Hækkunin „óneitanlega sérstök“ miðað við ástandið á vinnumarkaði Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 10:11 Atvinnuleysi er komið yfir 10 prósent á landinu en launavísitala hækkar á sama tíma. Vísir/vilhelm Launavísitalan hækkaði um 0,7% milli september og október samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,1%, sem er mesta ársbreyting frá því í apríl 2018. Launaþróunin er ekki í takt við ástandið á vinnumarkaði, þar sem atvinnuleysi eykst enn. Upp er komin „algerlega ný staða í íslenskri hagsögu,“ að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans sem birt var í dag. Kaupmáttur eykst Fram kemur í Hagsjánni að „árshækkunartaktur launavísitölunnar“ hafi verið rúmlega 4% allan seinni hluta árs 2019 en vel ofan við 6% allt frá því í apríl síðastliðnum. „Þessi mikla hækkun launavísitölu er óneitanlega dálítið sérstök miðað við þann mikla slaka sem hefur verið á vinnumarkaði síðustu mánuði,“ segir í Hagsjánni. Hluti af hækkuninni sé líklega áhrif af hækkunum vegna nýgerðra kjarasamninga grunnskólakennara og hjúkrunarfræðinga. Þá er kaupmáttaraukning síðan í fyrra enn töluverð, eða 3%, og kaupmáttur launa áfram „mjög mikill í sögulegu samhengi þrátt fyrir aukna verðbólgu á síðustu mánuðum“. Þá hækkuðu laun á almenna markaðnum um 6% á tímabilinu ágúst 2019 til sama mánaðar 2020 og um 8% hjá hinu opinbera. Af starfsstéttum á almenna markaðnum hækkuðu laun verkafólks mest milli ágúst 2019 og 2020, um 7,8%. Laun skrifstofufólks hækkuðu næst mest, um 7,5%. Laun stjórnenda hækkuðu minnst á þessu tímabili, eða um 3,7%. Langvarandi sérstaða Íslendinga á undanhaldi Þá er bent á í Hagsjánni að atvinnuleysi sé enn að aukast og nú komið yfir 10%. Enn sé vinnumarkaðurinn þrunginn óvissu. „Þrátt fyrir jákvæðar fréttir af þróun bóluefnis er óvissan um atvinnustigið enn mikil og því miður líklegt að töluvert atvinnuleysi verði langvinnt. Þessi jákvæða launaþróun er því ekki beint í takt við slakan vinnumarkað. Laun munu hækka samkvæmt kjarasamningum í upphafi næsta árs og haldi verðlagsþróun áfram með svipuðum hætti má búast við áframhaldandi kaupmáttaraukningu,“ segir í Hagsjánni. „Þessi staða er algerlega ný í íslenskri hagsögu. Í kreppum til þessa hefur kaupmáttur launa yfirleitt lækkað verulega, en atvinnustigið haldið nokkuð vel. Þessar síðustu tvær kreppur eru sérstakar að því leyti að svo virðist sem sú langvarandi sérstaða okkar að ná að vernda atvinnustigið í kreppum sé á undanhaldi.“ Íslenskir bankar Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Launavísitalan hækkaði um 0,7% milli september og október samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,1%, sem er mesta ársbreyting frá því í apríl 2018. Launaþróunin er ekki í takt við ástandið á vinnumarkaði, þar sem atvinnuleysi eykst enn. Upp er komin „algerlega ný staða í íslenskri hagsögu,“ að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans sem birt var í dag. Kaupmáttur eykst Fram kemur í Hagsjánni að „árshækkunartaktur launavísitölunnar“ hafi verið rúmlega 4% allan seinni hluta árs 2019 en vel ofan við 6% allt frá því í apríl síðastliðnum. „Þessi mikla hækkun launavísitölu er óneitanlega dálítið sérstök miðað við þann mikla slaka sem hefur verið á vinnumarkaði síðustu mánuði,“ segir í Hagsjánni. Hluti af hækkuninni sé líklega áhrif af hækkunum vegna nýgerðra kjarasamninga grunnskólakennara og hjúkrunarfræðinga. Þá er kaupmáttaraukning síðan í fyrra enn töluverð, eða 3%, og kaupmáttur launa áfram „mjög mikill í sögulegu samhengi þrátt fyrir aukna verðbólgu á síðustu mánuðum“. Þá hækkuðu laun á almenna markaðnum um 6% á tímabilinu ágúst 2019 til sama mánaðar 2020 og um 8% hjá hinu opinbera. Af starfsstéttum á almenna markaðnum hækkuðu laun verkafólks mest milli ágúst 2019 og 2020, um 7,8%. Laun skrifstofufólks hækkuðu næst mest, um 7,5%. Laun stjórnenda hækkuðu minnst á þessu tímabili, eða um 3,7%. Langvarandi sérstaða Íslendinga á undanhaldi Þá er bent á í Hagsjánni að atvinnuleysi sé enn að aukast og nú komið yfir 10%. Enn sé vinnumarkaðurinn þrunginn óvissu. „Þrátt fyrir jákvæðar fréttir af þróun bóluefnis er óvissan um atvinnustigið enn mikil og því miður líklegt að töluvert atvinnuleysi verði langvinnt. Þessi jákvæða launaþróun er því ekki beint í takt við slakan vinnumarkað. Laun munu hækka samkvæmt kjarasamningum í upphafi næsta árs og haldi verðlagsþróun áfram með svipuðum hætti má búast við áframhaldandi kaupmáttaraukningu,“ segir í Hagsjánni. „Þessi staða er algerlega ný í íslenskri hagsögu. Í kreppum til þessa hefur kaupmáttur launa yfirleitt lækkað verulega, en atvinnustigið haldið nokkuð vel. Þessar síðustu tvær kreppur eru sérstakar að því leyti að svo virðist sem sú langvarandi sérstaða okkar að ná að vernda atvinnustigið í kreppum sé á undanhaldi.“
Íslenskir bankar Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira