Lyfta fólki upp með bestu plötusnúðum landsins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 11:31 Sóley Kristjánsdóttir er með vinsælustu plötusnúðum landsins. Hún hefur nú farið af stað með skemmtilegt verkefni fyrir Kraft, stuðningsfélag fyir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Aðsend mynd Stuðningsfélagið Kraftur hefur sett í loftið eigin Spotify rás þar sem helstu plötusnúðar landsins munu verða með eigin lagalista. Verkefninu er ætlað að lyfta fólki upp í þessum heimsfaraldri. Sóley Kristjánsdóttir, betur þekkt sem DJ Sóley, kom með þessa hugmynd en hún er sjálf búin að sigrast á krabbameini og er félagsmaður í Krafti. „Mér datt þetta bara í hug því margir eru alltaf að hlusta á það sama og maður hefur stundum lítið hugmyndaflug. Ég ákvað að tala við nokkra góða plötusnúða um að deila tónlist með félagsmönnum okkar og öðrum því það er til svo mikið af góðri tónlist en stundum veit fólk bara ekki af henni. Tónlist er svo mögnuð. Hún getur algjörlega bjargað deginum, hún lyftir andanum og getur breytt rigningu í sól sem við þurfum svo sannarlega á að halda,“ segir Sóley. Nú þegar eru komnir fjórir lagalistar á Kraftur_cancer Spotify rásina þeirra. Ásamt DJ Sóley hafa sett Dóra Júlía og MamaGunz deilt lagalistum sínum með Krafti. Listunum mun fjölga og verða þeir allir með mismunandi þemu og tónlist, allt eftir stíl plötusnúðsins. Kraftur Hóf plötusnúðaferilinn á X977 „Ég hafði bara samband við nokkra plötusnúða fyrst um sinn. Ég vissi að Mama Gunz ætti magnaðan suðrænan lista með kúbverskri og suðrænni tónlist. Dóra Júlía er náttúrulega algjör stuðpinni og hún er með tvo lista Groove og Diskó stuð,“ segir Sóley. Gullfoss og geysir hafa einnig sett inn lista sem og Dj Yamaho. Svo er væntanlegur listi frá DJ Margeiri. Sóley hefur gert rólegan lista sem hún kallar Kósý heima ásamt jólalagalista og listanum Púðursykur. Kraftur „Ég lét fyrsta listann heita Púðursykur því ég var með hip-hop og RB tónlistarþátt á X-inu árið 1997 og byrjaði í raun þá ferilinn minn sem plötusnúður svo mér fannst snilld að kalla hann því nafni.“ Listana má finna á Spotify rásinni Kraftur cancer. Fokk ég er með krabbamein Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Stuðningsfélagið Kraftur hefur sett í loftið eigin Spotify rás þar sem helstu plötusnúðar landsins munu verða með eigin lagalista. Verkefninu er ætlað að lyfta fólki upp í þessum heimsfaraldri. Sóley Kristjánsdóttir, betur þekkt sem DJ Sóley, kom með þessa hugmynd en hún er sjálf búin að sigrast á krabbameini og er félagsmaður í Krafti. „Mér datt þetta bara í hug því margir eru alltaf að hlusta á það sama og maður hefur stundum lítið hugmyndaflug. Ég ákvað að tala við nokkra góða plötusnúða um að deila tónlist með félagsmönnum okkar og öðrum því það er til svo mikið af góðri tónlist en stundum veit fólk bara ekki af henni. Tónlist er svo mögnuð. Hún getur algjörlega bjargað deginum, hún lyftir andanum og getur breytt rigningu í sól sem við þurfum svo sannarlega á að halda,“ segir Sóley. Nú þegar eru komnir fjórir lagalistar á Kraftur_cancer Spotify rásina þeirra. Ásamt DJ Sóley hafa sett Dóra Júlía og MamaGunz deilt lagalistum sínum með Krafti. Listunum mun fjölga og verða þeir allir með mismunandi þemu og tónlist, allt eftir stíl plötusnúðsins. Kraftur Hóf plötusnúðaferilinn á X977 „Ég hafði bara samband við nokkra plötusnúða fyrst um sinn. Ég vissi að Mama Gunz ætti magnaðan suðrænan lista með kúbverskri og suðrænni tónlist. Dóra Júlía er náttúrulega algjör stuðpinni og hún er með tvo lista Groove og Diskó stuð,“ segir Sóley. Gullfoss og geysir hafa einnig sett inn lista sem og Dj Yamaho. Svo er væntanlegur listi frá DJ Margeiri. Sóley hefur gert rólegan lista sem hún kallar Kósý heima ásamt jólalagalista og listanum Púðursykur. Kraftur „Ég lét fyrsta listann heita Púðursykur því ég var með hip-hop og RB tónlistarþátt á X-inu árið 1997 og byrjaði í raun þá ferilinn minn sem plötusnúður svo mér fannst snilld að kalla hann því nafni.“ Listana má finna á Spotify rásinni Kraftur cancer.
Fokk ég er með krabbamein Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira