Talíbanar firra sig ábyrgð á mannskæðri árás Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. nóvember 2020 10:28 Eins og sjá má ollu árásirnar talsverðri eyðileggingu. Haroon Sabawoon/Anadolu Agency via Getty Minnst átta létust og 30 særðust eftir eldflaugaárás á íbúðahverfi í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Stutt er í að fulltrúar Bandaríkjastjórnar og Talíbana haldi friðarviðræður, en Talíbanar hafna því að bara ábyrgð á árásinni. Breska ríkisútvarpið hefur eftir innanríkisráðuneyti Afganistan að um 20 skeytum hafi verið skotið inn í íbúðarhverfi úr tveimur bílum í morgun. Talsverðar skemmdir urðu á þó nokkrum byggingum og bílum. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun síðar í dag funda með fulltrúum Talíbana í Doha, höfuðborg Katar, með það fyrir augum að ná árangri í yfirstandandi friðarviðræðum. Fyrr í þessari viku tilkynnti stjórn Donalds Trumps, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að kalla ætti 2.000 bandaríska hermenn heim frá Afganistan fyrri miðjan janúar. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd þar sem sérfræðingar hafa áhyggjur af því að takmörkuð viðvera bandaríska hersins í Afganistan myndi draga úr getu þarlendra stjórnvalda til að verjast uppgangi Talíbana og annarra herskárra sveita á svæðinu. Eldflaugarnar lentu í mið- og norðurhluta Kabúl, meðal annars nálægt svæði sem hýsir sendiráð og alþjóðleg fyrirtæki. Samkvæmt tilkynningu frá íranska sendiráðinu urðu skemmdir á húsnæði þess, en engan sakaði. Í yfirlýsingu höfnuðu Talíbanar því að bera ábyrgð á árásinni og sögðust ekki „skjóta blint á opinbera staði.“ BBC greinir frá því að hópur tengdur Íslamska ríkinu, eða ISIS, beri ábyrgð á tveimur árásum í Kabúl á síðustu vikum, þar sem hátt í 50 létu lífið. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Minnst átta létust og 30 særðust eftir eldflaugaárás á íbúðahverfi í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Stutt er í að fulltrúar Bandaríkjastjórnar og Talíbana haldi friðarviðræður, en Talíbanar hafna því að bara ábyrgð á árásinni. Breska ríkisútvarpið hefur eftir innanríkisráðuneyti Afganistan að um 20 skeytum hafi verið skotið inn í íbúðarhverfi úr tveimur bílum í morgun. Talsverðar skemmdir urðu á þó nokkrum byggingum og bílum. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun síðar í dag funda með fulltrúum Talíbana í Doha, höfuðborg Katar, með það fyrir augum að ná árangri í yfirstandandi friðarviðræðum. Fyrr í þessari viku tilkynnti stjórn Donalds Trumps, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að kalla ætti 2.000 bandaríska hermenn heim frá Afganistan fyrri miðjan janúar. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd þar sem sérfræðingar hafa áhyggjur af því að takmörkuð viðvera bandaríska hersins í Afganistan myndi draga úr getu þarlendra stjórnvalda til að verjast uppgangi Talíbana og annarra herskárra sveita á svæðinu. Eldflaugarnar lentu í mið- og norðurhluta Kabúl, meðal annars nálægt svæði sem hýsir sendiráð og alþjóðleg fyrirtæki. Samkvæmt tilkynningu frá íranska sendiráðinu urðu skemmdir á húsnæði þess, en engan sakaði. Í yfirlýsingu höfnuðu Talíbanar því að bera ábyrgð á árásinni og sögðust ekki „skjóta blint á opinbera staði.“ BBC greinir frá því að hópur tengdur Íslamska ríkinu, eða ISIS, beri ábyrgð á tveimur árásum í Kabúl á síðustu vikum, þar sem hátt í 50 létu lífið.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira