Húsleit og handtökur vegna bruna, líkamsárása og hótana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2020 09:11 Frá aðgerðum lögreglu í Vallarási í gærkvöldi. vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í nokkuð umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær. Húsleit var gerð og tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir, hvor á sínum staðnum. Annar aðilinn mun samkvæmt heimildum fréttastofu vera karlmaður, lærður bardagaíþróttamaður, sem birti um liðna helgi myndband af sér ganga í skrokk á öðrum karlmanni. Að neðan má sjá stutt myndband af aðgerðum lögreglu í nótt. Sá var handtekinn og yfirheyrður vegna líkamsárásarinnar á sunnudag en í framhaldinu sleppt. Tveimur sólarhringum síðar kviknaði eldur í íbúð mannsins og er sterkur grunur um að kveikt hafi verið í íbúð hans. Myndband sem sýnir logandi hlut hent inn í íbúð mannsins er gagn í rannsókn lögreglu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fór handtaka meðal annars fram í Vallarási seint í gærkvöldi en óskýr mynd að ofan er frá vettvangi handtökunnar. Lögreglan hafði afskipti af þremur karlmönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi síðdegis í gær vegna rannsóknar málsins. Nokkur viðbúnaður var á vettvangi vegna málsins en grunur var um að einn mannanna væri vopnaður. Svo reyndist ekki vera og var enginn handtekinn í þeim aðgerðum. Uppfært klukkan 10:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Þar kemur fram að karlmennirnir séu á þrítugsaldri og að húsleitir hafi verið framkvæmdar. Von sé á frekari upplýsingum frá lögreglu í framhaldinu, mögulega síðar í dag, þegar rannsókn vindur fram. Tveir karlar á þrítugsaldri voru handteknir í umdæminu í gærkvöld og nótt og húsleitir framkvæmdar í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna, líkamsárás og hótunum. Mennirnir voru handteknir á sitthvorum staðnum og var nokkur viðbúnaður vegna þessa. Við aðgerðirnar naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Lögreglan áformar að senda frá sér frekari upplýsingar um málið þegar rannsókn þess vindur fram, mögulega síðar í dag. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Grunur um vopnaburð reyndist rangur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur mönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi í Breiðholti nú síðdegis. 19. nóvember 2020 19:25 Krafðist „vanvirðingargjalds“ og kýldi konu Karlmaðurinn sem birti myndband af sér á Facebook um síðustu helgi þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni fékk dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir í ágúst í fyrra. Ákærði í málinu hlaut tæplega fjögurra ára dóm. 19. nóvember 2020 16:15 Myndband sýnir bensínsprengju kastað inn á heimili árásarmannsins Myndband sem sýnir einhvern kasta bensínsprengju, svokölluðum mólótov-kokteil, í gegnum rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal gengur nú manna á milli í netheimum. 18. nóvember 2020 20:36 Kviknaði í íbúð mannsins sem birti árásina á Facebook Rannsókn er hafin á eldsupptökum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík í gærkvöldi. Íbúðin var vettvangur ljótrar líkamsárásar sem birt var myndband af á Facebook um helgina. Enginn var heima þegar slökkvilið mætti á vettvang og sinnti slökkvistarfi. 18. nóvember 2020 11:02 Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Lögregla handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. 16. nóvember 2020 16:12 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í nokkuð umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær. Húsleit var gerð og tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir, hvor á sínum staðnum. Annar aðilinn mun samkvæmt heimildum fréttastofu vera karlmaður, lærður bardagaíþróttamaður, sem birti um liðna helgi myndband af sér ganga í skrokk á öðrum karlmanni. Að neðan má sjá stutt myndband af aðgerðum lögreglu í nótt. Sá var handtekinn og yfirheyrður vegna líkamsárásarinnar á sunnudag en í framhaldinu sleppt. Tveimur sólarhringum síðar kviknaði eldur í íbúð mannsins og er sterkur grunur um að kveikt hafi verið í íbúð hans. Myndband sem sýnir logandi hlut hent inn í íbúð mannsins er gagn í rannsókn lögreglu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fór handtaka meðal annars fram í Vallarási seint í gærkvöldi en óskýr mynd að ofan er frá vettvangi handtökunnar. Lögreglan hafði afskipti af þremur karlmönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi síðdegis í gær vegna rannsóknar málsins. Nokkur viðbúnaður var á vettvangi vegna málsins en grunur var um að einn mannanna væri vopnaður. Svo reyndist ekki vera og var enginn handtekinn í þeim aðgerðum. Uppfært klukkan 10:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Þar kemur fram að karlmennirnir séu á þrítugsaldri og að húsleitir hafi verið framkvæmdar. Von sé á frekari upplýsingum frá lögreglu í framhaldinu, mögulega síðar í dag, þegar rannsókn vindur fram. Tveir karlar á þrítugsaldri voru handteknir í umdæminu í gærkvöld og nótt og húsleitir framkvæmdar í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna, líkamsárás og hótunum. Mennirnir voru handteknir á sitthvorum staðnum og var nokkur viðbúnaður vegna þessa. Við aðgerðirnar naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Lögreglan áformar að senda frá sér frekari upplýsingar um málið þegar rannsókn þess vindur fram, mögulega síðar í dag.
Tveir karlar á þrítugsaldri voru handteknir í umdæminu í gærkvöld og nótt og húsleitir framkvæmdar í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna, líkamsárás og hótunum. Mennirnir voru handteknir á sitthvorum staðnum og var nokkur viðbúnaður vegna þessa. Við aðgerðirnar naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Lögreglan áformar að senda frá sér frekari upplýsingar um málið þegar rannsókn þess vindur fram, mögulega síðar í dag.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Grunur um vopnaburð reyndist rangur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur mönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi í Breiðholti nú síðdegis. 19. nóvember 2020 19:25 Krafðist „vanvirðingargjalds“ og kýldi konu Karlmaðurinn sem birti myndband af sér á Facebook um síðustu helgi þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni fékk dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir í ágúst í fyrra. Ákærði í málinu hlaut tæplega fjögurra ára dóm. 19. nóvember 2020 16:15 Myndband sýnir bensínsprengju kastað inn á heimili árásarmannsins Myndband sem sýnir einhvern kasta bensínsprengju, svokölluðum mólótov-kokteil, í gegnum rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal gengur nú manna á milli í netheimum. 18. nóvember 2020 20:36 Kviknaði í íbúð mannsins sem birti árásina á Facebook Rannsókn er hafin á eldsupptökum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík í gærkvöldi. Íbúðin var vettvangur ljótrar líkamsárásar sem birt var myndband af á Facebook um helgina. Enginn var heima þegar slökkvilið mætti á vettvang og sinnti slökkvistarfi. 18. nóvember 2020 11:02 Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Lögregla handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. 16. nóvember 2020 16:12 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
Grunur um vopnaburð reyndist rangur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur mönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi í Breiðholti nú síðdegis. 19. nóvember 2020 19:25
Krafðist „vanvirðingargjalds“ og kýldi konu Karlmaðurinn sem birti myndband af sér á Facebook um síðustu helgi þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni fékk dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir í ágúst í fyrra. Ákærði í málinu hlaut tæplega fjögurra ára dóm. 19. nóvember 2020 16:15
Myndband sýnir bensínsprengju kastað inn á heimili árásarmannsins Myndband sem sýnir einhvern kasta bensínsprengju, svokölluðum mólótov-kokteil, í gegnum rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal gengur nú manna á milli í netheimum. 18. nóvember 2020 20:36
Kviknaði í íbúð mannsins sem birti árásina á Facebook Rannsókn er hafin á eldsupptökum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík í gærkvöldi. Íbúðin var vettvangur ljótrar líkamsárásar sem birt var myndband af á Facebook um helgina. Enginn var heima þegar slökkvilið mætti á vettvang og sinnti slökkvistarfi. 18. nóvember 2020 11:02
Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Lögregla handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. 16. nóvember 2020 16:12