Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2020 21:49 John Kerry og Joe Biden munu vinna saman. Getty/WIn McNamee John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla sætin í væntanlegri ríkistjórn hans. Kerry, sem var frambjóðandi Demókrata í forsetakosningunum árið 2004, mun fá það hlutverk að hafa yfirumsjón með vinnu Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, þegar Biden og ríkisstjórn hans tekur við af Donald Trump, sitjandi forseta, í janúar á næsta ári. Utanríkisráðherrann fyrrverandi mun einnig verða fyrsti embættismaðurinn sem mun sitja í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna með það hlutverk að sinna loftslagsmálum á vettvangi ráðsins. Segir Kerry það vera til marks um að Biden muni tækla loftslagsmál og áhrif hlýnunar jarðar sem þjóðaröryggismál. America will soon have a government that treats the climate crisis as the urgent national security threat it is. I'm proud to partner with the President-elect, our allies, and the young leaders of the climate movement to take on this crisis as the President's Climate Envoy.— John Kerry (@JohnKerry) November 23, 2020 Biden og teymi hans hafa að undanförnu unnið að því að finna kandídata í ráðherrastöður í ríkistjórn Bidens. Antony Blinken hefur verið tilnefndur til embættis utanríkisráðherra, en hann hefur verið náinn samverkamaður og ráðgjafi Bidens þegar kemur að utanríkismálum undanfarin ár. Hann var aðstoðarutanríkisráðherra í stjórnartíð Obama. Öldungardeild Bandaríkjanna þarf að samþykkja útnefningu Kerry og Blinkens. Avril Haines, fyrrverandi varaforstjóri CIA mun verða yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, Alejandro Mayorkas verðir heimavarnarráðherra og Jake Sullivan verður þjóðaröryggisráðgjafi. Today, I’m announcing the first members of my national security and foreign policy team. They will rally the world to take on our challenges like no other—challenges that no one nation can face alone.It’s time to restore American leadership. I trust this group to do just that. pic.twitter.com/uKE5JG45Ts— Joe Biden (@JoeBiden) November 23, 2020 Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum. 23. nóvember 2020 14:22 Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47 Biden tilkynnir ráðherraefni á þriðjudag Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna mun tilkynna fyrstu ráðherrana sem sitja munu í ríkisstjórn hans á þriðjudag. Þá hefur hann hafið undirbúning á lágstemmdri athöfn þegar hann verður settur í embætti vegna kórónuveirufaraldursins. 22. nóvember 2020 23:30 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla sætin í væntanlegri ríkistjórn hans. Kerry, sem var frambjóðandi Demókrata í forsetakosningunum árið 2004, mun fá það hlutverk að hafa yfirumsjón með vinnu Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, þegar Biden og ríkisstjórn hans tekur við af Donald Trump, sitjandi forseta, í janúar á næsta ári. Utanríkisráðherrann fyrrverandi mun einnig verða fyrsti embættismaðurinn sem mun sitja í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna með það hlutverk að sinna loftslagsmálum á vettvangi ráðsins. Segir Kerry það vera til marks um að Biden muni tækla loftslagsmál og áhrif hlýnunar jarðar sem þjóðaröryggismál. America will soon have a government that treats the climate crisis as the urgent national security threat it is. I'm proud to partner with the President-elect, our allies, and the young leaders of the climate movement to take on this crisis as the President's Climate Envoy.— John Kerry (@JohnKerry) November 23, 2020 Biden og teymi hans hafa að undanförnu unnið að því að finna kandídata í ráðherrastöður í ríkistjórn Bidens. Antony Blinken hefur verið tilnefndur til embættis utanríkisráðherra, en hann hefur verið náinn samverkamaður og ráðgjafi Bidens þegar kemur að utanríkismálum undanfarin ár. Hann var aðstoðarutanríkisráðherra í stjórnartíð Obama. Öldungardeild Bandaríkjanna þarf að samþykkja útnefningu Kerry og Blinkens. Avril Haines, fyrrverandi varaforstjóri CIA mun verða yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, Alejandro Mayorkas verðir heimavarnarráðherra og Jake Sullivan verður þjóðaröryggisráðgjafi. Today, I’m announcing the first members of my national security and foreign policy team. They will rally the world to take on our challenges like no other—challenges that no one nation can face alone.It’s time to restore American leadership. I trust this group to do just that. pic.twitter.com/uKE5JG45Ts— Joe Biden (@JoeBiden) November 23, 2020
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum. 23. nóvember 2020 14:22 Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47 Biden tilkynnir ráðherraefni á þriðjudag Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna mun tilkynna fyrstu ráðherrana sem sitja munu í ríkisstjórn hans á þriðjudag. Þá hefur hann hafið undirbúning á lágstemmdri athöfn þegar hann verður settur í embætti vegna kórónuveirufaraldursins. 22. nóvember 2020 23:30 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum. 23. nóvember 2020 14:22
Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47
Biden tilkynnir ráðherraefni á þriðjudag Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna mun tilkynna fyrstu ráðherrana sem sitja munu í ríkisstjórn hans á þriðjudag. Þá hefur hann hafið undirbúning á lágstemmdri athöfn þegar hann verður settur í embætti vegna kórónuveirufaraldursins. 22. nóvember 2020 23:30
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent