Eiríkur á Omega krefst þess að skattsvikamáli á hendur sér verði vísað frá Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2020 10:51 Í héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Eiríkur lætur lítið fyrir sér fara að baki verjanda síns, Jóns Arnars. visir/vilhelm Eiríkur Sigurbjörnsson, sem ætíð er kenndur við kristilegu sjónvarpsstöðina Omega, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot, eins og segir í ákæru héraðssaksóknara, gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti. Í ákæru kemur fram að persónulegur ávinningur hans af brotunum sé 36 milljónir. Í gær var tekin fyrir frávísunarkrafa Eiríks í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir hefur greint ítarlega frá málinu (eins og sjá má í meðfylgjandi frétt) en Eiríkur, sem mætti í gær í dóminn þegar frávísunarkrafan var tekin fyrir, hefur ekki viljað tjá sig um ákæruna. Að sögn lögmanns hans, Jóns Arnar Árnasonar, vill hann njóta þeirrar stöðu sakbornings að teljast saklaus uns sekt sannast. Málið er nokkuð flókið en um er að ræða tvöfalda málsmeðferð, bæði gagnvart skattinum en þar hefur ekki verið farið fram á endurákvörðun og svo gagnvart ákæruvaldinu. Eins og fram kom í héraði í gær, í máli Jóns Arnars, byggir frávísunarkrafan meðal annars á því að Eiríkur hafi afhent gögn til ríkisskattstjóra, í góðri trú sem í raun felldu á hann sök; honum hafi ekki verið kunnugt um að hann væri með réttarstöðu sakbornings. Og á þeim gögnum byggði málið. Eiríkur mætti til að hlýða á málflutning verjanda síns þar sem hann lagði fram frávísunarkröfu.visir/vilhelm Þannig hafi hann ekki notið réttlátrar málsmeðferðar. Gera yrði greinarmun á ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra ríkisins. Kristín Ingileifsdóttir aðstoðarsaksóknari taldi þetta ekki standast, ríkisskattstjóri hafi talið að ástæða væri til að ætla að um umfangsmikil skattsvik væri að ræða, þetta eitt og sér gaf ekki til kynna umfang málsins og ríkisskattstjóri því vísað málinu til skattrannsóknarstjóra. Ekki liggur fyrir hvenær niðurstaða fæst, hvort fallist verður á frávísunarkröfu Eiríks eða ekki en það liggur nú hjá dómara. Dómarinn hefur fjórar vikur lögum samkvæmt. Uppfært 12:00 Mishermt var í fyrri útgáfu þessarar fréttar að mál á hendur Eiríki væri fjársvikamál, en það er rangt. Um er að ræða skattsvik og er beðist velvirðingar á því. Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Eiríkur Sigurbjörnsson, sem ætíð er kenndur við kristilegu sjónvarpsstöðina Omega, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot, eins og segir í ákæru héraðssaksóknara, gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti. Í ákæru kemur fram að persónulegur ávinningur hans af brotunum sé 36 milljónir. Í gær var tekin fyrir frávísunarkrafa Eiríks í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir hefur greint ítarlega frá málinu (eins og sjá má í meðfylgjandi frétt) en Eiríkur, sem mætti í gær í dóminn þegar frávísunarkrafan var tekin fyrir, hefur ekki viljað tjá sig um ákæruna. Að sögn lögmanns hans, Jóns Arnar Árnasonar, vill hann njóta þeirrar stöðu sakbornings að teljast saklaus uns sekt sannast. Málið er nokkuð flókið en um er að ræða tvöfalda málsmeðferð, bæði gagnvart skattinum en þar hefur ekki verið farið fram á endurákvörðun og svo gagnvart ákæruvaldinu. Eins og fram kom í héraði í gær, í máli Jóns Arnars, byggir frávísunarkrafan meðal annars á því að Eiríkur hafi afhent gögn til ríkisskattstjóra, í góðri trú sem í raun felldu á hann sök; honum hafi ekki verið kunnugt um að hann væri með réttarstöðu sakbornings. Og á þeim gögnum byggði málið. Eiríkur mætti til að hlýða á málflutning verjanda síns þar sem hann lagði fram frávísunarkröfu.visir/vilhelm Þannig hafi hann ekki notið réttlátrar málsmeðferðar. Gera yrði greinarmun á ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra ríkisins. Kristín Ingileifsdóttir aðstoðarsaksóknari taldi þetta ekki standast, ríkisskattstjóri hafi talið að ástæða væri til að ætla að um umfangsmikil skattsvik væri að ræða, þetta eitt og sér gaf ekki til kynna umfang málsins og ríkisskattstjóri því vísað málinu til skattrannsóknarstjóra. Ekki liggur fyrir hvenær niðurstaða fæst, hvort fallist verður á frávísunarkröfu Eiríks eða ekki en það liggur nú hjá dómara. Dómarinn hefur fjórar vikur lögum samkvæmt. Uppfært 12:00 Mishermt var í fyrri útgáfu þessarar fréttar að mál á hendur Eiríki væri fjársvikamál, en það er rangt. Um er að ræða skattsvik og er beðist velvirðingar á því.
Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira