Segir faraldurinn valda því að fjöldi mikilvægra mála sé enn óleystur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. nóvember 2020 14:11 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að á meðan stjórnvöld hafi brugðist við þeim áhrifum sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á Íslandi hafi „fjöldi óleystra stórmála legið óbættur hjá garði.“ Þetta sagði Sigmundur í ræðu sinni á aukalandsþingi Miðflokksins í dag. „Mörg þessara mála voru orðin aðkallandi löngu áður en faraldurinn hófst. Vandi tugþúsunda lítilla og meðalstórra fyrirtækja, vandi heilbrigðiskerfisins, eldri borgararnir sem máttu ekki bíða lengur eftir leiðréttingu sinna mála, landbúnaðurinn sem þegar var komin í verulega hættu. Þannig mætti lengi telja,“ sagði Sigmundur. Hann sagði tímabært að ræða þessi mál, ásamt öðrum óleystum viðfangsefnum. „Því að ef faraldurinn verður til þess að við vanrækjum þau verður tjónið af þessu tímabundna ástandi varanlegt og miklu meira en sá gríðarlegi efnahagsskaði sem þegar hefur orðið.“ Hann sagðist þá telja að oft væri meira lagt í framsetningu þeirra en aðgerðirnar sjálfar. „Ríkisstjórnin hefur reglulega haldið glærukynningar til að auglýsa viðbrögð sín við ástandinu hverju sinni. Oft virðist þó meiri vina hafa verið lögð í sýninguna, umbúðirnar, en tillögurnar sjálfar. Jafnvel hinar stærstu þeirra hafa að engu orðið,“ sagði Sigmundur í dag. Hann sagði að Miðflokkurinn hefði þó stutt allar þær aðgerðir sem hann teldi koma að gagni, þó þær kynnu að vera ólíkar þeim sem flokkurinn hefði viljað ráðast í. Landbúnaður, heilbrigðiskerfið og hælisleitendamál Í ræðu sinni vék Sigmundur máli sínu að þeim málaflokkum þar sem hann taldi ýmis mál liggja óleyst. Landbúnaður, málefni eldri borgara, heilbrigðisþjónusta og byggðamál voru þar á meðal. Þá ræddi hann einnig um málefni hælisleitenda og förufólks, sem hann sagði að hefðu orðið að „fórnarlambi ímyndarstjórnmálanna.“ „Hvernig stendur á því að fjöldi hælisleitenda á Íslandi, eyju í Norður Atlantshafi, er allt í einu orðinn sá mesti af öllum Norðurlöndunum miðað við fólksfjölda?“ spurði Sigmundur og svaraði því sjálfur til að það væri vegna þeirra „skilaboða sem íslensk stjórnvöld hafa sent út.“ „Þau skilaboð nýta meðal annars stórhættuleg glæpagengi til að selja fólki vonir um Ísland sem áfangastað og hafa þannig jafnvel af fólkinu aleiguna á fölskum forsendum,“ sagði Sigmundur og sagði að önnur Norðurlönd kepptust nú við að senda frá sér skilaboð til að draga úr líkum á slíku. „Ef Ísland ætlar eitt Norðurlandanna að skera sig úr hvað þetta varðar verður ekki við neitt ráðið og það mun draga úr getu okkar til að hjálpa þeim sem mest þurfa á hjálpinni að halda og taka vel á móti þeim sem við bjóðum hingað,“ sagði Sigmundur. Sagði Miðflokkinn svar við þróun í átt til réttrúnaðar Sigmundur sagði þá að stjórnmál hér á landi yrðu sífellt einstrengingslegri. Það væri afleiðing „aukins rétttrúnaðar sem gengur gegn mörgum af grundvallargildum frjálslyndis og lýðræðis og birtist meðal annars í auknum hömlum á hvað megi ræða, hver megi ræða það og hvernig.“ Hann sagði Miðflokkinn vera svar við þessu, þar sem um væri að ræða flokk sem vildi „virkja á ný mestu kosti lýðræðisins.“ „Stuðningur við Miðflokkinn þýðir að kerfið fær ekki að halda áfram á sinni braut óháð vilja kjósenda. Það verði breytingar þar sem lýðræðisleg niðurstaða nær fram að ganga.“ Í spilaranum hér að neðan má horfa á ræðuna í heild sinni. Miðflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að á meðan stjórnvöld hafi brugðist við þeim áhrifum sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á Íslandi hafi „fjöldi óleystra stórmála legið óbættur hjá garði.“ Þetta sagði Sigmundur í ræðu sinni á aukalandsþingi Miðflokksins í dag. „Mörg þessara mála voru orðin aðkallandi löngu áður en faraldurinn hófst. Vandi tugþúsunda lítilla og meðalstórra fyrirtækja, vandi heilbrigðiskerfisins, eldri borgararnir sem máttu ekki bíða lengur eftir leiðréttingu sinna mála, landbúnaðurinn sem þegar var komin í verulega hættu. Þannig mætti lengi telja,“ sagði Sigmundur. Hann sagði tímabært að ræða þessi mál, ásamt öðrum óleystum viðfangsefnum. „Því að ef faraldurinn verður til þess að við vanrækjum þau verður tjónið af þessu tímabundna ástandi varanlegt og miklu meira en sá gríðarlegi efnahagsskaði sem þegar hefur orðið.“ Hann sagðist þá telja að oft væri meira lagt í framsetningu þeirra en aðgerðirnar sjálfar. „Ríkisstjórnin hefur reglulega haldið glærukynningar til að auglýsa viðbrögð sín við ástandinu hverju sinni. Oft virðist þó meiri vina hafa verið lögð í sýninguna, umbúðirnar, en tillögurnar sjálfar. Jafnvel hinar stærstu þeirra hafa að engu orðið,“ sagði Sigmundur í dag. Hann sagði að Miðflokkurinn hefði þó stutt allar þær aðgerðir sem hann teldi koma að gagni, þó þær kynnu að vera ólíkar þeim sem flokkurinn hefði viljað ráðast í. Landbúnaður, heilbrigðiskerfið og hælisleitendamál Í ræðu sinni vék Sigmundur máli sínu að þeim málaflokkum þar sem hann taldi ýmis mál liggja óleyst. Landbúnaður, málefni eldri borgara, heilbrigðisþjónusta og byggðamál voru þar á meðal. Þá ræddi hann einnig um málefni hælisleitenda og förufólks, sem hann sagði að hefðu orðið að „fórnarlambi ímyndarstjórnmálanna.“ „Hvernig stendur á því að fjöldi hælisleitenda á Íslandi, eyju í Norður Atlantshafi, er allt í einu orðinn sá mesti af öllum Norðurlöndunum miðað við fólksfjölda?“ spurði Sigmundur og svaraði því sjálfur til að það væri vegna þeirra „skilaboða sem íslensk stjórnvöld hafa sent út.“ „Þau skilaboð nýta meðal annars stórhættuleg glæpagengi til að selja fólki vonir um Ísland sem áfangastað og hafa þannig jafnvel af fólkinu aleiguna á fölskum forsendum,“ sagði Sigmundur og sagði að önnur Norðurlönd kepptust nú við að senda frá sér skilaboð til að draga úr líkum á slíku. „Ef Ísland ætlar eitt Norðurlandanna að skera sig úr hvað þetta varðar verður ekki við neitt ráðið og það mun draga úr getu okkar til að hjálpa þeim sem mest þurfa á hjálpinni að halda og taka vel á móti þeim sem við bjóðum hingað,“ sagði Sigmundur. Sagði Miðflokkinn svar við þróun í átt til réttrúnaðar Sigmundur sagði þá að stjórnmál hér á landi yrðu sífellt einstrengingslegri. Það væri afleiðing „aukins rétttrúnaðar sem gengur gegn mörgum af grundvallargildum frjálslyndis og lýðræðis og birtist meðal annars í auknum hömlum á hvað megi ræða, hver megi ræða það og hvernig.“ Hann sagði Miðflokkinn vera svar við þessu, þar sem um væri að ræða flokk sem vildi „virkja á ný mestu kosti lýðræðisins.“ „Stuðningur við Miðflokkinn þýðir að kerfið fær ekki að halda áfram á sinni braut óháð vilja kjósenda. Það verði breytingar þar sem lýðræðisleg niðurstaða nær fram að ganga.“ Í spilaranum hér að neðan má horfa á ræðuna í heild sinni.
Miðflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira