Icelandair ekki skoðað að krefja farþega um bólusetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. nóvember 2020 17:17 Upptaka skilyrðis um bólusetningu farþega hefur ekki komið til tals hjá stjórnendum Icelandair. Vísir/Vilhelm/Getty Sá möguleiki að gera bólusetningu við kórónuveirunni að skilyrði fyrir því að fá að fljúga með Icelandair hefur ekki verið ræddur innan flugfélagsins, eftir að bóluefni við veirunni fer í dreifingu. Þetta kemur fram í stuttu svari Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa félagsins, við fyrirspurn fréttastofu. „Þetta hefur ekki komið til tals hjá okkur,“ sagði í svarinu. Flugfélög víða að skoða málið Í gær var greint frá því að ástralska flugfélagið Qantas stefndi að því að setja farþegum sínum þetta skilyrði og haft eftir Alan Joyce, forstjóra félagsins, að hann teldi líklegt að önnur flugfélög væru í sömu hugleiðingum. Í dag sagði talskona flugfélagsins AirKorea, stærsta flugfélags Suður-Kóreu, að talsverðar líkur væru á því að félagið myndi setja sambærilegt skilyrði fyrir því að geta flogið með félaginu. Hún sagði það þó stafa af því að líklegt yrði að stjórnvöld víða um heim myndu gera þá kröfu til ferðamanna að þeir væru bólusettir. „Þetta er ekki eitthvað sem er undir flugfélögunum komið að að ákveða sjálf,“ hefur ABC eftir Jill Chung, talskonu AirKorea. Þá vísar ABC einnig til tilkynningar frá nýsjálenska flugfélaginu Air New Zealand, þar sem sambærileg sjónarmið koma fram og sáust í svörum AirKorea. Bólusetning gæti hafist í næsta mánuði Nú hafa bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á þremur mismunandi bóluefnum verið gerðar opinberar, og eru öll þrjú bóluefnin talin geta virkað vel gegn kórónuveirunni. Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer frá Bandaríkjunum og BioNTech frá þýskalandi er sagt veita vörn gegn veirunni í um 95% tilfella, líkt og bóluefni bandaríska líftæknifyrirtækisins Moderna. Þá er bóluefni sem unnið er af Oxford-háskóla og sænsk-breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca sagt veita vörn í um 70% tilfella. Dr. Moucef Slaoui, sem fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda í bóluefnamálum, hefur sagst vona að hægt verði að hefjast handa við að bólusetja Bandaríkjamenn við kórónuveirunni í næsta mánuði. Ráðgjafanefnd matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna um bóluefni kemur saman þann 10. desember næstkomandi. Fljótlega í kjölfarið ætti að koma í ljós hvort neyðarmarkaðsleyfi fæst fyrir bóluefni Pfizer, sem gæti að svo búnu hafið dreifingu á efninu. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. 23. nóvember 2020 16:48 Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. 23. nóvember 2020 12:33 Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Sá möguleiki að gera bólusetningu við kórónuveirunni að skilyrði fyrir því að fá að fljúga með Icelandair hefur ekki verið ræddur innan flugfélagsins, eftir að bóluefni við veirunni fer í dreifingu. Þetta kemur fram í stuttu svari Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa félagsins, við fyrirspurn fréttastofu. „Þetta hefur ekki komið til tals hjá okkur,“ sagði í svarinu. Flugfélög víða að skoða málið Í gær var greint frá því að ástralska flugfélagið Qantas stefndi að því að setja farþegum sínum þetta skilyrði og haft eftir Alan Joyce, forstjóra félagsins, að hann teldi líklegt að önnur flugfélög væru í sömu hugleiðingum. Í dag sagði talskona flugfélagsins AirKorea, stærsta flugfélags Suður-Kóreu, að talsverðar líkur væru á því að félagið myndi setja sambærilegt skilyrði fyrir því að geta flogið með félaginu. Hún sagði það þó stafa af því að líklegt yrði að stjórnvöld víða um heim myndu gera þá kröfu til ferðamanna að þeir væru bólusettir. „Þetta er ekki eitthvað sem er undir flugfélögunum komið að að ákveða sjálf,“ hefur ABC eftir Jill Chung, talskonu AirKorea. Þá vísar ABC einnig til tilkynningar frá nýsjálenska flugfélaginu Air New Zealand, þar sem sambærileg sjónarmið koma fram og sáust í svörum AirKorea. Bólusetning gæti hafist í næsta mánuði Nú hafa bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á þremur mismunandi bóluefnum verið gerðar opinberar, og eru öll þrjú bóluefnin talin geta virkað vel gegn kórónuveirunni. Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer frá Bandaríkjunum og BioNTech frá þýskalandi er sagt veita vörn gegn veirunni í um 95% tilfella, líkt og bóluefni bandaríska líftæknifyrirtækisins Moderna. Þá er bóluefni sem unnið er af Oxford-háskóla og sænsk-breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca sagt veita vörn í um 70% tilfella. Dr. Moucef Slaoui, sem fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda í bóluefnamálum, hefur sagst vona að hægt verði að hefjast handa við að bólusetja Bandaríkjamenn við kórónuveirunni í næsta mánuði. Ráðgjafanefnd matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna um bóluefni kemur saman þann 10. desember næstkomandi. Fljótlega í kjölfarið ætti að koma í ljós hvort neyðarmarkaðsleyfi fæst fyrir bóluefni Pfizer, sem gæti að svo búnu hafið dreifingu á efninu.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. 23. nóvember 2020 16:48 Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. 23. nóvember 2020 12:33 Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. 23. nóvember 2020 16:48
Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. 23. nóvember 2020 12:33
Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15