Utanríkisráðherra í fordæmalausri heimsókn í landtökubyggðum Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2020 14:35 Vel fór á með Pompeo (t.v.) og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag. Náin bönd hafa verið á milli stjórnar Trump og Netanjahú. Tilkynning Trump um að hann viðurkenndi yfirráð Ísraela yfir Gólanhæðum í fyrra var af mörgum talin innlegg í kosningabaráttu ísraelska forsætisráðherrans. AP/Maya Alleruzzo Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varð í dag fyrsti hátt setti bandaríski embættismaðurinn til þess að heimsækja landtökubyggðir gyðinga á Vesturbakkanum. Meirihluti alþjóðasamfélagsins telur landtökubyggðirnar stríða gegn alþjóðalögum. Heimsóknina til Ísraels hefur Pompeo meðal annars notað til þess að kynna að bandaríska utanríkisráðuneytið ætli að lýsa hreyfingu sem berst fyrir sniðgöngu og refsiaðgerðum gegn Ísrael vegna meðferðar ríkisins á Palestínumönnum sem „andgyðinglega“. Samtök sem taka þátt í slíkri baráttu fá ekki lengur fjárstuðning frá Bandaríkjastjórn. Pompeo heimsótti í dag Psagot-landtökubyggð gyðinga á Vesturbakkanum sem er hersetinn af Ísraelum. Hann ætlar einnig að heimsækja landtökumenn í Gólanhæðum, sýrlensku landsvæði sem Ísraelar hernámu í sex daga stríðinu árið 1967 og innlimuðu árið 1981. Palestínumenn mótmæltu heimsókn Pompeo í al-Bireh í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Grundvöllurinn að fordæmalausri heimsókn Pompeo til landtökubyggðanna var lagður í fyrra þegar ráðherrann sneri við áratugalangri stefnu Bandaríkjastjórnar og lýsti því yfir að byggðirnar stönguðust „ekki endilega“ á við alþjóðalög. Palestínumenn fordæmdu stefnubreytinguna en landtökubyggðirnar eru á svæðum sem þeir vilja að verði hluti af sjálfstæðu ríki þeirra. Trump forseti viðurkenndi yfirráð Ísraela yfir Gólanhæðum í fyrra þrátt fyrir að Sýrland geri enn tilkall til þeirra. Önnur ríki hafa ekki fetað í fótspor Bandaríkjastjórnar. Sýrlensk stjórnvöld hafa sagt viðurkenningu Trump „árás“ á fullveldi sitt. Fleiri en 600.000 gyðingar búa nú í um 140 landtökubyggðum sem hafa verið reistar frá því að ísraelski herinn hernam Vesturbakkann og Austur-Jerúsalem árið 1967. Bandaríkin Ísrael Palestína Sýrland Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varð í dag fyrsti hátt setti bandaríski embættismaðurinn til þess að heimsækja landtökubyggðir gyðinga á Vesturbakkanum. Meirihluti alþjóðasamfélagsins telur landtökubyggðirnar stríða gegn alþjóðalögum. Heimsóknina til Ísraels hefur Pompeo meðal annars notað til þess að kynna að bandaríska utanríkisráðuneytið ætli að lýsa hreyfingu sem berst fyrir sniðgöngu og refsiaðgerðum gegn Ísrael vegna meðferðar ríkisins á Palestínumönnum sem „andgyðinglega“. Samtök sem taka þátt í slíkri baráttu fá ekki lengur fjárstuðning frá Bandaríkjastjórn. Pompeo heimsótti í dag Psagot-landtökubyggð gyðinga á Vesturbakkanum sem er hersetinn af Ísraelum. Hann ætlar einnig að heimsækja landtökumenn í Gólanhæðum, sýrlensku landsvæði sem Ísraelar hernámu í sex daga stríðinu árið 1967 og innlimuðu árið 1981. Palestínumenn mótmæltu heimsókn Pompeo í al-Bireh í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Grundvöllurinn að fordæmalausri heimsókn Pompeo til landtökubyggðanna var lagður í fyrra þegar ráðherrann sneri við áratugalangri stefnu Bandaríkjastjórnar og lýsti því yfir að byggðirnar stönguðust „ekki endilega“ á við alþjóðalög. Palestínumenn fordæmdu stefnubreytinguna en landtökubyggðirnar eru á svæðum sem þeir vilja að verði hluti af sjálfstæðu ríki þeirra. Trump forseti viðurkenndi yfirráð Ísraela yfir Gólanhæðum í fyrra þrátt fyrir að Sýrland geri enn tilkall til þeirra. Önnur ríki hafa ekki fetað í fótspor Bandaríkjastjórnar. Sýrlensk stjórnvöld hafa sagt viðurkenningu Trump „árás“ á fullveldi sitt. Fleiri en 600.000 gyðingar búa nú í um 140 landtökubyggðum sem hafa verið reistar frá því að ísraelski herinn hernam Vesturbakkann og Austur-Jerúsalem árið 1967.
Bandaríkin Ísrael Palestína Sýrland Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira