Ná ekki saman um notkun hraðprófa til að liðka fyrir ferðalögum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. nóvember 2020 13:10 Lufthansa er á meðal þeirra flugfélaga sem nýtt hafa sér hraðprófin í innanlandsflugi. Vísir/Gettt Aðildarríki Evrópusambandsins virðast eiga í erfiðleikum með að koma sér saman um sameiginlegar reglur um notkun hraðprófa til þess að greina kórónuveiruna. Evrópsk flugfélög hafa gert sér vonir um að slíkar reglur geti litið dagsins ljós svo liðka megi fyrir ferðalögum á milli landa í álfunni. Reuters greinir frá og hefur upplýsingarnar upp úr minnisblaði frá þýskum stjórnvöldum sem fara nú með formennsku í leiðtogaráði ESB. Í frétt Reuters segir að evrópsk flugfélög hafi þrýst á stjórvöld víða í álfunni að finna aðrar leiðir en þær að leggja bann við ferðalögum á milli landi. Hafa þau þar litið til svokallaðra hraðprófa sem greina kórónuveiruna á andartaki. Slík próf eru þó ekki jafn áreiðanleg og svokallaðar PCR-skimanir, líkt og þær sem notaðar eru hér á landi þegar smit eru greind. Þýska flugfélagið Lufthansa og ítalska flugfélagið AirItalia eru sögð vera þau flugfélög sem helst þrýsti á sameiginlegar reglur um hraðpróf en ýmis flugfélög hafa notað þau í innanlandsflugi í Evrópu, þar sem aðeins þeim sem greinast neikvæðir á flugvellinum er hleypt um borð í vélarnar. Viðmið gefin út á morgun en ríkjum ekki skylt að fara eftir þeim Í minnisblaðinu sem Reuters hefur undir höndum segir að fjölmörg aðildarríki séi ekki reiðubúin til þess að setja slíkar reglur, sum telji sig þurfa fá betri vitneskju um áreiðanleika slíkra prófa á meðan önnur ríki segja að reglur um prófin séu málefni ríkjanna sjálfra, og ekki sé þörf fyrir að setja sameiginlegar reglur um notkun þeirra. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun á morgun gefa út viðmið um notkun slíkra prófa en aðildarríkjunum ber engin skylda til þess að fara eftir þeim viðmiðun. Í frétt Reuters segir að þessi þróun sé áfall fyrir evrópsk flugfélög sem höfðu gert sér vonir um að með hraðprófum væri hægt að losna við eina af þeim fjölmörgu hindrunum sem koma í veg fyrir mikla farþegaflutninga á tímum kórónuveirufaraldursins. Lesa má um hraðpróf á vef Landlæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Þýskaland Evrópusambandið Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Aðildarríki Evrópusambandsins virðast eiga í erfiðleikum með að koma sér saman um sameiginlegar reglur um notkun hraðprófa til þess að greina kórónuveiruna. Evrópsk flugfélög hafa gert sér vonir um að slíkar reglur geti litið dagsins ljós svo liðka megi fyrir ferðalögum á milli landa í álfunni. Reuters greinir frá og hefur upplýsingarnar upp úr minnisblaði frá þýskum stjórnvöldum sem fara nú með formennsku í leiðtogaráði ESB. Í frétt Reuters segir að evrópsk flugfélög hafi þrýst á stjórvöld víða í álfunni að finna aðrar leiðir en þær að leggja bann við ferðalögum á milli landi. Hafa þau þar litið til svokallaðra hraðprófa sem greina kórónuveiruna á andartaki. Slík próf eru þó ekki jafn áreiðanleg og svokallaðar PCR-skimanir, líkt og þær sem notaðar eru hér á landi þegar smit eru greind. Þýska flugfélagið Lufthansa og ítalska flugfélagið AirItalia eru sögð vera þau flugfélög sem helst þrýsti á sameiginlegar reglur um hraðpróf en ýmis flugfélög hafa notað þau í innanlandsflugi í Evrópu, þar sem aðeins þeim sem greinast neikvæðir á flugvellinum er hleypt um borð í vélarnar. Viðmið gefin út á morgun en ríkjum ekki skylt að fara eftir þeim Í minnisblaðinu sem Reuters hefur undir höndum segir að fjölmörg aðildarríki séi ekki reiðubúin til þess að setja slíkar reglur, sum telji sig þurfa fá betri vitneskju um áreiðanleika slíkra prófa á meðan önnur ríki segja að reglur um prófin séu málefni ríkjanna sjálfra, og ekki sé þörf fyrir að setja sameiginlegar reglur um notkun þeirra. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun á morgun gefa út viðmið um notkun slíkra prófa en aðildarríkjunum ber engin skylda til þess að fara eftir þeim viðmiðun. Í frétt Reuters segir að þessi þróun sé áfall fyrir evrópsk flugfélög sem höfðu gert sér vonir um að með hraðprófum væri hægt að losna við eina af þeim fjölmörgu hindrunum sem koma í veg fyrir mikla farþegaflutninga á tímum kórónuveirufaraldursins. Lesa má um hraðpróf á vef Landlæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Þýskaland Evrópusambandið Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira