Endurtalning atkvæða í Georgíu staðfesti sigur Bidens Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 06:32 Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna. Getty/Joe Raedle Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór með sigur af hólmi í Georgíu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í mánuðinum. Þetta var staðfest eftir að endurtalningu atkvæða lauk í nótt. Biden hafði betur gegn sitjandi forseta, Donald Trump, en afar mjótt var á munum; aðeins 12.284 atkvæði skilja frambjóðendurna að í ríkinu. Endurtalningin leiddi jafnframt í ljós að engin brögð voru í tafli, ekkert kosningasvindl, eins og Trump hefur haldið fram. Sigur Bidens í Georgíu er sögulegur en hann er fyrsti frambjóðandi Demókrata síðan 1992 til að þess að vinna í ríkinu. Að því er fram kemur í frétt BBC hefur Biden nú fengið 5,9 milljón atkvæðum meira en Trump á landsvísu. Þá er hann með 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trumps en til þess að tryggja sér forsetaembættið þarf að ná 270 kjörmönnum. Framboð Trumps fór fram á endurtalninguna þar sem svo mjótt var á munum og féllust yfirvöld í Georgíu strax á það. Endurtalningin var umfangsmikil þar sem öll atkvæði voru handtalin. Brad Raffensberger, innanríkisráðherra Georgíu og Repúblikani, hafði áður sagt að hann teldi ólíklegt að endurtalningin myndi breyta úrslitunum. „Þessi fyrsta og þar með sögulega endurtalning í ríkinu staðfestir að nýtt og öruggt pappírsatkvæðakerfi ríkisins taldi atkvæði rétt og sýndi réttar niðurstöður,“ sagði Raffensberger í nótt þegar niðurstöður endurtalningarinnar lágu fyrir. Jenna Ellis, aðallögfræðingur kosningateymis Trumps, sagði að endurtalning hefði farið nákvæmlega eins og þau bjuggust við. Fullyrti hún, án þess að færa fyrir því nokkrar sannanir, að ólögleg atkvæði hefðu verið endurtalin. Þá hefur Trump ekki enn viðurkennt ósigur. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór með sigur af hólmi í Georgíu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í mánuðinum. Þetta var staðfest eftir að endurtalningu atkvæða lauk í nótt. Biden hafði betur gegn sitjandi forseta, Donald Trump, en afar mjótt var á munum; aðeins 12.284 atkvæði skilja frambjóðendurna að í ríkinu. Endurtalningin leiddi jafnframt í ljós að engin brögð voru í tafli, ekkert kosningasvindl, eins og Trump hefur haldið fram. Sigur Bidens í Georgíu er sögulegur en hann er fyrsti frambjóðandi Demókrata síðan 1992 til að þess að vinna í ríkinu. Að því er fram kemur í frétt BBC hefur Biden nú fengið 5,9 milljón atkvæðum meira en Trump á landsvísu. Þá er hann með 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trumps en til þess að tryggja sér forsetaembættið þarf að ná 270 kjörmönnum. Framboð Trumps fór fram á endurtalninguna þar sem svo mjótt var á munum og féllust yfirvöld í Georgíu strax á það. Endurtalningin var umfangsmikil þar sem öll atkvæði voru handtalin. Brad Raffensberger, innanríkisráðherra Georgíu og Repúblikani, hafði áður sagt að hann teldi ólíklegt að endurtalningin myndi breyta úrslitunum. „Þessi fyrsta og þar með sögulega endurtalning í ríkinu staðfestir að nýtt og öruggt pappírsatkvæðakerfi ríkisins taldi atkvæði rétt og sýndi réttar niðurstöður,“ sagði Raffensberger í nótt þegar niðurstöður endurtalningarinnar lágu fyrir. Jenna Ellis, aðallögfræðingur kosningateymis Trumps, sagði að endurtalning hefði farið nákvæmlega eins og þau bjuggust við. Fullyrti hún, án þess að færa fyrir því nokkrar sannanir, að ólögleg atkvæði hefðu verið endurtalin. Þá hefur Trump ekki enn viðurkennt ósigur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira