Sjáðu hvað Sara valdi sem bestu minninguna sína á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2020 08:31 Sara Sigmundsdóttir í viðtali eftir þessa frábæru frammistöðu sína. Skjámynd/Youtube/CrossFit Sara Sigmundsdóttir fór yfir feril sinn á dögunum í léttu og skemmtilegu viðtali við Dan Williams, eiganda og stofnanda WIT Fitness sem var að stela Söru frá Nike á dögunum. Sara Sigmundsdóttir hefur keppt á sex heimsleikum á ferlinum og það er ein minning sem stendur upp úr hjá íslensku CrossFit stjörnunni. Í tilefni af nýjum margra ára samningi Söru og breska íþróttavöruframleiðandans WIT Fitness þá ræddu þau Dan Williams og Sara saman á Instagram. Sara var meðal annars spurð út í það hvað væri hennar besta persónulega minning frá öllum sínum heimsleikum. Sara fór alla leið aftur til fyrstu leikanna og til greinarinnar á leikunum 2015 þar sem hún stimplaði sig inn meðal þeirra bestu í CrossFit íþróttinni. „Ég myndi líklega velja Heavy DT æfinguna frá fyrstu leikunum mínum árið 2015,“ sagði Sara Sigmundsdóttir og hélt áfram. „Ég var búin að ákveða hvernig ég ætlaði að gera æfinguna og hélt mig við það. Ég var í síðasta riðlinum og ég hugsaði: Þetta er kannski í síðasta skiptið sem þú ert í síðasta riðlinum því þú verður ekki á topp tíu eftir þessa grein,“ rifjaði Sara upp en það má nálgast viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara gerði sér ekki grein fyrir því að hún væri í hópi þeirra bestu en Sara var í toppbaráttunni allan tímann. Sara endaði að lokum í þriðja sætið á eftir heimsmeistaranum Katrínu Tönju Davíðsdóttur og silfurhafanum Tiu-Clair Toomey. „Ég var því búin að ákveða það að ég ætlaði að njóta þess að vera í síðasta riðlinum og það var svo skemmtilegt að vera að keppa við hliðina á þeim bestu. Svo vann ég æfinguna og ég var bara: Ó,“ sagði Sara hlæjandi. Dan Williams sagðist hafa verið meðal áhorfenda á Tennis vellinum þar sem æfingin fór fram en það var gríðarleg stemning á meðan þessi lokaæfing annars dagsins fór fram. „Þetta var svo gaman. Öll ljósin og svo var fjölskyldan mín beint fyrir framan mig með íslenska fánann. Þetta var svo góð stund fyrir mig,“ sagði Sara. Sara vann ekki bara greinina heldur hreinlega rústaði henni. Hún kláraði æfinguna á 8 mínútum og 25 sekúndum og var næstum því einni mínútu á undan Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem var númer tvö. Eftir að sigurinn var í höfn þá lýsti lýsandinn yfir: „Það er ný íslensk CrossFit drottning fædd á leikunum.“ Fyrir þá sem vilja rifja upp þessa ótrúlega skemmtilegu stund á ferli Söru þá má sjá þessa frammistöðu hennar í myndbandinu hér fyrir neðan. Karlarnir eru á undan en konurnar byrja eftir 18 mínútur og 24 sekúndur. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir fór yfir feril sinn á dögunum í léttu og skemmtilegu viðtali við Dan Williams, eiganda og stofnanda WIT Fitness sem var að stela Söru frá Nike á dögunum. Sara Sigmundsdóttir hefur keppt á sex heimsleikum á ferlinum og það er ein minning sem stendur upp úr hjá íslensku CrossFit stjörnunni. Í tilefni af nýjum margra ára samningi Söru og breska íþróttavöruframleiðandans WIT Fitness þá ræddu þau Dan Williams og Sara saman á Instagram. Sara var meðal annars spurð út í það hvað væri hennar besta persónulega minning frá öllum sínum heimsleikum. Sara fór alla leið aftur til fyrstu leikanna og til greinarinnar á leikunum 2015 þar sem hún stimplaði sig inn meðal þeirra bestu í CrossFit íþróttinni. „Ég myndi líklega velja Heavy DT æfinguna frá fyrstu leikunum mínum árið 2015,“ sagði Sara Sigmundsdóttir og hélt áfram. „Ég var búin að ákveða hvernig ég ætlaði að gera æfinguna og hélt mig við það. Ég var í síðasta riðlinum og ég hugsaði: Þetta er kannski í síðasta skiptið sem þú ert í síðasta riðlinum því þú verður ekki á topp tíu eftir þessa grein,“ rifjaði Sara upp en það má nálgast viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara gerði sér ekki grein fyrir því að hún væri í hópi þeirra bestu en Sara var í toppbaráttunni allan tímann. Sara endaði að lokum í þriðja sætið á eftir heimsmeistaranum Katrínu Tönju Davíðsdóttur og silfurhafanum Tiu-Clair Toomey. „Ég var því búin að ákveða það að ég ætlaði að njóta þess að vera í síðasta riðlinum og það var svo skemmtilegt að vera að keppa við hliðina á þeim bestu. Svo vann ég æfinguna og ég var bara: Ó,“ sagði Sara hlæjandi. Dan Williams sagðist hafa verið meðal áhorfenda á Tennis vellinum þar sem æfingin fór fram en það var gríðarleg stemning á meðan þessi lokaæfing annars dagsins fór fram. „Þetta var svo gaman. Öll ljósin og svo var fjölskyldan mín beint fyrir framan mig með íslenska fánann. Þetta var svo góð stund fyrir mig,“ sagði Sara. Sara vann ekki bara greinina heldur hreinlega rústaði henni. Hún kláraði æfinguna á 8 mínútum og 25 sekúndum og var næstum því einni mínútu á undan Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem var númer tvö. Eftir að sigurinn var í höfn þá lýsti lýsandinn yfir: „Það er ný íslensk CrossFit drottning fædd á leikunum.“ Fyrir þá sem vilja rifja upp þessa ótrúlega skemmtilegu stund á ferli Söru þá má sjá þessa frammistöðu hennar í myndbandinu hér fyrir neðan. Karlarnir eru á undan en konurnar byrja eftir 18 mínútur og 24 sekúndur. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira