Lögreglan stefnir Sjóvá vegna tjóns sem varð vegna ofsaaksturs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 06:36 Sjóvá hafnar bótaábyrgð í málinu og hefur úrskurðarnefnd vátryggingarmála fallist á sjónarmið tryggingafélagsins. Lögreglan leitar hins vegar réttar síns fyrir dómstólum. Vísir/Hanna Ríkislögreglustjóri hefur stefnt tryggingafélaginu Sjóvá vegna tjóns sem varð á lögreglubíl þegar lögregla veitti ökumanni eftirför sem ók á ofsahraða á Miklubraut árið 2018. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að réttaróvissa ríki um ábyrgð á því tjóni sem verður á lögreglubílum þegar ökumönnum er veitt eftirför eða þeir stöðvaðir fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglunnar. Lögreglan vilji að tjónið verði bætt í gegnum ábyrgðartryggingu ökumanns en tryggingafélagið hafni bótaáabyrgð þar sem lögreglan valdi tjóni af ásetningi. Málið kom til kasta úrskurðarnefndar vátryggingarmála sem í fyrra komst að þeirri niðurstöðu að lögreglan verði að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af því hlutverki hennar að halda uppi lögum og reglu. Lögreglan lítur engu að síður áfram svo á að tryggingafélagi ökumannsins beri að bæta tjónið og hefur sérstaklega vísað til 15. greinar og 19. greinar lögreglulaga. Sú fyrri kveður á um að lögreglu sé heimilt að grípa til nauðsynlegra ráðstafana á kostnað manns til þess að koma í veg fyrir að óhlýðni hans stofni almenningi í hættu eða valdi tjóni. Síðarnefnda greinin kveður á um skyldu almennings að hlýða fyrirmælum lögreglu. Að því er segir í Fréttablaðinu leitast ríkislögreglustjóri við það með málshöfðun sinni nú að eyða réttaróvissu um ábyrgð á tjóni lögreglunnar af aðgerðum sem þessum. Málið hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur og stendur gagnaöflun nú yfir. Dómsmál Tryggingar Lögreglan Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur stefnt tryggingafélaginu Sjóvá vegna tjóns sem varð á lögreglubíl þegar lögregla veitti ökumanni eftirför sem ók á ofsahraða á Miklubraut árið 2018. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að réttaróvissa ríki um ábyrgð á því tjóni sem verður á lögreglubílum þegar ökumönnum er veitt eftirför eða þeir stöðvaðir fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglunnar. Lögreglan vilji að tjónið verði bætt í gegnum ábyrgðartryggingu ökumanns en tryggingafélagið hafni bótaáabyrgð þar sem lögreglan valdi tjóni af ásetningi. Málið kom til kasta úrskurðarnefndar vátryggingarmála sem í fyrra komst að þeirri niðurstöðu að lögreglan verði að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af því hlutverki hennar að halda uppi lögum og reglu. Lögreglan lítur engu að síður áfram svo á að tryggingafélagi ökumannsins beri að bæta tjónið og hefur sérstaklega vísað til 15. greinar og 19. greinar lögreglulaga. Sú fyrri kveður á um að lögreglu sé heimilt að grípa til nauðsynlegra ráðstafana á kostnað manns til þess að koma í veg fyrir að óhlýðni hans stofni almenningi í hættu eða valdi tjóni. Síðarnefnda greinin kveður á um skyldu almennings að hlýða fyrirmælum lögreglu. Að því er segir í Fréttablaðinu leitast ríkislögreglustjóri við það með málshöfðun sinni nú að eyða réttaróvissu um ábyrgð á tjóni lögreglunnar af aðgerðum sem þessum. Málið hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur og stendur gagnaöflun nú yfir.
Dómsmál Tryggingar Lögreglan Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira