Tinni vildi kannski aldrei vera í Kongo Gunnar Dan Wiium skrifar 24. nóvember 2020 13:00 Þetta var athyglisvert örferðarlag. Ferðarlagið byrjar á því að ég fyrir tilviljun finn bók í ruslatunnu þar sem ég vinn. Nánar tiltekið í grunnskóla. Bókin sem um ræðir er bókin Tinni í Kongo. Þarna lá hún innan um ruslapoka eins og aðskotahlutur. Mín fyrstu viðbrögð voru hneykslun því ég vissi undir eins hvað bjó að baki. Það hafði einhver fundið þessa bók í einhverjum af húsakynnum skólans og ákveðið á rétttrúnaðar, pólitískan hátt að koma henni fyrir kattanef. Koma henni úr augsýn saklausra barna ef til vill. Þarna fór mótþróarröskun mín á fullt. Ég hugsaði eins og skot, þessir vinstri sinnuðu veganistar, ég urlast, má ekkert lengur!! Ég tek bókina upp úr ruslinu eins og ég sé að bjarga miklum menningarverðmætum. Fer með hana heim í öruggt skjól frá feministunum. Þar liggur hún í einhvern tíma þar til ég heyri að ný þýðing þessara bókar sé verið að taka niður úr hillum hér og þar. Enn hugsa ég, má ekkert eiginlega?!? Mér dettur svo í hug að kannski væri gott að lesa þessa blessuðu bók. Málið er nefnilega að það er tvennt sem stundum einkennir mína hegðun og mína raunveru. Númer eitt, ég á það til að bera með mér fullmótaða skoðun á einhverju áður en ég almennilega kynni mér til hlítar. Líklega er ástæðan einhver djúpur ótti við að hafa ekki stjórn á aðstæðum, þá stjórn meint að einfaldlega ekki vita. Númer tvö er sú staðreynd sem líklega er fylgifiskur þess ég lauk við að lýsa að ég upplifi oft að ég hafi rangt fyrir mér. Ég sem sagt ber með mér skoðun eða viðhorf í mislangan tíma sem svo ég kemst að við frekari rýni að voru ekki réttar heldur óígrundaðar. En aftur að því að mér dettur svo í hug að lesa þessa blessuðu bók sem mér finnst svo mikið um. Ég sest niður í stofunni eftir að konan mín og barn voru farin að sofa. Svona svolítið eins og ég væri að laumast með subbulegt klámblað í skjóli nætur. Bókin, sem er 62 blaðsíður af teiknimyndasögu var fljótlesin. Í grófum dráttum og í fyrstu bara frekar barnaleg og saklaus saga af Tinna og hundinum hans Tobba í háskalegri svaðilför til og um Kongo. Ástæða ferðarinnar er aldeilis óljós en allt bendir til að Tinni sé á leiðinni á ljónaveiðar. Hann lendir í klemmeríi við gangster sem reynist vera í vinnu fyrir Al Capone frá Chicago. Sá mega ganster hafði augastað á að arðræna gjöfular demantsnámur í Afríku, engar frettir þar. Til að gera langa sögu stutta þá lendir Tinni og Tobbi í miklum hremmingum við dýr og innfædda. Hann drepur talsvert af dýrum þó yfirleitt í sjálfvörn nema kannski apan sem hann drepur til að getað klæðst í feldinn sem dulargerfi í björgunarleiðangri síns ástkæra hundspots.Hann drepur heila hjörð af antilópum, ristir stóra kyrkislöngu á hol, fær apa til að skjóta stóran fíl milli augnana en sjálfur sagar hann tennurnar af. Svokölluð dýraníðs veisla. Í fyrstu virðist hann Tinni ekki koma fram á niðrandi hátt í garð frumbyggja sem eru kynntir sem einfaldir, barnslegir og latir. En ef betur er af gáð og rýnt er aðeins í söguna þá kemur í ljós nýlenduáróðurinn sem skín þarna í gegn. Hvíti maðurinn er teiknaður sem bjargvættur hinna heimsku frumbyggja. Hvíti maðurinn er kynntur sem sá sem kennir blökkumanninum einfalda stærðfræði, ásakar þá um leti og dugleysi. Það virðist á yfirborðinu ekki vera neinn rasismi í gangi en undir niðri er það greinilegt enda bókin skrifuð að ég held um 1930 á hátindi evrópskar nýlendukúgunar og fasisma. Ég hef myndað mér ígrundaða skoðun eftir lestur þessarar bókar. Skoðun mín er sú að bók sem þessi á alls ekki að enda í ruslinu eins og sú sem ég fann. Hana á að kynna fyrir börnum sem heimild. Kynna sem úrelt áróðursrit nýlendu ofbeldisafla. Það á benda á tíma alls ekki svo langt fyrir löngu og bera saman við hvar við erum stödd í dag svo hægt sé fyrir ungmennin að stilla sinn eigin kompás hvað varðar framtíðarsýn. Spyrja okkur hvar við vorum út frá heimildum. Hvar erum við í dag út frá reynslu og svo hvert við stefnum í ósk um betra og kærleiksríkara samfélag manna, óháð húðlit, trú og menningu. Svo þessa bók mun ég ekki fela frá barninu mínu heldur kynna ef áhugi er fyrir hendi og fyrir vikið skila þeirri skömm sem annars dafnar í þögn og myrkri. Þögn og myrkri sem annars þessi bók hefði endað í ef ég ekki hefði fyrir tilviljun fundið hana innan um poka fulla af óhreinum handþurkum. Höfundur er smíðakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynþáttafordómar Gunnar Dan Wiium Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þetta var athyglisvert örferðarlag. Ferðarlagið byrjar á því að ég fyrir tilviljun finn bók í ruslatunnu þar sem ég vinn. Nánar tiltekið í grunnskóla. Bókin sem um ræðir er bókin Tinni í Kongo. Þarna lá hún innan um ruslapoka eins og aðskotahlutur. Mín fyrstu viðbrögð voru hneykslun því ég vissi undir eins hvað bjó að baki. Það hafði einhver fundið þessa bók í einhverjum af húsakynnum skólans og ákveðið á rétttrúnaðar, pólitískan hátt að koma henni fyrir kattanef. Koma henni úr augsýn saklausra barna ef til vill. Þarna fór mótþróarröskun mín á fullt. Ég hugsaði eins og skot, þessir vinstri sinnuðu veganistar, ég urlast, má ekkert lengur!! Ég tek bókina upp úr ruslinu eins og ég sé að bjarga miklum menningarverðmætum. Fer með hana heim í öruggt skjól frá feministunum. Þar liggur hún í einhvern tíma þar til ég heyri að ný þýðing þessara bókar sé verið að taka niður úr hillum hér og þar. Enn hugsa ég, má ekkert eiginlega?!? Mér dettur svo í hug að kannski væri gott að lesa þessa blessuðu bók. Málið er nefnilega að það er tvennt sem stundum einkennir mína hegðun og mína raunveru. Númer eitt, ég á það til að bera með mér fullmótaða skoðun á einhverju áður en ég almennilega kynni mér til hlítar. Líklega er ástæðan einhver djúpur ótti við að hafa ekki stjórn á aðstæðum, þá stjórn meint að einfaldlega ekki vita. Númer tvö er sú staðreynd sem líklega er fylgifiskur þess ég lauk við að lýsa að ég upplifi oft að ég hafi rangt fyrir mér. Ég sem sagt ber með mér skoðun eða viðhorf í mislangan tíma sem svo ég kemst að við frekari rýni að voru ekki réttar heldur óígrundaðar. En aftur að því að mér dettur svo í hug að lesa þessa blessuðu bók sem mér finnst svo mikið um. Ég sest niður í stofunni eftir að konan mín og barn voru farin að sofa. Svona svolítið eins og ég væri að laumast með subbulegt klámblað í skjóli nætur. Bókin, sem er 62 blaðsíður af teiknimyndasögu var fljótlesin. Í grófum dráttum og í fyrstu bara frekar barnaleg og saklaus saga af Tinna og hundinum hans Tobba í háskalegri svaðilför til og um Kongo. Ástæða ferðarinnar er aldeilis óljós en allt bendir til að Tinni sé á leiðinni á ljónaveiðar. Hann lendir í klemmeríi við gangster sem reynist vera í vinnu fyrir Al Capone frá Chicago. Sá mega ganster hafði augastað á að arðræna gjöfular demantsnámur í Afríku, engar frettir þar. Til að gera langa sögu stutta þá lendir Tinni og Tobbi í miklum hremmingum við dýr og innfædda. Hann drepur talsvert af dýrum þó yfirleitt í sjálfvörn nema kannski apan sem hann drepur til að getað klæðst í feldinn sem dulargerfi í björgunarleiðangri síns ástkæra hundspots.Hann drepur heila hjörð af antilópum, ristir stóra kyrkislöngu á hol, fær apa til að skjóta stóran fíl milli augnana en sjálfur sagar hann tennurnar af. Svokölluð dýraníðs veisla. Í fyrstu virðist hann Tinni ekki koma fram á niðrandi hátt í garð frumbyggja sem eru kynntir sem einfaldir, barnslegir og latir. En ef betur er af gáð og rýnt er aðeins í söguna þá kemur í ljós nýlenduáróðurinn sem skín þarna í gegn. Hvíti maðurinn er teiknaður sem bjargvættur hinna heimsku frumbyggja. Hvíti maðurinn er kynntur sem sá sem kennir blökkumanninum einfalda stærðfræði, ásakar þá um leti og dugleysi. Það virðist á yfirborðinu ekki vera neinn rasismi í gangi en undir niðri er það greinilegt enda bókin skrifuð að ég held um 1930 á hátindi evrópskar nýlendukúgunar og fasisma. Ég hef myndað mér ígrundaða skoðun eftir lestur þessarar bókar. Skoðun mín er sú að bók sem þessi á alls ekki að enda í ruslinu eins og sú sem ég fann. Hana á að kynna fyrir börnum sem heimild. Kynna sem úrelt áróðursrit nýlendu ofbeldisafla. Það á benda á tíma alls ekki svo langt fyrir löngu og bera saman við hvar við erum stödd í dag svo hægt sé fyrir ungmennin að stilla sinn eigin kompás hvað varðar framtíðarsýn. Spyrja okkur hvar við vorum út frá heimildum. Hvar erum við í dag út frá reynslu og svo hvert við stefnum í ósk um betra og kærleiksríkara samfélag manna, óháð húðlit, trú og menningu. Svo þessa bók mun ég ekki fela frá barninu mínu heldur kynna ef áhugi er fyrir hendi og fyrir vikið skila þeirri skömm sem annars dafnar í þögn og myrkri. Þögn og myrkri sem annars þessi bók hefði endað í ef ég ekki hefði fyrir tilviljun fundið hana innan um poka fulla af óhreinum handþurkum. Höfundur er smíðakennari.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun