Kviknaði í íbúð mannsins sem birti árásina á Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 11:02 Skjáskot úr myndbandinu. Rannsókn er hafin á eldsupptökum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík í gærkvöldi. Íbúðin er heimili manns sem birti myndband af líkamsárás á Facebook um helgina. Enginn var heima þegar slökkvilið mætti á vettvang og sinnti slökkvistarfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á sunnudag tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gekk í skrokk á öðrum manni. Myndbandið var í birtingu á Facebook í vel á annan sólarhring en hefur nú verið fjarlægt. Hefndaraðgerð? Karlmaðurinn er íbúi í húsinu þar sem eldurinn kviknaði í gær. Vangaveltur hafa því verið uppi um hvort um einhvers konar hefndaraðgerð er að ræða. Íbúi í húsinu sagðist í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi telja að einhverju hefði verið kastað inn í íbúðina. Fjölmargir íbúar búa í húsinu sem er fjölbýli á fimm hæðum. Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir málið í rannsókn. Talsverðar skemmdir hafi orðið á íbúðinni en tæknideild eigi eftir að skilja bráðabirgðaniðurstöðum um upptök eldsins. Það gerist að líkindum síðar í dag. Elín Agnes segir annars lítið um málið að segja á þessu stigi. Enginn sé í haldi lögreglu sem stendur. Á almennum nótum sé lykilatriði að komast að því við rannsókn eldsupptaka hvort um íkveikju sé að ræða eða ekki. Endurteknar líkamsárásir Myndbandið af slagsmálunum um helgina vakti mikla athygli. Árásarmaðurinn og íbúinn í húsinu er lærður í bardagaíþróttum og hefur unnið til verðlauna þar. Í myndbandinu virtist hann vera að refsa tvítugum karlmanni með spörkum og höggum. Árásarmaðurinn hefur áður komist í fréttirnar fyrir slagsmál. Þannig greindi DV frá því vorið mars 2019 að hann hefði ráðist að tilefnislausu á karlmann fyrir utan skemmtistaðinn SPOT í Kópavogi að loknu balli. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu stóð að líkamsárásin hefði átt sér stað á heimili árásarmannsins. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Lögregla handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. 16. nóvember 2020 16:12 Vel gekk að slökkva eld í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst skömmu fyrir sjö í kvöld útkall vegna elds í íbúð í blokk í Úlfarsárdal. 17. nóvember 2020 20:02 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Sjá meira
Rannsókn er hafin á eldsupptökum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík í gærkvöldi. Íbúðin er heimili manns sem birti myndband af líkamsárás á Facebook um helgina. Enginn var heima þegar slökkvilið mætti á vettvang og sinnti slökkvistarfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á sunnudag tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gekk í skrokk á öðrum manni. Myndbandið var í birtingu á Facebook í vel á annan sólarhring en hefur nú verið fjarlægt. Hefndaraðgerð? Karlmaðurinn er íbúi í húsinu þar sem eldurinn kviknaði í gær. Vangaveltur hafa því verið uppi um hvort um einhvers konar hefndaraðgerð er að ræða. Íbúi í húsinu sagðist í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi telja að einhverju hefði verið kastað inn í íbúðina. Fjölmargir íbúar búa í húsinu sem er fjölbýli á fimm hæðum. Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir málið í rannsókn. Talsverðar skemmdir hafi orðið á íbúðinni en tæknideild eigi eftir að skilja bráðabirgðaniðurstöðum um upptök eldsins. Það gerist að líkindum síðar í dag. Elín Agnes segir annars lítið um málið að segja á þessu stigi. Enginn sé í haldi lögreglu sem stendur. Á almennum nótum sé lykilatriði að komast að því við rannsókn eldsupptaka hvort um íkveikju sé að ræða eða ekki. Endurteknar líkamsárásir Myndbandið af slagsmálunum um helgina vakti mikla athygli. Árásarmaðurinn og íbúinn í húsinu er lærður í bardagaíþróttum og hefur unnið til verðlauna þar. Í myndbandinu virtist hann vera að refsa tvítugum karlmanni með spörkum og höggum. Árásarmaðurinn hefur áður komist í fréttirnar fyrir slagsmál. Þannig greindi DV frá því vorið mars 2019 að hann hefði ráðist að tilefnislausu á karlmann fyrir utan skemmtistaðinn SPOT í Kópavogi að loknu balli. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu stóð að líkamsárásin hefði átt sér stað á heimili árásarmannsins.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Lögregla handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. 16. nóvember 2020 16:12 Vel gekk að slökkva eld í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst skömmu fyrir sjö í kvöld útkall vegna elds í íbúð í blokk í Úlfarsárdal. 17. nóvember 2020 20:02 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Sjá meira
Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Lögregla handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. 16. nóvember 2020 16:12
Vel gekk að slökkva eld í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst skömmu fyrir sjö í kvöld útkall vegna elds í íbúð í blokk í Úlfarsárdal. 17. nóvember 2020 20:02