Hækkunin „óneitanlega sérstök“ miðað við ástandið á vinnumarkaði Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 10:11 Atvinnuleysi er komið yfir 10 prósent á landinu en launavísitala hækkar á sama tíma. Vísir/vilhelm Launavísitalan hækkaði um 0,7% milli september og október samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,1%, sem er mesta ársbreyting frá því í apríl 2018. Launaþróunin er ekki í takt við ástandið á vinnumarkaði, þar sem atvinnuleysi eykst enn. Upp er komin „algerlega ný staða í íslenskri hagsögu,“ að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans sem birt var í dag. Kaupmáttur eykst Fram kemur í Hagsjánni að „árshækkunartaktur launavísitölunnar“ hafi verið rúmlega 4% allan seinni hluta árs 2019 en vel ofan við 6% allt frá því í apríl síðastliðnum. „Þessi mikla hækkun launavísitölu er óneitanlega dálítið sérstök miðað við þann mikla slaka sem hefur verið á vinnumarkaði síðustu mánuði,“ segir í Hagsjánni. Hluti af hækkuninni sé líklega áhrif af hækkunum vegna nýgerðra kjarasamninga grunnskólakennara og hjúkrunarfræðinga. Þá er kaupmáttaraukning síðan í fyrra enn töluverð, eða 3%, og kaupmáttur launa áfram „mjög mikill í sögulegu samhengi þrátt fyrir aukna verðbólgu á síðustu mánuðum“. Þá hækkuðu laun á almenna markaðnum um 6% á tímabilinu ágúst 2019 til sama mánaðar 2020 og um 8% hjá hinu opinbera. Af starfsstéttum á almenna markaðnum hækkuðu laun verkafólks mest milli ágúst 2019 og 2020, um 7,8%. Laun skrifstofufólks hækkuðu næst mest, um 7,5%. Laun stjórnenda hækkuðu minnst á þessu tímabili, eða um 3,7%. Langvarandi sérstaða Íslendinga á undanhaldi Þá er bent á í Hagsjánni að atvinnuleysi sé enn að aukast og nú komið yfir 10%. Enn sé vinnumarkaðurinn þrunginn óvissu. „Þrátt fyrir jákvæðar fréttir af þróun bóluefnis er óvissan um atvinnustigið enn mikil og því miður líklegt að töluvert atvinnuleysi verði langvinnt. Þessi jákvæða launaþróun er því ekki beint í takt við slakan vinnumarkað. Laun munu hækka samkvæmt kjarasamningum í upphafi næsta árs og haldi verðlagsþróun áfram með svipuðum hætti má búast við áframhaldandi kaupmáttaraukningu,“ segir í Hagsjánni. „Þessi staða er algerlega ný í íslenskri hagsögu. Í kreppum til þessa hefur kaupmáttur launa yfirleitt lækkað verulega, en atvinnustigið haldið nokkuð vel. Þessar síðustu tvær kreppur eru sérstakar að því leyti að svo virðist sem sú langvarandi sérstaða okkar að ná að vernda atvinnustigið í kreppum sé á undanhaldi.“ Íslenskir bankar Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Launavísitalan hækkaði um 0,7% milli september og október samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,1%, sem er mesta ársbreyting frá því í apríl 2018. Launaþróunin er ekki í takt við ástandið á vinnumarkaði, þar sem atvinnuleysi eykst enn. Upp er komin „algerlega ný staða í íslenskri hagsögu,“ að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans sem birt var í dag. Kaupmáttur eykst Fram kemur í Hagsjánni að „árshækkunartaktur launavísitölunnar“ hafi verið rúmlega 4% allan seinni hluta árs 2019 en vel ofan við 6% allt frá því í apríl síðastliðnum. „Þessi mikla hækkun launavísitölu er óneitanlega dálítið sérstök miðað við þann mikla slaka sem hefur verið á vinnumarkaði síðustu mánuði,“ segir í Hagsjánni. Hluti af hækkuninni sé líklega áhrif af hækkunum vegna nýgerðra kjarasamninga grunnskólakennara og hjúkrunarfræðinga. Þá er kaupmáttaraukning síðan í fyrra enn töluverð, eða 3%, og kaupmáttur launa áfram „mjög mikill í sögulegu samhengi þrátt fyrir aukna verðbólgu á síðustu mánuðum“. Þá hækkuðu laun á almenna markaðnum um 6% á tímabilinu ágúst 2019 til sama mánaðar 2020 og um 8% hjá hinu opinbera. Af starfsstéttum á almenna markaðnum hækkuðu laun verkafólks mest milli ágúst 2019 og 2020, um 7,8%. Laun skrifstofufólks hækkuðu næst mest, um 7,5%. Laun stjórnenda hækkuðu minnst á þessu tímabili, eða um 3,7%. Langvarandi sérstaða Íslendinga á undanhaldi Þá er bent á í Hagsjánni að atvinnuleysi sé enn að aukast og nú komið yfir 10%. Enn sé vinnumarkaðurinn þrunginn óvissu. „Þrátt fyrir jákvæðar fréttir af þróun bóluefnis er óvissan um atvinnustigið enn mikil og því miður líklegt að töluvert atvinnuleysi verði langvinnt. Þessi jákvæða launaþróun er því ekki beint í takt við slakan vinnumarkað. Laun munu hækka samkvæmt kjarasamningum í upphafi næsta árs og haldi verðlagsþróun áfram með svipuðum hætti má búast við áframhaldandi kaupmáttaraukningu,“ segir í Hagsjánni. „Þessi staða er algerlega ný í íslenskri hagsögu. Í kreppum til þessa hefur kaupmáttur launa yfirleitt lækkað verulega, en atvinnustigið haldið nokkuð vel. Þessar síðustu tvær kreppur eru sérstakar að því leyti að svo virðist sem sú langvarandi sérstaða okkar að ná að vernda atvinnustigið í kreppum sé á undanhaldi.“
Íslenskir bankar Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira