Býður hærri vexti á innlánum í nýju appi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2020 15:05 Hilmar Kristinsson er verkefnastjóri yfir fjártækni hjá Kviku banka. Vísir/Vilhelm Auður, fjármálaþjónusta Kviku, hefur gefið út app fyrir viðskiptavini sína og tvo nýja innlánsreikninga með hæstu mögulegu innlánsvöxtum í sínum flokkum, samkvæmt samanburðarsíðunni Aurbjörgu. Nýju reikningarnir eru annars vegar með sex mánaða binditíma og 1,55% vöxtum og hins vegar með 12 mánaða binditíma og 1,75% vöxtum. Um er að ræða fastvaxtareikninga sem þýðir að þeir vextir sem eru í gildi á stofndegi reiknings gilda út allan binditímann. Til samanburðar bjóða aðrar innlendar bankastofnanir upp á sambærilega reikninga með vöxtum að meðaltali 1,10% fyrir 6 mánaða reikninga og 1,28% fyrir tólf mánaða reikninga og í sumum tilfellum er gerð krafa um lágmarksinnstæðu. Auður hóf að bjóða upp á innlánsreikninga á netinu í byrjun síðasta árs. Í tilkynningu frá Auði segir að viðtökurnar hafi verið slíkar að á fyrsta mánuðinum höfðu á fimmta þúsund viðskiptavina stofnað innlánsreikninga hjá Auði. Viðskiptavinum hafi fjölgað ört síðan. Með nýju reikningunum er hægt að velja um fjórar innlánaleiðir hjá Auði. Auk nýju reikninganna er óbundinn sparnaðarreikningur sem ber 1% vexti og reikningur bundinn til 3 mánaða með 1,35% vöxtum. „Það er einnig afar ánægjulegt að tilkynna að ekki er lengur gerð krafa um 250 þúsund króna lágmarksinnstæðu svo nú geta allir notið hæstu mögulegu innlánsvaxta Auðar. Auður er eftir sem áður besti kosturinn fyrir fólk sem vill fá hæstu mögulegu innlánsvexti á sparnaðinn sinn,“ segir Hilmar Kristinsson, verkefnastjóri yfir fjártækni hjá Kviku. Neytendur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Stýrivextir lækka óvænt Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 0,75% 18. nóvember 2020 08:55 Landsbankinn hækkar vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbankanum hækka um 0,15 til 0,20 prósentustig frá og með þriðjudeginum 17. nóvember. 16. nóvember 2020 23:31 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Auður, fjármálaþjónusta Kviku, hefur gefið út app fyrir viðskiptavini sína og tvo nýja innlánsreikninga með hæstu mögulegu innlánsvöxtum í sínum flokkum, samkvæmt samanburðarsíðunni Aurbjörgu. Nýju reikningarnir eru annars vegar með sex mánaða binditíma og 1,55% vöxtum og hins vegar með 12 mánaða binditíma og 1,75% vöxtum. Um er að ræða fastvaxtareikninga sem þýðir að þeir vextir sem eru í gildi á stofndegi reiknings gilda út allan binditímann. Til samanburðar bjóða aðrar innlendar bankastofnanir upp á sambærilega reikninga með vöxtum að meðaltali 1,10% fyrir 6 mánaða reikninga og 1,28% fyrir tólf mánaða reikninga og í sumum tilfellum er gerð krafa um lágmarksinnstæðu. Auður hóf að bjóða upp á innlánsreikninga á netinu í byrjun síðasta árs. Í tilkynningu frá Auði segir að viðtökurnar hafi verið slíkar að á fyrsta mánuðinum höfðu á fimmta þúsund viðskiptavina stofnað innlánsreikninga hjá Auði. Viðskiptavinum hafi fjölgað ört síðan. Með nýju reikningunum er hægt að velja um fjórar innlánaleiðir hjá Auði. Auk nýju reikninganna er óbundinn sparnaðarreikningur sem ber 1% vexti og reikningur bundinn til 3 mánaða með 1,35% vöxtum. „Það er einnig afar ánægjulegt að tilkynna að ekki er lengur gerð krafa um 250 þúsund króna lágmarksinnstæðu svo nú geta allir notið hæstu mögulegu innlánsvaxta Auðar. Auður er eftir sem áður besti kosturinn fyrir fólk sem vill fá hæstu mögulegu innlánsvexti á sparnaðinn sinn,“ segir Hilmar Kristinsson, verkefnastjóri yfir fjártækni hjá Kviku.
Neytendur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Stýrivextir lækka óvænt Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 0,75% 18. nóvember 2020 08:55 Landsbankinn hækkar vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbankanum hækka um 0,15 til 0,20 prósentustig frá og með þriðjudeginum 17. nóvember. 16. nóvember 2020 23:31 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Stýrivextir lækka óvænt Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 0,75% 18. nóvember 2020 08:55
Landsbankinn hækkar vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbankanum hækka um 0,15 til 0,20 prósentustig frá og með þriðjudeginum 17. nóvember. 16. nóvember 2020 23:31