Veðurstofa Íslands varar við norðvestan eða vestan hvassviðri á Austfjörðum og Suðausturlandi í nótt. Klukkan þrjú í nótt tekur gildi gul viðvörun sem rennur út klukkan níu. Norðvestan 15-23 m/s með hvössum vindstrengjum við fjöll 30-35 m/s.
Varasamar aðstæður gætu skapast fyrir vegfarendur og fólki er þá bent á að ganga frá lausamunum til að fyrirbyggja tjón. Þrátt fyrir að viðvörunin taki gildi klukkan þrjú í nótt tekur að hvessa seint í kvöld.