Ósætti Brynjars til marks um að þingmenn séu að sinna starfinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 18:40 Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir Brynjar Níelsson uppfullan af gamalli gremju og ekki meðvitaðan um stöðu nefndarinnar vegna fjarveru. Brynjar segir pólitíska sýndarmennsku fara þar fram og óskar eftir að hætta nefndarstörfum. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mætt á fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í rúman mánuð. Hann segir fulltrúa Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar nota nefndina til að koma höggi á pólitíska andstæðinga. „Ég er ekki tilbúinn að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ sagði Brynjar í samtali við fréttastofu í dag. Dæmi um þetta sé umfjöllun um meint vanhæfi sjávarútvegsráðherra vegna tengsla við Samherja. „Það að hann sé að tiltaka sérstaklega að það séu fulltrúar minnihlutans og stjórnarandstaðan sem sé að flagga ákveðnum málum er einfaldlega til marks um að þingmenn eru ekki bara mættir í vinnuna. Heldur eru þeir að sinna henni,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fulltrúi flokksins í nefndinni. Brynjar hefur óskað eftir að fá að hætta en formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki búið að ræða það. Formennsku í nefndum var skipt eftir þingstyrk stjórnar- og stjórnarndstöðuflokka á kjörtímabilinu og Bjarni Benediktsson segir það hafa gengið misjafnlega. „Mér finnst þetta vera í framhaldi af því að það hefur verið ágreiningur um það hvernig einstaka nefndum hefur verið stýrt og hvaða áherslur eru þar ofan á,“ segir Bjarni. Formennska var í höndum Samfylkingar fyrstu tvö árin og síðan Pírata. Jón Þór Ólafsson tók við nefndinni í haust. „Brynjar hefur náttúrulega ekki verið að mæta vel á fundi,“ segir Jón Þór. „Og er ekki meðvitaður um stöðu nefndarinnar. Sem er mjög góð. Þetta virðist vera einhver gömul gremja.“ Umræða valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra vegna faraldursins hefur farið fram á flestum fundum nefndarinnar í haust. Brynjar hefur verið gagnrýninn á sóttvarnaaðgerðir og Jón Þór segist hafa saknað sjónarmiða hans í nefndinni þar sem illa hefur gengið að koma upplýsingabeiðnum til ráðherra um aðgerðirnar í gegnum nefndina. Jón Þór Ólafsson er þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar AlþingisVísir/Vilhelm „Þannig það er betra að fá einhvern annan inn í nefndina til að aðstoða með það. Sér í lagi þegar hann hleypur síðan bara í fjölmiðla óupplýstur með sína gagnrýni.“ Þorbjörg tekur undir þetta. „Undanfarnar vikur hef ég verið að velta fyrir mér hvar Brynjar eiginlega er. Því að í nefndinni hefur verið mikil umræða um sóttvarnaraðgerðir, um valdmörk, um meðalhóf og lagaheimildir stjórnvalda. Mál sem hann hefur sýnt mjög mikinn áhuga í fjölmiðlum og ég sakna þess að sjá hann ekki taka þátt í þeim umræðum og fylgja sínum sjónarmiðum eftir á sínum starfsvettvangi.“ Alþingi Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir Brynjar Níelsson uppfullan af gamalli gremju og ekki meðvitaðan um stöðu nefndarinnar vegna fjarveru. Brynjar segir pólitíska sýndarmennsku fara þar fram og óskar eftir að hætta nefndarstörfum. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mætt á fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í rúman mánuð. Hann segir fulltrúa Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar nota nefndina til að koma höggi á pólitíska andstæðinga. „Ég er ekki tilbúinn að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ sagði Brynjar í samtali við fréttastofu í dag. Dæmi um þetta sé umfjöllun um meint vanhæfi sjávarútvegsráðherra vegna tengsla við Samherja. „Það að hann sé að tiltaka sérstaklega að það séu fulltrúar minnihlutans og stjórnarandstaðan sem sé að flagga ákveðnum málum er einfaldlega til marks um að þingmenn eru ekki bara mættir í vinnuna. Heldur eru þeir að sinna henni,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fulltrúi flokksins í nefndinni. Brynjar hefur óskað eftir að fá að hætta en formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki búið að ræða það. Formennsku í nefndum var skipt eftir þingstyrk stjórnar- og stjórnarndstöðuflokka á kjörtímabilinu og Bjarni Benediktsson segir það hafa gengið misjafnlega. „Mér finnst þetta vera í framhaldi af því að það hefur verið ágreiningur um það hvernig einstaka nefndum hefur verið stýrt og hvaða áherslur eru þar ofan á,“ segir Bjarni. Formennska var í höndum Samfylkingar fyrstu tvö árin og síðan Pírata. Jón Þór Ólafsson tók við nefndinni í haust. „Brynjar hefur náttúrulega ekki verið að mæta vel á fundi,“ segir Jón Þór. „Og er ekki meðvitaður um stöðu nefndarinnar. Sem er mjög góð. Þetta virðist vera einhver gömul gremja.“ Umræða valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra vegna faraldursins hefur farið fram á flestum fundum nefndarinnar í haust. Brynjar hefur verið gagnrýninn á sóttvarnaaðgerðir og Jón Þór segist hafa saknað sjónarmiða hans í nefndinni þar sem illa hefur gengið að koma upplýsingabeiðnum til ráðherra um aðgerðirnar í gegnum nefndina. Jón Þór Ólafsson er þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar AlþingisVísir/Vilhelm „Þannig það er betra að fá einhvern annan inn í nefndina til að aðstoða með það. Sér í lagi þegar hann hleypur síðan bara í fjölmiðla óupplýstur með sína gagnrýni.“ Þorbjörg tekur undir þetta. „Undanfarnar vikur hef ég verið að velta fyrir mér hvar Brynjar eiginlega er. Því að í nefndinni hefur verið mikil umræða um sóttvarnaraðgerðir, um valdmörk, um meðalhóf og lagaheimildir stjórnvalda. Mál sem hann hefur sýnt mjög mikinn áhuga í fjölmiðlum og ég sakna þess að sjá hann ekki taka þátt í þeim umræðum og fylgja sínum sjónarmiðum eftir á sínum starfsvettvangi.“
Alþingi Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira