Til skoðunar að stofna rannsóknarnefnd um vistheimili síðustu áttatíu ára Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 12:01 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, og formaður velferðarnefndar. visir/Vilhelm Velferðarnefnd skoðar að leggja fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar sem yrði falið að rannsaka aðbúnað fólks á vistheimilum síðustu áttatíu árin. Nefndarformaður segir mikilvægt fyrir samfélagið að opna þessi mál. Eftir að fréttir bárust af aðbúnaði fólks í Arnarholti hafa samtökin Þroskahjálp og Geðhjálp skorað á stjórnvöld að gera víðtæka úttekt á vistheimilum. Að sögn Helgu Völu Helgadóttur, formanns velferðarnefndar, er nefndin með þetta til skoðunar og á morgun verður rætt hvort leggja eigi fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar. „Nefndin er með til skoðunar hvort fara eigi að í sambærilega rannsókn og varðandi vistheimilin. Þá var rannsóknin einskorðuð við börn sem voru vistuð á heimlum en þessi rannsókn myndi einnig lúta að börnum og fullorðnum einstaklingum sem hafa verið vistuð á opinberum og einkareknum heimilum í gegnum tíðina,“ segir Helga Vala. Frá Arnarholti á Kjalarnesi.Vísir/Vilhelm Í áskorun til nefndarinnar er lagt til að rannsóknin nái til aðbúnaðar fólks með þroskaskerðingu eða geðræn veikindi síðustu áttatíu árin. Helga Vala segir að djúp umræða um málið eigi eftir að fara fram innan nefndarinnar en telur þó að vilji sé fyrir málinu. „Miðað við þær sögur sem okkur berast í kjölfarið á fréttum um það sem gerðist í Arnarholti þá held ég að það sé full ástæða til að fara í svona rannsókn. Pósthólfin okkar eru að fyllast af sögum, bæði frá einstaklingunum sjálfum og aðstendendum.“ Henni er ekki kunnugt um hversu mörg heimili myndu falla þarna undir. „Ég held að það sé alveg nauðsynlegt fyrir samfélagið allt að við opnum á þetta. Ef það finnst ekkert misjafnt er það auðvitað mjög jákvætt, en ég óttast að svo sé ekki.“ „Það er vont að við séum að fá skýrslur sem sýna hvernig þetta var fyrir 50 árum á meðan við erum kannski minna að horfa nær okkur í tíma. Ég held að það sé mikilvægt að við skoðum líka hvað hefur verið að gerast í nútímanum,“ segir Helga Vala. Félagsmál Alþingi Vistheimili Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Velferðarnefnd skoðar að leggja fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar sem yrði falið að rannsaka aðbúnað fólks á vistheimilum síðustu áttatíu árin. Nefndarformaður segir mikilvægt fyrir samfélagið að opna þessi mál. Eftir að fréttir bárust af aðbúnaði fólks í Arnarholti hafa samtökin Þroskahjálp og Geðhjálp skorað á stjórnvöld að gera víðtæka úttekt á vistheimilum. Að sögn Helgu Völu Helgadóttur, formanns velferðarnefndar, er nefndin með þetta til skoðunar og á morgun verður rætt hvort leggja eigi fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar. „Nefndin er með til skoðunar hvort fara eigi að í sambærilega rannsókn og varðandi vistheimilin. Þá var rannsóknin einskorðuð við börn sem voru vistuð á heimlum en þessi rannsókn myndi einnig lúta að börnum og fullorðnum einstaklingum sem hafa verið vistuð á opinberum og einkareknum heimilum í gegnum tíðina,“ segir Helga Vala. Frá Arnarholti á Kjalarnesi.Vísir/Vilhelm Í áskorun til nefndarinnar er lagt til að rannsóknin nái til aðbúnaðar fólks með þroskaskerðingu eða geðræn veikindi síðustu áttatíu árin. Helga Vala segir að djúp umræða um málið eigi eftir að fara fram innan nefndarinnar en telur þó að vilji sé fyrir málinu. „Miðað við þær sögur sem okkur berast í kjölfarið á fréttum um það sem gerðist í Arnarholti þá held ég að það sé full ástæða til að fara í svona rannsókn. Pósthólfin okkar eru að fyllast af sögum, bæði frá einstaklingunum sjálfum og aðstendendum.“ Henni er ekki kunnugt um hversu mörg heimili myndu falla þarna undir. „Ég held að það sé alveg nauðsynlegt fyrir samfélagið allt að við opnum á þetta. Ef það finnst ekkert misjafnt er það auðvitað mjög jákvætt, en ég óttast að svo sé ekki.“ „Það er vont að við séum að fá skýrslur sem sýna hvernig þetta var fyrir 50 árum á meðan við erum kannski minna að horfa nær okkur í tíma. Ég held að það sé mikilvægt að við skoðum líka hvað hefur verið að gerast í nútímanum,“ segir Helga Vala.
Félagsmál Alþingi Vistheimili Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira