„Hljóðið í handboltahreyfingunni er þungt og þyngist“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2020 13:10 Þessi viðbrögð Arnórs Freys Stefánssonar, markvarðar Aftureldingar, eru kannski lýsandi fyrir ástandið í íslenskum handbolta um þessar mundir. vísir/hulda margrét Framkvæmdastjóri HSÍ, Róbert Geir Gíslason, segir að hljóðið í handboltahreyfingunni sé þungt og sé að þyngjast. Handboltafólk á Íslandi hefur ekki mætt æfa eða keppa í um tvo mánuði vegna sóttvarnareglna. Róbert vonast til að æfingar verði leyfðar aftur þegar nýjar sóttvarnareglur verða tilkynntar á næstunni. Þá segir hann að ummæli Runólfs Pálssonar, forstöðumanns lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítalans, í Sportpakkanum á mánudaginn hafi verið upplífgandi. Þar sagði Runólfur að hættan á smiti í afreksíþróttum væri ekki mikil og að áframhaldandi íþróttabann gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt íþróttafólk. „Þetta var vissulega uppörvandi og í takt við það sem við höfum heyrt frá alþjóðasamböndum eins og IHF, FIFA og FIBA. Allar rannsóknir benda til þess að smithætta í keppnisíþróttum sé í lágmarki,“ sagði Róbert í samtali við Vísi í dag. Hann sagði forysta HSÍ og þá sérstaklega formaðurinn Guðmundur B. Ólafsson hafi verið í góðu sambandi við lækna og leitað ráða hjá þeim. Íslandsmótið undir Nýjar sóttvarnareglur taka gildi eftir viku, 2. desember. Róbert vonast til að íslenskt handboltafólk fái þá grænt ljós á að æfa og segir það ekki seinna vænna. „Ég er hóflega bjartsýnn. Við höfum séð að veiran er á hraðri niðurleið. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að koma starfinu okkar af stað. Við höfum ekki getað æft eða keppt í að verða tvo mánuði og því lengri tími sem líður því meiri hætta er á brottfalli og Íslandsmótið er undir. Ramminn til að spila það hefur minnkað hægt og rólega,“ sagði Róbert. Róbert Geir Gíslason er framkvæmdastjóri HSÍ.vísir/baldur hrafnkell „Það er kannski ekki hægt að líkja afreksíþróttum við almenningsíþróttir varðandi það að þetta eru lokaðir hópar sem hafa undirgengist sóttvarnareglur sem eru nokkuð strangar.“ Ólíklegt að spilað verði fyrir áramót Róbert segir að líkurnar á því að keppni á Íslandsmótinu hefjist fyrir áramót séu ekki miklar. Og það minnki þann tíma sem HSÍ hafi til að klára mótið. „Ég er ekki bjartsýnn á að, ég skal alveg vera hreinskilinn með það. Tímaramminn minnkar óðum. Við erum að vonast til þess að geta byrjað að æfa því og vonum auðvitað að keppni verði leyfð sem allra fyrst,“ sagði Róbert. Ekki hefur verið keppt í Olís-deild kvenna síðan 26. september.vísir/hag Aðspurður segir hann að lið þurfi væntanlega nokkrar vikur til að æfa áður en keppni á Íslandsmótinu hefst á ný. „Það fer svolítið eftir því hvernig afléttingarnar eru. Ef við fáum fullar æfingar, með snertingum, eru þetta svona þrjár vikur sem við erum að horfa á. Það er held ég algjört lágmark.“ Kemur til greina að spila í janúar Venjulega hefur keppni í Olís-deild karla legið niðri í janúar þegar karlalandsliðið er á stórmóti. Róbert segir að það hafi komið til tals að leika í janúar á næsta ári þótt ekkert sé ákveðið í þeim efnum. Áður en íslenska karlalandsliðið fer á HM í Egyptalandi í janúar mætir það Portúgal í tveimur leikjum í undankeppni EM 2022.vísir/vilhelm „Við erum að skoða með hvaða hætti það gæti orðið. Við þurfum að horfa til þess að það er verið að reyna að koma undankeppni EM, þessum frestuðum leikjum, fyrir í byrjun janúar, m.a. viðureign Litháens og Ísraels sem myndar rými fyrir okkur til að spila við Ísraela í mars. Síðan eru líka leikmenn í deildinni sem leika fyrir Litháen og Færeyjar sem hefur aukin áhrif. En vissulega höfum við skoðað hvort við gætum spilað einhverja leiki upp úr miðjum janúar. Þetta ræðst allt af því hvenær við fáum að æfa,“ sagði Róbert. Mögulega annað stjörnumerkt Íslandsmót Hann segir að hljóðið í handboltahreyfingunni hafi oftast verið betra en það er um þessar mundir. „Hljóðið er að þyngjast. Þetta er rosalegt áfall. Þetta er þungt andlega fyrir þjálfara, leikmenn og sjálfboðaliða. Svo er þetta gríðarlega þungt fjárhagslega og við bíðum enn eftir því með hvaða hætti úrræði ríkisstjórnarinnar til koma til móts við félögin verða. Hljóðið í hreyfingunni er þungt og þyngist. Þetta er grafalvarlegt ástand og tímabilið er undir. Við gætum verið að horfa upp á annað, eins og margir vilja kalla það, stjörnumerkt Íslandsmót,“ sagði Róbert að lokum. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði Sjá meira
Framkvæmdastjóri HSÍ, Róbert Geir Gíslason, segir að hljóðið í handboltahreyfingunni sé þungt og sé að þyngjast. Handboltafólk á Íslandi hefur ekki mætt æfa eða keppa í um tvo mánuði vegna sóttvarnareglna. Róbert vonast til að æfingar verði leyfðar aftur þegar nýjar sóttvarnareglur verða tilkynntar á næstunni. Þá segir hann að ummæli Runólfs Pálssonar, forstöðumanns lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítalans, í Sportpakkanum á mánudaginn hafi verið upplífgandi. Þar sagði Runólfur að hættan á smiti í afreksíþróttum væri ekki mikil og að áframhaldandi íþróttabann gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt íþróttafólk. „Þetta var vissulega uppörvandi og í takt við það sem við höfum heyrt frá alþjóðasamböndum eins og IHF, FIFA og FIBA. Allar rannsóknir benda til þess að smithætta í keppnisíþróttum sé í lágmarki,“ sagði Róbert í samtali við Vísi í dag. Hann sagði forysta HSÍ og þá sérstaklega formaðurinn Guðmundur B. Ólafsson hafi verið í góðu sambandi við lækna og leitað ráða hjá þeim. Íslandsmótið undir Nýjar sóttvarnareglur taka gildi eftir viku, 2. desember. Róbert vonast til að íslenskt handboltafólk fái þá grænt ljós á að æfa og segir það ekki seinna vænna. „Ég er hóflega bjartsýnn. Við höfum séð að veiran er á hraðri niðurleið. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að koma starfinu okkar af stað. Við höfum ekki getað æft eða keppt í að verða tvo mánuði og því lengri tími sem líður því meiri hætta er á brottfalli og Íslandsmótið er undir. Ramminn til að spila það hefur minnkað hægt og rólega,“ sagði Róbert. Róbert Geir Gíslason er framkvæmdastjóri HSÍ.vísir/baldur hrafnkell „Það er kannski ekki hægt að líkja afreksíþróttum við almenningsíþróttir varðandi það að þetta eru lokaðir hópar sem hafa undirgengist sóttvarnareglur sem eru nokkuð strangar.“ Ólíklegt að spilað verði fyrir áramót Róbert segir að líkurnar á því að keppni á Íslandsmótinu hefjist fyrir áramót séu ekki miklar. Og það minnki þann tíma sem HSÍ hafi til að klára mótið. „Ég er ekki bjartsýnn á að, ég skal alveg vera hreinskilinn með það. Tímaramminn minnkar óðum. Við erum að vonast til þess að geta byrjað að æfa því og vonum auðvitað að keppni verði leyfð sem allra fyrst,“ sagði Róbert. Ekki hefur verið keppt í Olís-deild kvenna síðan 26. september.vísir/hag Aðspurður segir hann að lið þurfi væntanlega nokkrar vikur til að æfa áður en keppni á Íslandsmótinu hefst á ný. „Það fer svolítið eftir því hvernig afléttingarnar eru. Ef við fáum fullar æfingar, með snertingum, eru þetta svona þrjár vikur sem við erum að horfa á. Það er held ég algjört lágmark.“ Kemur til greina að spila í janúar Venjulega hefur keppni í Olís-deild karla legið niðri í janúar þegar karlalandsliðið er á stórmóti. Róbert segir að það hafi komið til tals að leika í janúar á næsta ári þótt ekkert sé ákveðið í þeim efnum. Áður en íslenska karlalandsliðið fer á HM í Egyptalandi í janúar mætir það Portúgal í tveimur leikjum í undankeppni EM 2022.vísir/vilhelm „Við erum að skoða með hvaða hætti það gæti orðið. Við þurfum að horfa til þess að það er verið að reyna að koma undankeppni EM, þessum frestuðum leikjum, fyrir í byrjun janúar, m.a. viðureign Litháens og Ísraels sem myndar rými fyrir okkur til að spila við Ísraela í mars. Síðan eru líka leikmenn í deildinni sem leika fyrir Litháen og Færeyjar sem hefur aukin áhrif. En vissulega höfum við skoðað hvort við gætum spilað einhverja leiki upp úr miðjum janúar. Þetta ræðst allt af því hvenær við fáum að æfa,“ sagði Róbert. Mögulega annað stjörnumerkt Íslandsmót Hann segir að hljóðið í handboltahreyfingunni hafi oftast verið betra en það er um þessar mundir. „Hljóðið er að þyngjast. Þetta er rosalegt áfall. Þetta er þungt andlega fyrir þjálfara, leikmenn og sjálfboðaliða. Svo er þetta gríðarlega þungt fjárhagslega og við bíðum enn eftir því með hvaða hætti úrræði ríkisstjórnarinnar til koma til móts við félögin verða. Hljóðið í hreyfingunni er þungt og þyngist. Þetta er grafalvarlegt ástand og tímabilið er undir. Við gætum verið að horfa upp á annað, eins og margir vilja kalla það, stjörnumerkt Íslandsmót,“ sagði Róbert að lokum.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði Sjá meira