Með nál á bólakaf í handlegg Daníel Þór Friðriksson skrifar 16. nóvember 2020 18:00 Mikið hefur verið rætt um bólusetningar síðustu daga. Eftir tæpt ár af nýjum reglum um samkomubönn, sótttkví og almenn leiðindi, er bólusetning á næsta ári fyrir mörgum ljósið í enda gangnanna. Ég hræðist ekki margt, en nálar og sprautur eru vissulega eitt af því. Í hvert sinn sem ég fer í sprautu eða blóðprufu fæ ég hnút í magan, verð náfölur og bið hjúkrunarfræðinginn um að láta mig vita þegar því er lokið svo ég þurfi ekki að sjá nálina, þá gæti liðið yfir mig. Hann segir þá oftast ,,Hvað er þetta þú ert með tattú þannig þú getur ekki verið hræddur við smá nál”. Þetta er ekki sambærilegt! Bólusetningar eru nauðsynlegar og bjarga ótal mannslífa. Þær eru eitt þeirra fjölmörgu athafna sem við þurfum á að halda og hafa fylgt okkur í gegnum lífsleiðina. Sú fyrsta þegar við erum aðeins þriggja mánaða gömul. Má því ekki gefa sér að allir viti hvað bólusetning er og hvernig þær fara fram? Fjölmiðlafólk er aldeilis ekki á þeim buxunum. Af einhverjum undarlegum ástæðum er ekki hægt að fjalla um málefni heilbrigðiskerfisins, ekki einu sinni fjármál þess án þess að sjá myndbrot úr safni fréttastofu sýni nál á bólakaf í handlegg. Þetta er ekki einu sinni alltaf sama myndbrotið, svo virðist vera að myndatökumenn fari reglulega í ferðir á heilsugæslur og spítala til að bæta nýjum sprautu myndum í safnið? Já, maður spyr sig. Leiða má líkur á því að fréttastofur landsins hafi tekið ákvörðun um að í hvert sinn sem rætt er um heilbrigðiskerfið sé ákveðin vinnuregla að sýna nálastungur ásamt öðru myndefni tekið á svipuðum slóðum. Erfitt er að gera sér grein fyrir raunverulegum ástæðum fyrir því. Við þurfum ekki myndskeið af ofbeldi eða bílslysum þegar fjallað er um slík mál, eins þurfum við ekki myndir af sprautum, þær bæta engu við innihald fréttarinnar. Ég gantast stundum með það að ég viti lítið sem ekkert um málefni heilbrigðiskerfisins þar sem ég hraðspóla yfirleitt yfir þær fréttir, bara til öryggis ef það skyldi leynast sprauta þar. Ég veit það eru fleiri þarna úti sem búa við þessa nálafóbíu, sem kippast við, loka augunum og fyllist ónotum yfir þessum fréttum, svo að þau fari ekki á mis við mikilvægar fréttir eins og ég. Hættið að fylla fréttatímann af sprautum! Höfundur er kennaranemi með króníska nálafóbíu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um bólusetningar síðustu daga. Eftir tæpt ár af nýjum reglum um samkomubönn, sótttkví og almenn leiðindi, er bólusetning á næsta ári fyrir mörgum ljósið í enda gangnanna. Ég hræðist ekki margt, en nálar og sprautur eru vissulega eitt af því. Í hvert sinn sem ég fer í sprautu eða blóðprufu fæ ég hnút í magan, verð náfölur og bið hjúkrunarfræðinginn um að láta mig vita þegar því er lokið svo ég þurfi ekki að sjá nálina, þá gæti liðið yfir mig. Hann segir þá oftast ,,Hvað er þetta þú ert með tattú þannig þú getur ekki verið hræddur við smá nál”. Þetta er ekki sambærilegt! Bólusetningar eru nauðsynlegar og bjarga ótal mannslífa. Þær eru eitt þeirra fjölmörgu athafna sem við þurfum á að halda og hafa fylgt okkur í gegnum lífsleiðina. Sú fyrsta þegar við erum aðeins þriggja mánaða gömul. Má því ekki gefa sér að allir viti hvað bólusetning er og hvernig þær fara fram? Fjölmiðlafólk er aldeilis ekki á þeim buxunum. Af einhverjum undarlegum ástæðum er ekki hægt að fjalla um málefni heilbrigðiskerfisins, ekki einu sinni fjármál þess án þess að sjá myndbrot úr safni fréttastofu sýni nál á bólakaf í handlegg. Þetta er ekki einu sinni alltaf sama myndbrotið, svo virðist vera að myndatökumenn fari reglulega í ferðir á heilsugæslur og spítala til að bæta nýjum sprautu myndum í safnið? Já, maður spyr sig. Leiða má líkur á því að fréttastofur landsins hafi tekið ákvörðun um að í hvert sinn sem rætt er um heilbrigðiskerfið sé ákveðin vinnuregla að sýna nálastungur ásamt öðru myndefni tekið á svipuðum slóðum. Erfitt er að gera sér grein fyrir raunverulegum ástæðum fyrir því. Við þurfum ekki myndskeið af ofbeldi eða bílslysum þegar fjallað er um slík mál, eins þurfum við ekki myndir af sprautum, þær bæta engu við innihald fréttarinnar. Ég gantast stundum með það að ég viti lítið sem ekkert um málefni heilbrigðiskerfisins þar sem ég hraðspóla yfirleitt yfir þær fréttir, bara til öryggis ef það skyldi leynast sprauta þar. Ég veit það eru fleiri þarna úti sem búa við þessa nálafóbíu, sem kippast við, loka augunum og fyllist ónotum yfir þessum fréttum, svo að þau fari ekki á mis við mikilvægar fréttir eins og ég. Hættið að fylla fréttatímann af sprautum! Höfundur er kennaranemi með króníska nálafóbíu
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun