Bréf til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og Fræðsluráðs vegna sumaropnunar leikskóla Elísabet Karlsdóttir og Linda Björk Halldórsdóttir skrifa 25. nóvember 2020 15:00 Við aðstoðarleikskólastjórar í Hafnarfirði höfum ekki verið áberandi í umræðunni um sumaropnun leikskóla en hún hefur ítrekað verið rædd í okkar hópi og almennt hefur komið fram mikil óánægja með þessar fyrirætlanir. Fulltrúar leikskólastjóra hafa komið á fund kjörinna fulltrúa og sett fram fagleg rök sem stríða gegn sumaropnun og erum við undirritaðar sammála þessum rökum og deilum áhyggjum þeirra af faglegu starfi leikskólanna og afkomu þeirra sem stofnanna. Þessi rök ættu að vera öllum sem í bæjarstjórn sitja ljós og því ætlum við ekki að tíunda þau í þessu bréfi. Aðstoðarleikskólastjórar sinna ýmsum hlutverkum innan leikskólanna og eru þau meðal annars fólgin í því að skipuleggja mönnun dagsins, styðja við deildirnar, leysa af matartíma starfsmanna þegar þess þarf ásamt því að sinna ýmsum stjórnunarlegum verkefnum í samvinnu við leikskólastjóra. Okkur undirrituðum finnst gaman í vinnunni og finnst við vera heppnar að fá að vera í samskiptum við frábært samstarfsfólk og öll þessi yndislegu börn. Við berum hag þessara tveggja framangreinda hópa fyrir brjósti og viljum að leikskólar bjóði þeim nærandi, uppbyggjandi og lærdómsríkar starfsaðstæður. Önnur okkar sat samstarfshóp skipaðan fagmönnum í leikskólamálum skólaárið 2018-2019 um bættar starfsaðstæður í leikskólum og setti hópurinn fram ýmsar tillögur sem eru til þess fallnar að bæta umhverfi barna og starfsmanna í leikskólum í Hafnarfirði. Í þessum tillögum er hvergi minnst á sumaropnun. Á þeim tíma sem fræðsluyfirvöld og kjörnir fulltrúar hefðu átt að vera að leita leiða til þess að verða við tillögum starfshópsins komu fram fyrirætlanir um sumaropnun sem hafa sett leikskólasamfélagið í Hafnarfirði á hvolf. Allir leikskólastjórar hafa lýst yfir óánægju sinni með sumaropnun og um 400 starfsmenn leikskóla hafa skrifað undir lista þar sem sumaropnun er mótmælt. Í gær komu félögin FL, FSL og Hlíf fram og skoruðu á bæjaryfirvöld að endurskoða ákvörðun um sumaropnun. Næg fagleg rök eru gegn sumaropnun og virðist hún ekki henta starfi leikskólanna. Ákvörðunin um sumaropnun virðist hafa verið tekin með hagsmuni atvinnurekanda foreldra að leiðarljósi. Nú er okkur spurn, er ekki kominn tími fyrir ykkur til þess að hlusta á allt þetta fólk sem hefur sérhæft sig í menntun barna og leikskólamálum? Höfundar eru aðstoðarleikskólastjórar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Við aðstoðarleikskólastjórar í Hafnarfirði höfum ekki verið áberandi í umræðunni um sumaropnun leikskóla en hún hefur ítrekað verið rædd í okkar hópi og almennt hefur komið fram mikil óánægja með þessar fyrirætlanir. Fulltrúar leikskólastjóra hafa komið á fund kjörinna fulltrúa og sett fram fagleg rök sem stríða gegn sumaropnun og erum við undirritaðar sammála þessum rökum og deilum áhyggjum þeirra af faglegu starfi leikskólanna og afkomu þeirra sem stofnanna. Þessi rök ættu að vera öllum sem í bæjarstjórn sitja ljós og því ætlum við ekki að tíunda þau í þessu bréfi. Aðstoðarleikskólastjórar sinna ýmsum hlutverkum innan leikskólanna og eru þau meðal annars fólgin í því að skipuleggja mönnun dagsins, styðja við deildirnar, leysa af matartíma starfsmanna þegar þess þarf ásamt því að sinna ýmsum stjórnunarlegum verkefnum í samvinnu við leikskólastjóra. Okkur undirrituðum finnst gaman í vinnunni og finnst við vera heppnar að fá að vera í samskiptum við frábært samstarfsfólk og öll þessi yndislegu börn. Við berum hag þessara tveggja framangreinda hópa fyrir brjósti og viljum að leikskólar bjóði þeim nærandi, uppbyggjandi og lærdómsríkar starfsaðstæður. Önnur okkar sat samstarfshóp skipaðan fagmönnum í leikskólamálum skólaárið 2018-2019 um bættar starfsaðstæður í leikskólum og setti hópurinn fram ýmsar tillögur sem eru til þess fallnar að bæta umhverfi barna og starfsmanna í leikskólum í Hafnarfirði. Í þessum tillögum er hvergi minnst á sumaropnun. Á þeim tíma sem fræðsluyfirvöld og kjörnir fulltrúar hefðu átt að vera að leita leiða til þess að verða við tillögum starfshópsins komu fram fyrirætlanir um sumaropnun sem hafa sett leikskólasamfélagið í Hafnarfirði á hvolf. Allir leikskólastjórar hafa lýst yfir óánægju sinni með sumaropnun og um 400 starfsmenn leikskóla hafa skrifað undir lista þar sem sumaropnun er mótmælt. Í gær komu félögin FL, FSL og Hlíf fram og skoruðu á bæjaryfirvöld að endurskoða ákvörðun um sumaropnun. Næg fagleg rök eru gegn sumaropnun og virðist hún ekki henta starfi leikskólanna. Ákvörðunin um sumaropnun virðist hafa verið tekin með hagsmuni atvinnurekanda foreldra að leiðarljósi. Nú er okkur spurn, er ekki kominn tími fyrir ykkur til þess að hlusta á allt þetta fólk sem hefur sérhæft sig í menntun barna og leikskólamálum? Höfundar eru aðstoðarleikskólastjórar í Hafnarfirði.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun