldir niður á svína- og kjúklingakjöti. Útboð á tollkvótum verði felld niður eða kvótunum úthlutað án endurgjalds. Af upptalningunni má vera ljóst að víða eru í gildi samkeppnishömlur í regluverki sjávarútvegs og landbúnaðar, sem stjórnvöld hafa ekki aðhafzt til að afnema. Raunar segir í einni af skýrslum Samkeppniseftirlitsins, þar sem umbætur í landbúnaði eru til umræðu: „Reynslan sýnir að stjórnvöld hafa undantekningarlítið litið framhjá tilmælum samkeppnisyfirvalda.“ Kjarkur beggja vegna gangsins? Ætla má, ekki sízt með tilliti til fjölda ábendinga í hinni nýútkomnu skýrslu, að sérfræðingar OECD kæmu jafnvel auga á enn fleiri hindranir í vegi frjálsrar samkeppni en sérfræðingar Samkeppniseftirlitsins. Glöggt er gests augað. Að mati Félags atvinnurekenda er forgangsatriði að gera samkeppnismat á regluverki umræddra atvinnugreina í því skyni að efla samkeppni og auka þannig skilvirkni, draga úr sóun og bæta hag landsmanna. Í bréfinu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kemur fram það mat FA að ekki síður en í ferðaþjónustu og byggingariðnaði sé gífurlegur fjárhagslegur ávinningur af því fyrir Ísland að leyfa ferskum vindum samkeppni að blása í sjávarútvegi og landbúnaði. Nú er bara að sjá hvort pólitíski kjarkurinn er jafnmikill á ráðherraskrifstofunni sem bréfið var stílað á og á kontórnum handan gangsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar