Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2020 14:50 Starfsmenn kjörstjórnar í Milwaukee handtelja atkvæði í endurtalningu sem framboð Trump fór fram á. Á móti þeim sitja eftirlitsmenn sem fylgjast með talningunni. Fulltrúar Trump eru sagðir hafa hægt mjög á talningunni með aragrúa athugasemda og spurninga. AP/Nam Y. Huh Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. Joe Biden, frambjóðandi demókrata, fékk um 20.600 fleiri atkvæði en Trump í Wisconsin sem var eitt af lykilríkjunum sem tryggðu Biden sigur í forsetakosningunum 3. nóvember. Trump og bandamenn hans hafa neitað að viðurkenna ósigur með vísan til stoðlausra ásakana um stórfelld kosningasvik. Að kröfu framboðs Trump var ráðist í að telja atkvæði í Milwaukee- og Dane-sýslum í Wisconsin aftur. Báðar sýslur eru sterk vígi Demókrataflokksins og fór framboðið ekki fram á endurtalningu í öðrum sýslum. Engin fordæmi eru fyrir að endurtalning breyti svo afgerandi kosningaúrslitum, að sögn AP-fréttastofunnar. Framboðið vill láta ógilda tugi þúsunda utankjörfundaratkvæða af ýmsum ástæðum. Gera athugasemdir við hvert einasta atkvæði Endurtalningin hefur dregist á langinn og er langt á eftir áætlun vegna fjölda kvartana sem berast frá repúblikönum. George Christenson, starfsmaður Milwaukee-sýslu, sgeir að margir eftirlitsmenn Trump brjóti reglur með því að trufla starfsmenn kjörstjórnar sem telja atkvæðin stanslaust með spurningum og athugasemdum. „Það er óásættanlegt,“ segir Christenson sem telur ljóst að margir eftirlitsmennina viti greinilega ekki hvað þeir eru að gera. Tim Posnanski, yfirmaður kjörstjórnar, segir að svo virðist sem að tveir fulltrúar framboðsins séu sums staðar við einn starfsmann sem telur atkvæði í trássi við reglur um að aðeins einn eftirlitsmaður geri það. Einhverjir eftirlitsmenn Trump hafi haldi því fram að þeir væru óháðir eftirlitsmenn. Í einhverjum tilfellum hafa eftirlitsmennirnir gert athugasemdir við hvert einasta atkvæði sem er talið upp úr poka vegna þess að þau voru brotin saman. Posnanski sakar framboð Trump um að koma ekki fram í góðri trú. Því hafnar Joe Voiland, lögmaður fyrir hönd framboðsins. Hann vilji draga úr spennu á milli framboðsins og kjörstjórna. Fréttir hafa borist af því að lögreglufulltrúar hafi leidd að minnsta kosti einn eftirlitsmann Trump út úr byggingu þar sem atkvæði eru talin eftir að hann ýtti starfsmanni kjörstjórnar sem hafði tekið kápu hans af stól talningarmanns. Öðrum eftirlitsmanni var vísað af staðnum á föstudaginn fyrir að nota ekki grímu á réttan hátt eins og krafist er á talningarstað. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Tilraunir Trump til að breyta úrslitum stranda á Georgíu og Michigan Langsóttar tilraunir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði urðu fyrir enn einum áföllunum í gær. 21. nóvember 2020 09:38 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. Joe Biden, frambjóðandi demókrata, fékk um 20.600 fleiri atkvæði en Trump í Wisconsin sem var eitt af lykilríkjunum sem tryggðu Biden sigur í forsetakosningunum 3. nóvember. Trump og bandamenn hans hafa neitað að viðurkenna ósigur með vísan til stoðlausra ásakana um stórfelld kosningasvik. Að kröfu framboðs Trump var ráðist í að telja atkvæði í Milwaukee- og Dane-sýslum í Wisconsin aftur. Báðar sýslur eru sterk vígi Demókrataflokksins og fór framboðið ekki fram á endurtalningu í öðrum sýslum. Engin fordæmi eru fyrir að endurtalning breyti svo afgerandi kosningaúrslitum, að sögn AP-fréttastofunnar. Framboðið vill láta ógilda tugi þúsunda utankjörfundaratkvæða af ýmsum ástæðum. Gera athugasemdir við hvert einasta atkvæði Endurtalningin hefur dregist á langinn og er langt á eftir áætlun vegna fjölda kvartana sem berast frá repúblikönum. George Christenson, starfsmaður Milwaukee-sýslu, sgeir að margir eftirlitsmenn Trump brjóti reglur með því að trufla starfsmenn kjörstjórnar sem telja atkvæðin stanslaust með spurningum og athugasemdum. „Það er óásættanlegt,“ segir Christenson sem telur ljóst að margir eftirlitsmennina viti greinilega ekki hvað þeir eru að gera. Tim Posnanski, yfirmaður kjörstjórnar, segir að svo virðist sem að tveir fulltrúar framboðsins séu sums staðar við einn starfsmann sem telur atkvæði í trássi við reglur um að aðeins einn eftirlitsmaður geri það. Einhverjir eftirlitsmenn Trump hafi haldi því fram að þeir væru óháðir eftirlitsmenn. Í einhverjum tilfellum hafa eftirlitsmennirnir gert athugasemdir við hvert einasta atkvæði sem er talið upp úr poka vegna þess að þau voru brotin saman. Posnanski sakar framboð Trump um að koma ekki fram í góðri trú. Því hafnar Joe Voiland, lögmaður fyrir hönd framboðsins. Hann vilji draga úr spennu á milli framboðsins og kjörstjórna. Fréttir hafa borist af því að lögreglufulltrúar hafi leidd að minnsta kosti einn eftirlitsmann Trump út úr byggingu þar sem atkvæði eru talin eftir að hann ýtti starfsmanni kjörstjórnar sem hafði tekið kápu hans af stól talningarmanns. Öðrum eftirlitsmanni var vísað af staðnum á föstudaginn fyrir að nota ekki grímu á réttan hátt eins og krafist er á talningarstað.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Tilraunir Trump til að breyta úrslitum stranda á Georgíu og Michigan Langsóttar tilraunir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði urðu fyrir enn einum áföllunum í gær. 21. nóvember 2020 09:38 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Tilraunir Trump til að breyta úrslitum stranda á Georgíu og Michigan Langsóttar tilraunir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði urðu fyrir enn einum áföllunum í gær. 21. nóvember 2020 09:38