Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2020 14:31 Horft til norðurs. Hjörleifshöfði er í forgrunni, en Hafursey er fjær, næst Kötlujökli. Þórir Níels Kjartansson Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Samningar hafa verið undirritaðir og mun vera kominn í þinglýsingu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. Hjörleifshöfði var auglýstur til sölu í ágúst 2016 og verið á sölu síðan. Um er að ræða 11.500 hektara jörð og var talað um verðhugmynd á bilinu 500-1000 milljónir króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var söluverðið nær neðri mörkum verðbilsins. Systkini sem seldu Innan jarðarinnar eru Hjörleifshöfði og Hafursey. Landið nær frá Kötlujökli í norðri að sjó að sunnan og er að mestu sandar. Þjóðvegur eitt liggur í gegn um jörðina. Þórir Níels Kjartansson var eigandi jarðarinnar ásamt systkinum sínum Áslaugu og Höllu. Fram kom í Morgunblaðinu fyrir tveimur árum að jörðin hefði verið í eigu fjölskyldunnar allt frá 1840 þegar langafi þeirra, Loftur Guðmundsson, keypti jörðina. Markús, sonur Lofts, varð vitni að eldgosinu í Kötlu 1860 og sonur hans, Kjartan Leifur, bjó í Höfðanum 1918 þegar Katla gaus síðast. Búskapur lagðist endanlega af í Höfðanum 1936. Þórir sagði í viðtali við fréttastofu árið 2016 að Hjörleifur Hróðmarsson, sem Hjörleifshöfði er kenndur við, hefði verið fyrsti landnámsmaðurinn og þar með Hjörleifshöfði fyrsti landnámsbærinn. Hann hafi verið búinn að byggja sinn bæ með Ingólfur Arnarson var enn að leita að öndvegissúlunum. Fréttina má sjá að neðan. Þórir tjáði Fréttablaðinu í september 2016 að landeigendur hefðu reynt að selja íslenska ríkinu jörðina en án árangurs. Aldrei hefðu verðhugmyndir borið á góma í samtali við stjórnvöld. Fleiri jarðir í eigu erlendra aðila „Ég tel að ríkið ætti að stefna að því að eignast svona sérstakar lendur þegar þær eru til sölu. Ég er búinn að vera í viðræðum við ráðherra þriggja ríkisstjórna og það kom ekkert út úr þeim. Þannig að við gáfumst upp á þessu og prófuðum að setja þetta á sölu,“ sagði Þórir. Nú fjórum árum síðar er jörðin seld. Fleiri jarðir á svæðinu eru í eigu erlendra aðila. Erlendir fjárfestar keyptu stærstan hlut í Hótel Kötlu árið 2018 en jörðin sem er um 4700 hektarar nær yfir hluta Mýrdalssands. Svisslendingurinn Rudolf Walter Lamprecht á sömuleiðis jarðir, hús og veiðiréttindi í Mýrdalshreppi. Fram kom í Morgunblaðinu árið 2018 að nýir eigendur fengu með kaupum á Hótel Kötlu aðgang að Kerlingardalsá og Vatnsá í gegnum félag þar sem Lamprecht væri með meirihluta. Mýrdalshreppur Jarðakaup útlendinga Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Sjá meira
Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Samningar hafa verið undirritaðir og mun vera kominn í þinglýsingu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. Hjörleifshöfði var auglýstur til sölu í ágúst 2016 og verið á sölu síðan. Um er að ræða 11.500 hektara jörð og var talað um verðhugmynd á bilinu 500-1000 milljónir króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var söluverðið nær neðri mörkum verðbilsins. Systkini sem seldu Innan jarðarinnar eru Hjörleifshöfði og Hafursey. Landið nær frá Kötlujökli í norðri að sjó að sunnan og er að mestu sandar. Þjóðvegur eitt liggur í gegn um jörðina. Þórir Níels Kjartansson var eigandi jarðarinnar ásamt systkinum sínum Áslaugu og Höllu. Fram kom í Morgunblaðinu fyrir tveimur árum að jörðin hefði verið í eigu fjölskyldunnar allt frá 1840 þegar langafi þeirra, Loftur Guðmundsson, keypti jörðina. Markús, sonur Lofts, varð vitni að eldgosinu í Kötlu 1860 og sonur hans, Kjartan Leifur, bjó í Höfðanum 1918 þegar Katla gaus síðast. Búskapur lagðist endanlega af í Höfðanum 1936. Þórir sagði í viðtali við fréttastofu árið 2016 að Hjörleifur Hróðmarsson, sem Hjörleifshöfði er kenndur við, hefði verið fyrsti landnámsmaðurinn og þar með Hjörleifshöfði fyrsti landnámsbærinn. Hann hafi verið búinn að byggja sinn bæ með Ingólfur Arnarson var enn að leita að öndvegissúlunum. Fréttina má sjá að neðan. Þórir tjáði Fréttablaðinu í september 2016 að landeigendur hefðu reynt að selja íslenska ríkinu jörðina en án árangurs. Aldrei hefðu verðhugmyndir borið á góma í samtali við stjórnvöld. Fleiri jarðir í eigu erlendra aðila „Ég tel að ríkið ætti að stefna að því að eignast svona sérstakar lendur þegar þær eru til sölu. Ég er búinn að vera í viðræðum við ráðherra þriggja ríkisstjórna og það kom ekkert út úr þeim. Þannig að við gáfumst upp á þessu og prófuðum að setja þetta á sölu,“ sagði Þórir. Nú fjórum árum síðar er jörðin seld. Fleiri jarðir á svæðinu eru í eigu erlendra aðila. Erlendir fjárfestar keyptu stærstan hlut í Hótel Kötlu árið 2018 en jörðin sem er um 4700 hektarar nær yfir hluta Mýrdalssands. Svisslendingurinn Rudolf Walter Lamprecht á sömuleiðis jarðir, hús og veiðiréttindi í Mýrdalshreppi. Fram kom í Morgunblaðinu árið 2018 að nýir eigendur fengu með kaupum á Hótel Kötlu aðgang að Kerlingardalsá og Vatnsá í gegnum félag þar sem Lamprecht væri með meirihluta.
Mýrdalshreppur Jarðakaup útlendinga Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Sjá meira