Ósætti Brynjars til marks um að þingmenn séu að sinna starfinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 18:40 Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir Brynjar Níelsson uppfullan af gamalli gremju og ekki meðvitaðan um stöðu nefndarinnar vegna fjarveru. Brynjar segir pólitíska sýndarmennsku fara þar fram og óskar eftir að hætta nefndarstörfum. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mætt á fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í rúman mánuð. Hann segir fulltrúa Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar nota nefndina til að koma höggi á pólitíska andstæðinga. „Ég er ekki tilbúinn að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ sagði Brynjar í samtali við fréttastofu í dag. Dæmi um þetta sé umfjöllun um meint vanhæfi sjávarútvegsráðherra vegna tengsla við Samherja. „Það að hann sé að tiltaka sérstaklega að það séu fulltrúar minnihlutans og stjórnarandstaðan sem sé að flagga ákveðnum málum er einfaldlega til marks um að þingmenn eru ekki bara mættir í vinnuna. Heldur eru þeir að sinna henni,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fulltrúi flokksins í nefndinni. Brynjar hefur óskað eftir að fá að hætta en formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki búið að ræða það. Formennsku í nefndum var skipt eftir þingstyrk stjórnar- og stjórnarndstöðuflokka á kjörtímabilinu og Bjarni Benediktsson segir það hafa gengið misjafnlega. „Mér finnst þetta vera í framhaldi af því að það hefur verið ágreiningur um það hvernig einstaka nefndum hefur verið stýrt og hvaða áherslur eru þar ofan á,“ segir Bjarni. Formennska var í höndum Samfylkingar fyrstu tvö árin og síðan Pírata. Jón Þór Ólafsson tók við nefndinni í haust. „Brynjar hefur náttúrulega ekki verið að mæta vel á fundi,“ segir Jón Þór. „Og er ekki meðvitaður um stöðu nefndarinnar. Sem er mjög góð. Þetta virðist vera einhver gömul gremja.“ Umræða valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra vegna faraldursins hefur farið fram á flestum fundum nefndarinnar í haust. Brynjar hefur verið gagnrýninn á sóttvarnaaðgerðir og Jón Þór segist hafa saknað sjónarmiða hans í nefndinni þar sem illa hefur gengið að koma upplýsingabeiðnum til ráðherra um aðgerðirnar í gegnum nefndina. Jón Þór Ólafsson er þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar AlþingisVísir/Vilhelm „Þannig það er betra að fá einhvern annan inn í nefndina til að aðstoða með það. Sér í lagi þegar hann hleypur síðan bara í fjölmiðla óupplýstur með sína gagnrýni.“ Þorbjörg tekur undir þetta. „Undanfarnar vikur hef ég verið að velta fyrir mér hvar Brynjar eiginlega er. Því að í nefndinni hefur verið mikil umræða um sóttvarnaraðgerðir, um valdmörk, um meðalhóf og lagaheimildir stjórnvalda. Mál sem hann hefur sýnt mjög mikinn áhuga í fjölmiðlum og ég sakna þess að sjá hann ekki taka þátt í þeim umræðum og fylgja sínum sjónarmiðum eftir á sínum starfsvettvangi.“ Alþingi Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir Brynjar Níelsson uppfullan af gamalli gremju og ekki meðvitaðan um stöðu nefndarinnar vegna fjarveru. Brynjar segir pólitíska sýndarmennsku fara þar fram og óskar eftir að hætta nefndarstörfum. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mætt á fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í rúman mánuð. Hann segir fulltrúa Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar nota nefndina til að koma höggi á pólitíska andstæðinga. „Ég er ekki tilbúinn að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ sagði Brynjar í samtali við fréttastofu í dag. Dæmi um þetta sé umfjöllun um meint vanhæfi sjávarútvegsráðherra vegna tengsla við Samherja. „Það að hann sé að tiltaka sérstaklega að það séu fulltrúar minnihlutans og stjórnarandstaðan sem sé að flagga ákveðnum málum er einfaldlega til marks um að þingmenn eru ekki bara mættir í vinnuna. Heldur eru þeir að sinna henni,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fulltrúi flokksins í nefndinni. Brynjar hefur óskað eftir að fá að hætta en formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki búið að ræða það. Formennsku í nefndum var skipt eftir þingstyrk stjórnar- og stjórnarndstöðuflokka á kjörtímabilinu og Bjarni Benediktsson segir það hafa gengið misjafnlega. „Mér finnst þetta vera í framhaldi af því að það hefur verið ágreiningur um það hvernig einstaka nefndum hefur verið stýrt og hvaða áherslur eru þar ofan á,“ segir Bjarni. Formennska var í höndum Samfylkingar fyrstu tvö árin og síðan Pírata. Jón Þór Ólafsson tók við nefndinni í haust. „Brynjar hefur náttúrulega ekki verið að mæta vel á fundi,“ segir Jón Þór. „Og er ekki meðvitaður um stöðu nefndarinnar. Sem er mjög góð. Þetta virðist vera einhver gömul gremja.“ Umræða valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra vegna faraldursins hefur farið fram á flestum fundum nefndarinnar í haust. Brynjar hefur verið gagnrýninn á sóttvarnaaðgerðir og Jón Þór segist hafa saknað sjónarmiða hans í nefndinni þar sem illa hefur gengið að koma upplýsingabeiðnum til ráðherra um aðgerðirnar í gegnum nefndina. Jón Þór Ólafsson er þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar AlþingisVísir/Vilhelm „Þannig það er betra að fá einhvern annan inn í nefndina til að aðstoða með það. Sér í lagi þegar hann hleypur síðan bara í fjölmiðla óupplýstur með sína gagnrýni.“ Þorbjörg tekur undir þetta. „Undanfarnar vikur hef ég verið að velta fyrir mér hvar Brynjar eiginlega er. Því að í nefndinni hefur verið mikil umræða um sóttvarnaraðgerðir, um valdmörk, um meðalhóf og lagaheimildir stjórnvalda. Mál sem hann hefur sýnt mjög mikinn áhuga í fjölmiðlum og ég sakna þess að sjá hann ekki taka þátt í þeim umræðum og fylgja sínum sjónarmiðum eftir á sínum starfsvettvangi.“
Alþingi Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira