Nýorkubílar rúmlega helmingur nýskráðra bíla Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2020 19:31 Nýorkubílar voru um 55 prósent nýskráðra bíla á Íslandi á fyrsti tíu mánuðum þessa árs. Vísir/Vilhelm Ríflega helmingur allra nýskráðra bíla á þessu ári eru nýorkubílar. Borgarstjóri segir Reykjavík ætla að vera leiðandi í aðgengi almennings að hleðslu rafbíla þannig að það eigi ekki að hindra þróun bílaflotans yfir í græna orku. Almenningur og fyrirtæki hafa vaxandi áhuga á nýorkubílum, sérstaklega rafmagnsbílum. Það getur hins vegar reynst erfitt fyrir marga sem búa í grónum hverfum og hafa ekki fast bílastæði að hlaða bíla sína í námunda við heimilið. Grafík/HÞ Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs voru nýskráðir rétt rúmlega átta þúsund bílar sem er fækkun upp á 23,7 prósent frá sama tímabili í fyrra aðallega vegna minni sölu til bílaleiga. Breytingin er hins vegar sú að í ár eru nýorkubílar tæplega 55 prósent nýskráðra bíla á móti 26,6 prósentum fyrstu tíu mánuðina á síðasta ári. „Okkar stefna er að Reykjavík verði einfaldlega leiðandi í orkuskiptum á öllum sviðum. Við fögnum þess vegna þessum mikla áhuga á að skipta yfir í rafbíla alveg sérstaklega. Því þá erum við líka að keyra á innlendri orku,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Borgarstjóri segir unnið eftir grænu plani sem miði að því að Reykjavík verði leiðandi við innleiðingu grænnrar orku.Vísir/Vilhelm Borgin og Orkuveitan hafi unnið saman að því að veita styrki til eigenda fjöleignarhúsa sem vilji koma upp hleðslum. Þá mætti setja upp hleðslustöðvar á bílastæðum við stóra vinnustaði borgarinnar eins og skóla sem nýttust starfsmönnum á daginn en íbúum á kvöldin. En verður þetta aldrei þannig að hleðslustöðvar verði nánast jafn algengar og stöðumælar í götum sem þeir eru þannig að það verði aldrei langt í hleðslu? „Það er bara góð spurning. Við erum núna að setja fram græna planið sem framtíðarsýn okkar til næstu ára. Þar sem við leggjum sérstaka áherslu á rétt viðbrögð við efnahagsástandinu og rétt viðbrögð við loftlagsvánni,“ segir Dagur. Nú sé verið að uppfæra planið. Það komi til greina að skoða nokkur græn stæði í hverri götu til reynslu. „Ég ætla ekki að útiloka neitt í því efni. Þetta eru auðvitað innviðir sem kosta eins og annað. Þannig að við viljum einmitt finna lausnir og leiðir sem fólk raunverulega notar. Þannig að það liggi ekki ónotaðir innviðir einhvers staðar. Því það er auðvitað líka sóun,“ segir Dagur B. Eggertsson. Umferð Umhverfismál Reykjavík Vistvænir bílar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Ríflega helmingur allra nýskráðra bíla á þessu ári eru nýorkubílar. Borgarstjóri segir Reykjavík ætla að vera leiðandi í aðgengi almennings að hleðslu rafbíla þannig að það eigi ekki að hindra þróun bílaflotans yfir í græna orku. Almenningur og fyrirtæki hafa vaxandi áhuga á nýorkubílum, sérstaklega rafmagnsbílum. Það getur hins vegar reynst erfitt fyrir marga sem búa í grónum hverfum og hafa ekki fast bílastæði að hlaða bíla sína í námunda við heimilið. Grafík/HÞ Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs voru nýskráðir rétt rúmlega átta þúsund bílar sem er fækkun upp á 23,7 prósent frá sama tímabili í fyrra aðallega vegna minni sölu til bílaleiga. Breytingin er hins vegar sú að í ár eru nýorkubílar tæplega 55 prósent nýskráðra bíla á móti 26,6 prósentum fyrstu tíu mánuðina á síðasta ári. „Okkar stefna er að Reykjavík verði einfaldlega leiðandi í orkuskiptum á öllum sviðum. Við fögnum þess vegna þessum mikla áhuga á að skipta yfir í rafbíla alveg sérstaklega. Því þá erum við líka að keyra á innlendri orku,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Borgarstjóri segir unnið eftir grænu plani sem miði að því að Reykjavík verði leiðandi við innleiðingu grænnrar orku.Vísir/Vilhelm Borgin og Orkuveitan hafi unnið saman að því að veita styrki til eigenda fjöleignarhúsa sem vilji koma upp hleðslum. Þá mætti setja upp hleðslustöðvar á bílastæðum við stóra vinnustaði borgarinnar eins og skóla sem nýttust starfsmönnum á daginn en íbúum á kvöldin. En verður þetta aldrei þannig að hleðslustöðvar verði nánast jafn algengar og stöðumælar í götum sem þeir eru þannig að það verði aldrei langt í hleðslu? „Það er bara góð spurning. Við erum núna að setja fram græna planið sem framtíðarsýn okkar til næstu ára. Þar sem við leggjum sérstaka áherslu á rétt viðbrögð við efnahagsástandinu og rétt viðbrögð við loftlagsvánni,“ segir Dagur. Nú sé verið að uppfæra planið. Það komi til greina að skoða nokkur græn stæði í hverri götu til reynslu. „Ég ætla ekki að útiloka neitt í því efni. Þetta eru auðvitað innviðir sem kosta eins og annað. Þannig að við viljum einmitt finna lausnir og leiðir sem fólk raunverulega notar. Þannig að það liggi ekki ónotaðir innviðir einhvers staðar. Því það er auðvitað líka sóun,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Umferð Umhverfismál Reykjavík Vistvænir bílar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira