Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 19:31 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og fyrrverandi öldrunarlæknir á Landakoti, tekur undir það að ekki hafi verið hugað nægilega vel að áformum um öldrunarþjónustu í tengslum við endurbætur á Landspítala. Þá segir hann óheppilegt hversu stórum hluta af Framkvæmdasjóði aldraðra hafi verið varið í rekstur hjúkrunarheimila þegar sjóðnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu þeirra. Minnst þrettán andlát eru rakin til Landakots eftir hópsýkinguna þar í síðasta mánuði. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hvert starfsemi Landakots verður færð og öldrunarlæknar hafa lýst yfir þungum áhyggjum yfir stöðunni. Ólafur tekur undir áhyggjurnar og segir aðspurður að hópsýkingin á Landakoti hafi ekki komið á óvart enda hafi þar áður komið upp hópsýkingar, til dæmis í tengslum við nóróveirusmit, sem hafi dreifst hratt. „Félag íslenskra öldrunarlækna veit ég að hefur vakið athygli á þessu og ég tek undir mikið af þeim áhyggjum sem þeir lýsa. Ég er kannski ekki sammála öllu sem kemur frá þeim en það er mjög mikilvægt að það sé vakið máls á þessu og vakin athygli á því að við erum að eldast sem þjóð og við þurfum að vera tilbúin til að takast á við þær áskoranir sem því fylgir." Þjónusta við aldraða hafi ekki verið nógu fyrirferðarmikil í umræðu um uppbyggingu nýs spítala. „Áherslurnar hafa ekki verið í nægjanlega miklum mæli fyrir þann hóp og ég tel að við eigum að skoða betur hvort það sé ekki hægt að taka betur utan um þann hóp." Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, gagnrýndi í dag að Framkvæmdasjóður aldraðra væri að mestu nýttur í rekstur hjúkrunarheimila en ekki uppbyggingu þeirra líkt og reglur kveða á um. Ólafur tekur undir þetta. „Það er óheppilegt aðviðskulum halda áfram að nota hluta af framkvæmdasjóðnum til rekstrar hjúkrunarheimila vegna þess að það var ekki upprunalega ætlunin með sjóðnum," segir hann. „Ég held að við ættum að reyna með öllum ráðum að snúa af þeirri braut og nota þennan tekjustofn sem gjöld í framkvæmdasjóðinn eru til þess að einbeita okkur að uppbyggingu á húsnæði og starfsemi sem gagnast eldra fólki til framtíðar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01 Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og fyrrverandi öldrunarlæknir á Landakoti, tekur undir það að ekki hafi verið hugað nægilega vel að áformum um öldrunarþjónustu í tengslum við endurbætur á Landspítala. Þá segir hann óheppilegt hversu stórum hluta af Framkvæmdasjóði aldraðra hafi verið varið í rekstur hjúkrunarheimila þegar sjóðnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu þeirra. Minnst þrettán andlát eru rakin til Landakots eftir hópsýkinguna þar í síðasta mánuði. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hvert starfsemi Landakots verður færð og öldrunarlæknar hafa lýst yfir þungum áhyggjum yfir stöðunni. Ólafur tekur undir áhyggjurnar og segir aðspurður að hópsýkingin á Landakoti hafi ekki komið á óvart enda hafi þar áður komið upp hópsýkingar, til dæmis í tengslum við nóróveirusmit, sem hafi dreifst hratt. „Félag íslenskra öldrunarlækna veit ég að hefur vakið athygli á þessu og ég tek undir mikið af þeim áhyggjum sem þeir lýsa. Ég er kannski ekki sammála öllu sem kemur frá þeim en það er mjög mikilvægt að það sé vakið máls á þessu og vakin athygli á því að við erum að eldast sem þjóð og við þurfum að vera tilbúin til að takast á við þær áskoranir sem því fylgir." Þjónusta við aldraða hafi ekki verið nógu fyrirferðarmikil í umræðu um uppbyggingu nýs spítala. „Áherslurnar hafa ekki verið í nægjanlega miklum mæli fyrir þann hóp og ég tel að við eigum að skoða betur hvort það sé ekki hægt að taka betur utan um þann hóp." Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, gagnrýndi í dag að Framkvæmdasjóður aldraðra væri að mestu nýttur í rekstur hjúkrunarheimila en ekki uppbyggingu þeirra líkt og reglur kveða á um. Ólafur tekur undir þetta. „Það er óheppilegt aðviðskulum halda áfram að nota hluta af framkvæmdasjóðnum til rekstrar hjúkrunarheimila vegna þess að það var ekki upprunalega ætlunin með sjóðnum," segir hann. „Ég held að við ættum að reyna með öllum ráðum að snúa af þeirri braut og nota þennan tekjustofn sem gjöld í framkvæmdasjóðinn eru til þess að einbeita okkur að uppbyggingu á húsnæði og starfsemi sem gagnast eldra fólki til framtíðar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01 Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01
Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53
Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01