Margir skipverjanna enn óvinnufærir eftir hópsýkinguna Vésteinn Örn Pétursson og Birgir Olgeirsson skrifa 23. nóvember 2020 19:48 Jónas Þór Jónasson lögmaður stéttarfélaga skipverjanna. Vísir Margir skipverjanna á Júlíusi Geirmundssyni eru enn óvinnufærir eftir að hafa veikst af kórónuveirunni um borð fyrr í vetur. Sjópróf voru við Héraðsdóm Vestfjarða á Ísafirði í dag vegna málsins. Skipverjar sögðust þar ekki hafa verið neyddir til að vinna á meðan þeir voru veikir. Þeir hafi hins vegar ekki haft samvisku í að liggja lengi í koju á meðan vaktin var undirmönnuð. Lögmaður stéttarfélaga sjómannanna sem fóru fram á sjópróf segir að færa þurfi vinnumenningu á skipum og viðhorf til sjómanna á annan stall. „Þetta er mórall sem er búinn að vera um borð í íslenskum fiskiskipum um áratugaskeið. Menn vita það, eins og kom fram í sjóprófunum í dag, að ef þú hlýðir ekki fyrirmælum eða ferð inn í koju veikur eða vinnur ekki þína vinnu, þá eru miklar líkur á því að þú missir plássið,“ segir Jónas Þór Jónasson, lögmaður stéttarfélaganna. Hann segir þá liggja ljóst fyrir að sjómennirnir hafi veikst mismikið en það segi þó ekki alla söguna. Sumir sjómannanna glími enn við eftirköst þess að hafa sýkst af kórónuveirunni. Sumir séu enn óvinnufærir og kunni að hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni. Við sýnatöku reyndust 22 af 25 skipverjum Júlíusar Geirmundssonar smitaðir af kórónuveirunni eða með mótefni við henni.Vísir/Hafþór „Við megum ekki leyfa okkur að tala um þetta á óviðurkvæmilegan hátt eða af einhverju léttúð. Við þurfum að taka þetta mjög alvarlega og vonandi verður þetta mál til þess að við getum komið þessum málum, varðandi kúltúr og framkomu gagnvart skipverjum á íslenskum fiskiskipum á annan stall. Fulltrúar Hraðfrystihússins Gunnvarar, útgerðarinnar sem gerir út Júlíus Geirmundsson, hafa ekki viljað tjá sig um málið við fréttastofu, þar sem það er einnig til rannsóknar hjá lögreglu. Þar hefur skipstjóri skipsins stöðu sakbornings. Lögreglan á Vestfjörðum hefur gefið út að rannsókn málsins sé á lokastigi og að innan tíðar komi í ljós hvort lengra verði farið með málið. Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki má segja frá vitnisburði skipverja fyrr en í lok dags Sjópróf stendur nú yfir í Héraðsdómi Vestfjarða þar sem á annan tug skipverja ár á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni gefa skýrslu. 23. nóvember 2020 12:26 Sextán skipverjar gefa skýrslu um hópsmitið í sjóprófinu Sjópróf vegna hópsmits kórónuveiru sem kom upp um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefst í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Sextán skipverjar gefa skýrslu í sjóprófinu en skipstjórinn ætlar ekki að taka þátt. 18. nóvember 2020 14:37 Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Margir skipverjanna á Júlíusi Geirmundssyni eru enn óvinnufærir eftir að hafa veikst af kórónuveirunni um borð fyrr í vetur. Sjópróf voru við Héraðsdóm Vestfjarða á Ísafirði í dag vegna málsins. Skipverjar sögðust þar ekki hafa verið neyddir til að vinna á meðan þeir voru veikir. Þeir hafi hins vegar ekki haft samvisku í að liggja lengi í koju á meðan vaktin var undirmönnuð. Lögmaður stéttarfélaga sjómannanna sem fóru fram á sjópróf segir að færa þurfi vinnumenningu á skipum og viðhorf til sjómanna á annan stall. „Þetta er mórall sem er búinn að vera um borð í íslenskum fiskiskipum um áratugaskeið. Menn vita það, eins og kom fram í sjóprófunum í dag, að ef þú hlýðir ekki fyrirmælum eða ferð inn í koju veikur eða vinnur ekki þína vinnu, þá eru miklar líkur á því að þú missir plássið,“ segir Jónas Þór Jónasson, lögmaður stéttarfélaganna. Hann segir þá liggja ljóst fyrir að sjómennirnir hafi veikst mismikið en það segi þó ekki alla söguna. Sumir sjómannanna glími enn við eftirköst þess að hafa sýkst af kórónuveirunni. Sumir séu enn óvinnufærir og kunni að hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni. Við sýnatöku reyndust 22 af 25 skipverjum Júlíusar Geirmundssonar smitaðir af kórónuveirunni eða með mótefni við henni.Vísir/Hafþór „Við megum ekki leyfa okkur að tala um þetta á óviðurkvæmilegan hátt eða af einhverju léttúð. Við þurfum að taka þetta mjög alvarlega og vonandi verður þetta mál til þess að við getum komið þessum málum, varðandi kúltúr og framkomu gagnvart skipverjum á íslenskum fiskiskipum á annan stall. Fulltrúar Hraðfrystihússins Gunnvarar, útgerðarinnar sem gerir út Júlíus Geirmundsson, hafa ekki viljað tjá sig um málið við fréttastofu, þar sem það er einnig til rannsóknar hjá lögreglu. Þar hefur skipstjóri skipsins stöðu sakbornings. Lögreglan á Vestfjörðum hefur gefið út að rannsókn málsins sé á lokastigi og að innan tíðar komi í ljós hvort lengra verði farið með málið.
Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki má segja frá vitnisburði skipverja fyrr en í lok dags Sjópróf stendur nú yfir í Héraðsdómi Vestfjarða þar sem á annan tug skipverja ár á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni gefa skýrslu. 23. nóvember 2020 12:26 Sextán skipverjar gefa skýrslu um hópsmitið í sjóprófinu Sjópróf vegna hópsmits kórónuveiru sem kom upp um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefst í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Sextán skipverjar gefa skýrslu í sjóprófinu en skipstjórinn ætlar ekki að taka þátt. 18. nóvember 2020 14:37 Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ekki má segja frá vitnisburði skipverja fyrr en í lok dags Sjópróf stendur nú yfir í Héraðsdómi Vestfjarða þar sem á annan tug skipverja ár á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni gefa skýrslu. 23. nóvember 2020 12:26
Sextán skipverjar gefa skýrslu um hópsmitið í sjóprófinu Sjópróf vegna hópsmits kórónuveiru sem kom upp um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefst í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Sextán skipverjar gefa skýrslu í sjóprófinu en skipstjórinn ætlar ekki að taka þátt. 18. nóvember 2020 14:37
Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01