„Verð bara barn í þessum aðstæðum og missi máttinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2020 12:30 Þuríður Blær hefur verið að sanna sig sem ein allra besta leikkona landsins undanfarin ár. Vísir/vilhelm Þuríður Blær Jóhannsdóttir hefur slegið í gegn í vetur í þáttunum Ráðherrann sem var á dagskrá RÚV. Þar leikur hún aðstoðarkonu forsætisráðherra sem glímir við geðhvarfasýki. Þuríður hefur fengið góða dóma fyrir sitt hlutverk en hún hefur verið leikkona hér á landi í nokkur ár. Einnig hefur Þuríður slegið í gegn á tónlistarsviðinu með sveitinni Reykjavíkurdætur. Þuríður Blær er gestur vikunnar í Einkalífinu. Blær missti föður sinn seint á síðasta ári en hann var útigangsmaður í borginni í áraraðir. Hún segir að það hafi að einhverju leyti mótað hana sem manneskju. „Ég vil nú alltaf meina að þetta hafi ekki allt of mikil áhrif á mig þar sem hann var ekki mikið á heimilinu en þetta hefur auðvitað áhrif á mann þótt maður vilji ekki viðurkenna það fyrir sjálfri sér,“ segir Blær og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Þuríður Blær Jóhannsdóttir „Þetta er partur af því að ég á auðvelt með að sækja sorg og tilfinningar sem kannski ekki allri á mínum aldri eiga til inni í sér, ekki strax. Þetta hefur þroskað mig mjög mikið og gert mig sterka að mörgu leyti. Ég held að ég sé líka kvíðnari út af þessu af því að þegar maður er barn og neyðist til þess að taka of mikla ábyrgð þá getur maður lent í því að geta bara ekki horfst í augu við ábyrgð þegar maður er orðin fullorðin. Af því að maður þurfti að taka of mikla ábyrgð sem barn, sem maður á ekki að gera og ég þurfti stundum að taka ábyrgð á pabba mínum, þá t.d. á ég bara erfitt með að senda tölvupóst í dag,“ segir Blær og bætir við að kærastinn sjái mest um að skipuleggja ferðalög, senda tölvupósta og fleiri atriði þar sem þarf að skipuleggja hluti. Hefur ekki þurft að horfast í augu við það „Ég verð bara barn í þessum aðstæðum og missi máttinn, sem er ótrúlega skrýtið. Ég veit að fólk tengir við sem hafa verið í svipuðum aðstæðum,“ segir Blær sem hefur ekki áhyggjur af sjálfri sér þegar kemur að fíkninni. Hún skemmti sér oft og þykir mjög gaman. „Mér finnst gaman að fara í partý og þá drekk ég mikið. Það hefur ekki komið til þess að ég hafi þurft að horfast í augu við sjálfan mig og hugsað að þetta sé ekki eðlilegt. Ég get alltaf hætt,“ segir Blær á léttu nótunum. Í þættinum hér að ofan ræðir Blær einnig um leiklistina, hlutverk hennar í Ráðherranum og hvernig lífsreynsla það var að leika í slíku verkefni. Hún fer vel yfir meðgönguna og fæðinguna, samband hennar með Guðmundi Felixsyni og afana Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson. Einnig er farið vel yfir rappsveitina Reykjavíkurdætur og hennar sögu. Einkalífið Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Lífið Fleiri fréttir Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Sjá meira
Þuríður Blær Jóhannsdóttir hefur slegið í gegn í vetur í þáttunum Ráðherrann sem var á dagskrá RÚV. Þar leikur hún aðstoðarkonu forsætisráðherra sem glímir við geðhvarfasýki. Þuríður hefur fengið góða dóma fyrir sitt hlutverk en hún hefur verið leikkona hér á landi í nokkur ár. Einnig hefur Þuríður slegið í gegn á tónlistarsviðinu með sveitinni Reykjavíkurdætur. Þuríður Blær er gestur vikunnar í Einkalífinu. Blær missti föður sinn seint á síðasta ári en hann var útigangsmaður í borginni í áraraðir. Hún segir að það hafi að einhverju leyti mótað hana sem manneskju. „Ég vil nú alltaf meina að þetta hafi ekki allt of mikil áhrif á mig þar sem hann var ekki mikið á heimilinu en þetta hefur auðvitað áhrif á mann þótt maður vilji ekki viðurkenna það fyrir sjálfri sér,“ segir Blær og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Þuríður Blær Jóhannsdóttir „Þetta er partur af því að ég á auðvelt með að sækja sorg og tilfinningar sem kannski ekki allri á mínum aldri eiga til inni í sér, ekki strax. Þetta hefur þroskað mig mjög mikið og gert mig sterka að mörgu leyti. Ég held að ég sé líka kvíðnari út af þessu af því að þegar maður er barn og neyðist til þess að taka of mikla ábyrgð þá getur maður lent í því að geta bara ekki horfst í augu við ábyrgð þegar maður er orðin fullorðin. Af því að maður þurfti að taka of mikla ábyrgð sem barn, sem maður á ekki að gera og ég þurfti stundum að taka ábyrgð á pabba mínum, þá t.d. á ég bara erfitt með að senda tölvupóst í dag,“ segir Blær og bætir við að kærastinn sjái mest um að skipuleggja ferðalög, senda tölvupósta og fleiri atriði þar sem þarf að skipuleggja hluti. Hefur ekki þurft að horfast í augu við það „Ég verð bara barn í þessum aðstæðum og missi máttinn, sem er ótrúlega skrýtið. Ég veit að fólk tengir við sem hafa verið í svipuðum aðstæðum,“ segir Blær sem hefur ekki áhyggjur af sjálfri sér þegar kemur að fíkninni. Hún skemmti sér oft og þykir mjög gaman. „Mér finnst gaman að fara í partý og þá drekk ég mikið. Það hefur ekki komið til þess að ég hafi þurft að horfast í augu við sjálfan mig og hugsað að þetta sé ekki eðlilegt. Ég get alltaf hætt,“ segir Blær á léttu nótunum. Í þættinum hér að ofan ræðir Blær einnig um leiklistina, hlutverk hennar í Ráðherranum og hvernig lífsreynsla það var að leika í slíku verkefni. Hún fer vel yfir meðgönguna og fæðinguna, samband hennar með Guðmundi Felixsyni og afana Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson. Einnig er farið vel yfir rappsveitina Reykjavíkurdætur og hennar sögu.
Einkalífið Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Lífið Fleiri fréttir Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Sjá meira