Töldu sig hafa lagt hald á metmagn ketamíns Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2020 10:27 Lögregluþjónar töldu sig hafa lagt hald á 11,5 tonn af ketamíni. Svo reyndist ekki. Vísir/ONCB Fyrr í þessum mánuði sendu yfirvöld í Taílandi frá sér yfirlýsingu um að metmagn lyfsins ketamín hefði fundist og að lögregla hefði lagt hald á það. Ketamínið var verðmetið á um milljarð dala, eða um 135 milljarða króna. Nú virðist þó sem ekki hafi verið um ketamín að ræða. Somsak Thepsuthin, dómsmálaráðherra, sagði frá þessu í morgun. Hann sagði lögregluþjóna nota efni sem verður fjólublátt í snertingu við ketamín til að finna lyfið. Nú hefur komið í ljós að efnið verður einnig fjólublátt þegar það kemst í snertingu við trísódíum fosfat, sem er efni sem notað er i framleiðslu matvæla og hreinsiefna, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. „Þetta var misskilningur sem við þurfum að sætta okkur við. Þetta voru ekki mistök. Þetta er ný þekking,“ sagði Thepsuthin. Efnin fundust og voru haldlögð þann 12. nóvember. Þegar fundurinn var tilkynntur sögðu yfirvöld í Taílandi að smyglið vísaði til alþjóðlegrar glæpastarfsemi. Efnin voru flutt í báti og voru í 475 pokum og alls 11,5 tonn að þyngd. Búið er að greina efni í 66 pokum og hefur ekkert ketamín fundist. Í frétt Vice frá því þegar efnin voru haldlögð segir að vitað sé að umfangsmikið framleiðsla á metamfetamíni á sér stað í Suðaustur-Asíu og að frá árinu 2015 hafi lögregluembætti á svæðinu verið að leggja meira og meira hald á ketamín. Hér má sjá færslu frá undirstofnun dómsmálaráðuneytis Taílands, ONCB, þar sem farið er með málefni fíkniefna þar í landi, um fund efnanna fyrr í mánuðinum. . . . 11.5 12 2563 ...Posted by on Thursday, 12 November 2020 Taíland Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði sendu yfirvöld í Taílandi frá sér yfirlýsingu um að metmagn lyfsins ketamín hefði fundist og að lögregla hefði lagt hald á það. Ketamínið var verðmetið á um milljarð dala, eða um 135 milljarða króna. Nú virðist þó sem ekki hafi verið um ketamín að ræða. Somsak Thepsuthin, dómsmálaráðherra, sagði frá þessu í morgun. Hann sagði lögregluþjóna nota efni sem verður fjólublátt í snertingu við ketamín til að finna lyfið. Nú hefur komið í ljós að efnið verður einnig fjólublátt þegar það kemst í snertingu við trísódíum fosfat, sem er efni sem notað er i framleiðslu matvæla og hreinsiefna, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. „Þetta var misskilningur sem við þurfum að sætta okkur við. Þetta voru ekki mistök. Þetta er ný þekking,“ sagði Thepsuthin. Efnin fundust og voru haldlögð þann 12. nóvember. Þegar fundurinn var tilkynntur sögðu yfirvöld í Taílandi að smyglið vísaði til alþjóðlegrar glæpastarfsemi. Efnin voru flutt í báti og voru í 475 pokum og alls 11,5 tonn að þyngd. Búið er að greina efni í 66 pokum og hefur ekkert ketamín fundist. Í frétt Vice frá því þegar efnin voru haldlögð segir að vitað sé að umfangsmikið framleiðsla á metamfetamíni á sér stað í Suðaustur-Asíu og að frá árinu 2015 hafi lögregluembætti á svæðinu verið að leggja meira og meira hald á ketamín. Hér má sjá færslu frá undirstofnun dómsmálaráðuneytis Taílands, ONCB, þar sem farið er með málefni fíkniefna þar í landi, um fund efnanna fyrr í mánuðinum. . . . 11.5 12 2563 ...Posted by on Thursday, 12 November 2020
Taíland Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira