Miley Cyrus og Dua Lipa sakaðar um að herma eftir tónlistarmyndbandi íslenskrar tónlistarkonu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2020 17:51 Til vinstri má sjá stillu úr tónlistarmyndbandi Miley Cyrus og Dua Lipa sem gefið var út í gær. Til hægri má sjá stillu úr tónlistarmyndbandi Dream Wife sem kom út í maí. Vísir Tónlistarkonurnar Miley Cyrus og Dua Lipa gáfu í gær út tónlistarmyndband við lagið Prisoner. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema hvað, bresk-íslenska pönksveitin Dream Wife hefur sakað þær stöllur um að hafa hermt eftir tónlistarmyndbandi sveitarinnar við lagið So When You Gonna… Tónlistarmyndböndin tvö líkjast töluvert, en í þeim má annars vegar sjá hljómsveitarmeðlimi Dream Wife og hins vegar Cyrus og Dua Lipa flytja lögin í gegn um munn á annarri manneskju. Það er, sjónarhornið er slíkt að tennur ramma inn tónlistarkonurnar í báðum myndböndum, eins og sjá má á myndunum hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Dream Wife (@dreamwife) So When You Gonna… tónlistarmyndbandið var frumsýnt þann 20. maí síðastliðinn eins og stelpurnar í Dream Wife hafa bent á. Dream Wife deildi nokkrum skjáskotum á Instagram-síðu sinni, þar sem þær sýna hve tónlistarmyndböndin eru lík og eru stillurnar nærri nákvæmlega eins. Þá benda Dream Wife stöllur á það að bassaleikarinn í myndbandi Cyrus og Dua Lipa virðist vera stílíseruð í anda Alice Go, hljómsveitarmeðlims í Dream Wife. There s even an Alice look a like .... pic.twitter.com/yMf8uG566b— Dream Wife (@DreamWifeMusic) November 20, 2020 Hljómsveitina Dream Wife skipa þær Rakel Mjöll Leifsdóttir, Alice Go og Bella Podpadec. Eftir að skífa sveitarinnar So When You Gonna… kom út fyrr á þessu ári varð Rakel þriðja íslenska konan til þess að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Cyrus hefur verið sökuð um stuld en í júní 2019 var hún gagnrýnd á Instagram eftir að Cyrus birti mynd af sér með köku sem á stendur „Abortion Is Healthcare,“ eða „Þungunarrof er heilbrigðisþjónusta.“ Bakarinn Becca Rea-Holloway, sem sérhæfir sig í „femínískum bakstri“ gagnrýndi söngkonuna fyrir að hafa stolið hugmyndinni hennar að kökuskreytingunni án þess að hafa nefnt hana á nafn. Það tíðkast á samfélagsmiðlum að fólk merki listamenn á myndir þar sem hermt er eftir sköpun þeirra. Í kjölfarið bað Cyrus Rea-Holloway formlega afsökunar og viðurkenndi að hún hefði óvart hermt eftir köku-hönnun hennar. Höfundaréttur Tónlist Hollywood Bretland Tengdar fréttir Íslensk tónlist í nýjustu þáttaröð af Good Girls Í sjötta þætti nýjustu þáttaraðar Good Girls er að finna lagið Dior með Halleluwah. Lagið heyrist í lok þáttarins, sem var frumsýndur 22. mars á NBC en kom í sumar inn á Netflix. Halleluwah skipa þau Sölvi Blöndal og Rakel Mjöll Leifsdóttir og kom lagið út á samnefndri plötu árið 2013. 9. september 2020 12:00 Rakel er þriðja íslenska konan til að komast á breska vinsældarlista Rakel Mjöll Leifsdóttir er þriðja íslenska tónlistarkonan til að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. 11. júlí 2020 14:40 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Tónlistarkonurnar Miley Cyrus og Dua Lipa gáfu í gær út tónlistarmyndband við lagið Prisoner. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema hvað, bresk-íslenska pönksveitin Dream Wife hefur sakað þær stöllur um að hafa hermt eftir tónlistarmyndbandi sveitarinnar við lagið So When You Gonna… Tónlistarmyndböndin tvö líkjast töluvert, en í þeim má annars vegar sjá hljómsveitarmeðlimi Dream Wife og hins vegar Cyrus og Dua Lipa flytja lögin í gegn um munn á annarri manneskju. Það er, sjónarhornið er slíkt að tennur ramma inn tónlistarkonurnar í báðum myndböndum, eins og sjá má á myndunum hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Dream Wife (@dreamwife) So When You Gonna… tónlistarmyndbandið var frumsýnt þann 20. maí síðastliðinn eins og stelpurnar í Dream Wife hafa bent á. Dream Wife deildi nokkrum skjáskotum á Instagram-síðu sinni, þar sem þær sýna hve tónlistarmyndböndin eru lík og eru stillurnar nærri nákvæmlega eins. Þá benda Dream Wife stöllur á það að bassaleikarinn í myndbandi Cyrus og Dua Lipa virðist vera stílíseruð í anda Alice Go, hljómsveitarmeðlims í Dream Wife. There s even an Alice look a like .... pic.twitter.com/yMf8uG566b— Dream Wife (@DreamWifeMusic) November 20, 2020 Hljómsveitina Dream Wife skipa þær Rakel Mjöll Leifsdóttir, Alice Go og Bella Podpadec. Eftir að skífa sveitarinnar So When You Gonna… kom út fyrr á þessu ári varð Rakel þriðja íslenska konan til þess að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Cyrus hefur verið sökuð um stuld en í júní 2019 var hún gagnrýnd á Instagram eftir að Cyrus birti mynd af sér með köku sem á stendur „Abortion Is Healthcare,“ eða „Þungunarrof er heilbrigðisþjónusta.“ Bakarinn Becca Rea-Holloway, sem sérhæfir sig í „femínískum bakstri“ gagnrýndi söngkonuna fyrir að hafa stolið hugmyndinni hennar að kökuskreytingunni án þess að hafa nefnt hana á nafn. Það tíðkast á samfélagsmiðlum að fólk merki listamenn á myndir þar sem hermt er eftir sköpun þeirra. Í kjölfarið bað Cyrus Rea-Holloway formlega afsökunar og viðurkenndi að hún hefði óvart hermt eftir köku-hönnun hennar.
Höfundaréttur Tónlist Hollywood Bretland Tengdar fréttir Íslensk tónlist í nýjustu þáttaröð af Good Girls Í sjötta þætti nýjustu þáttaraðar Good Girls er að finna lagið Dior með Halleluwah. Lagið heyrist í lok þáttarins, sem var frumsýndur 22. mars á NBC en kom í sumar inn á Netflix. Halleluwah skipa þau Sölvi Blöndal og Rakel Mjöll Leifsdóttir og kom lagið út á samnefndri plötu árið 2013. 9. september 2020 12:00 Rakel er þriðja íslenska konan til að komast á breska vinsældarlista Rakel Mjöll Leifsdóttir er þriðja íslenska tónlistarkonan til að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. 11. júlí 2020 14:40 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Íslensk tónlist í nýjustu þáttaröð af Good Girls Í sjötta þætti nýjustu þáttaraðar Good Girls er að finna lagið Dior með Halleluwah. Lagið heyrist í lok þáttarins, sem var frumsýndur 22. mars á NBC en kom í sumar inn á Netflix. Halleluwah skipa þau Sölvi Blöndal og Rakel Mjöll Leifsdóttir og kom lagið út á samnefndri plötu árið 2013. 9. september 2020 12:00
Rakel er þriðja íslenska konan til að komast á breska vinsældarlista Rakel Mjöll Leifsdóttir er þriðja íslenska tónlistarkonan til að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. 11. júlí 2020 14:40
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið