Þörfin fyrir mataraðstoð sjaldan verið eins mikil Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 18:56 Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, segir þörfina fyrir mataraðstoð sjaldan hafa verið meiri. Fólk sé bæði sorgmætt og áhyggjufullt í kórónuveirufaraldrinum. Hátt í átta hundruð heimili hafa sótt um matarúthlutun í nóvember. Ríflega tvö þúsund manns fá matarúthlutun frá Fjölskylduhjálp nú í nóvember en um er að ræða matargjafir frá Kaupfélagi Skagfirðinga. Sautján matarúthlutanir verða fram að jólum. „Þetta fer að nálgast átta hundruð fjölskyldur,” segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Hún bendir á að margir hafi þurft að horfa á eftir lífsviðurværi sínu undanfarna mánuði og því sé þörfin mikil. Jón Elíasson kertagerðarmeistari leggur mikinn metnað í kertagerðina. Um er að ræða svokölluð tólgarkerti. Vísir/Sigurjón Ólason „Þetta er fólk sem er bara ekki með neitt umfram í dag og á ekki fyrir mat,” segir hún. „Fólk er áhyggjufullt og sorgmætt og í raun og veru veit ekki sitt rjúkandi ráð.” Hún segir að hver fjölskylda fái fjóra poka sem innihalda meðal annars brauð, mjólk, ost, skyr, kjöt, fisk og margt fleira. Þá standa samtökin fyrir sölu á svokölluðum kærleikskertum, tólgarkertum sem unnin eru úr mör. Hvert kerti er handgert af Jóni Elíassyni en hann hefur staðið kertavaktina í sjö ár og gerir hátt í þrjú hundruð kerti á dag. „Ég nota bara mörinn. Ég hakka hann niður í hakkavél og bræði á eldavélinni, svo eru hamsarnir sigtaðir frá og þetta bara látið leka,” segir kertagerðarmeistarinn í samtali við fréttastofu. Hvert kerti kostar 650 krónur. Félagasamtök Hjálparstarf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, segir þörfina fyrir mataraðstoð sjaldan hafa verið meiri. Fólk sé bæði sorgmætt og áhyggjufullt í kórónuveirufaraldrinum. Hátt í átta hundruð heimili hafa sótt um matarúthlutun í nóvember. Ríflega tvö þúsund manns fá matarúthlutun frá Fjölskylduhjálp nú í nóvember en um er að ræða matargjafir frá Kaupfélagi Skagfirðinga. Sautján matarúthlutanir verða fram að jólum. „Þetta fer að nálgast átta hundruð fjölskyldur,” segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Hún bendir á að margir hafi þurft að horfa á eftir lífsviðurværi sínu undanfarna mánuði og því sé þörfin mikil. Jón Elíasson kertagerðarmeistari leggur mikinn metnað í kertagerðina. Um er að ræða svokölluð tólgarkerti. Vísir/Sigurjón Ólason „Þetta er fólk sem er bara ekki með neitt umfram í dag og á ekki fyrir mat,” segir hún. „Fólk er áhyggjufullt og sorgmætt og í raun og veru veit ekki sitt rjúkandi ráð.” Hún segir að hver fjölskylda fái fjóra poka sem innihalda meðal annars brauð, mjólk, ost, skyr, kjöt, fisk og margt fleira. Þá standa samtökin fyrir sölu á svokölluðum kærleikskertum, tólgarkertum sem unnin eru úr mör. Hvert kerti er handgert af Jóni Elíassyni en hann hefur staðið kertavaktina í sjö ár og gerir hátt í þrjú hundruð kerti á dag. „Ég nota bara mörinn. Ég hakka hann niður í hakkavél og bræði á eldavélinni, svo eru hamsarnir sigtaðir frá og þetta bara látið leka,” segir kertagerðarmeistarinn í samtali við fréttastofu. Hvert kerti kostar 650 krónur.
Félagasamtök Hjálparstarf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira