Hverjir fengu svo að kaupa íbúðirnar? Þorsteinn Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2020 22:33 Í júní s.l. barst greinarhöfundi svar félags- og barnamálaráðherra um sölu á fullnustueignum Íbúðalánasjóðs sem átti sér stað á tíu ára tímabili. Ráðherrann hafði þá tekið sér á þriðja ár til að bera fram svar við upphaflegri fyrirspurn og farið með því á svig við lög um þingsköp ogg ráðherraábyrgð. Í svari ráðherrans kom m.a. fram að íbúðirnar hefðu verið seldar á markaðsverði. Eftir á að sannreyna það. Síðan svar ráðherrans barst hefur farið fram nokkur vinna við að gaumgæfa hvaða aðilar keyptu íbúðir af Íbúðalánasjóði. Það er ekki áhlaupsverk enda um rúmar fjögur þúsund íbúðir að ræða. Í hópi kaupenda er fjöldi einstaklinga auk marga lögaðila.Það mun því taka nokkurn tíma að finna svar við upphaflegri spurningu. Fljótlega var hafist handa við að kanna eignarhald eins þeirra lögaðila sem keypti um 370 fullnustueignir af Íbúðalánasjóði. Fyrirtækið sem um ræðir er B.K. eignir ehf. Fyrirtækið hefur skipt nokkrum sinnum um nafn síðan árið 2013 og heitir nú Alma-BK. Heimildir herma að nú sé leitast við að selja fyrirtækið úr landi líkt og gert var með fyrirtækið Heimavelli fyrr á árinu. Hvað sem því líður var leitast við að kanna eigendahóp fyrirtækisins á þeim tíma sem kaup félagsins á fullnustueignum átti sér stað. Stuðst var við upplýsingar Skattsins (RSK) sem eru öllum opnar í sumum tilfellum gegn gjaldi. Eigendalisti fyrirtækisins árið 2015 var skv. ársreikningum félagsins og upplýsingum RSK sem hér segir ásamt skýringum greinarhöfundar: Jon Salisbury 0,73% - Greinarhöfundur veit ekki deili á viðkomandi. Joseph Stewart 3,64% - Greinarhöfundur veit ekki deili á viðkomandi. Cappucino Partners 7,28% - Félag á Bresku Jómfrúareyjum. Ekki hefur tekist að hafa uppi á eigendum. 240364-7949 Óli Þór Barðdal 9,23% - framkvæmdastjóri BK eigna árið 2015. 540313-0830 Omega ehf. 27,29% - Eigendur Birgir Már Ragnarsson og Andri Sveinsson, samverkamenn Björgúlfs Thors Björgúlfssonar. Fyrirtækið er skráð til heimilis á Óðinsgötu 7 líkt og Novator. 650313-0620 Olafsson & co ehf. 2,09% - Eigendur Svala Björk Arnardóttir og Þorsteinn Gunnar Ólafsson búsett í Luxembourg. 500811-0130 M ehf. 8,82% - Eigandi Þorsteinn M. Jónsson búsettur í Luxembourg. 410612-1430 JÖKÁ ehf. 14,56% - Eigendur Jóhann Tómas Zimsen búsettur í Svíþjóð og Jón Pétur Zimsen. 650313-0380 HAKK ehf. 5,46% - Eigandi Guðjón Karl Reynisson búsettur í Bretlandi. 450201-2270 Fjallatindar ehf 1,82% - Eigendur Magnús Gunnarsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir 521112-0770 BMA ehf. 3,61% - Eigendur Þórdís Edwald, Ármann Harri Þorvaldsson. 081246-2629 Baldur Guðlaugsson 4,55% 630307-1630 Alvar Invest ehf 1,82% - Eigandi Halldór Vilhjálmsson. 521011-0760 147 ehf. 9,10% - Eigendur Gunnar Adam Ingvarsson og Garðar K. Vilhjálmsson. Eigendalistinn er birtur í upplýsingaskyni. Engar upplýsingar liggja fyrir um söluskilmála eigna sem BK eignir keyptu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Skoðun Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Í júní s.l. barst greinarhöfundi svar félags- og barnamálaráðherra um sölu á fullnustueignum Íbúðalánasjóðs sem átti sér stað á tíu ára tímabili. Ráðherrann hafði þá tekið sér á þriðja ár til að bera fram svar við upphaflegri fyrirspurn og farið með því á svig við lög um þingsköp ogg ráðherraábyrgð. Í svari ráðherrans kom m.a. fram að íbúðirnar hefðu verið seldar á markaðsverði. Eftir á að sannreyna það. Síðan svar ráðherrans barst hefur farið fram nokkur vinna við að gaumgæfa hvaða aðilar keyptu íbúðir af Íbúðalánasjóði. Það er ekki áhlaupsverk enda um rúmar fjögur þúsund íbúðir að ræða. Í hópi kaupenda er fjöldi einstaklinga auk marga lögaðila.Það mun því taka nokkurn tíma að finna svar við upphaflegri spurningu. Fljótlega var hafist handa við að kanna eignarhald eins þeirra lögaðila sem keypti um 370 fullnustueignir af Íbúðalánasjóði. Fyrirtækið sem um ræðir er B.K. eignir ehf. Fyrirtækið hefur skipt nokkrum sinnum um nafn síðan árið 2013 og heitir nú Alma-BK. Heimildir herma að nú sé leitast við að selja fyrirtækið úr landi líkt og gert var með fyrirtækið Heimavelli fyrr á árinu. Hvað sem því líður var leitast við að kanna eigendahóp fyrirtækisins á þeim tíma sem kaup félagsins á fullnustueignum átti sér stað. Stuðst var við upplýsingar Skattsins (RSK) sem eru öllum opnar í sumum tilfellum gegn gjaldi. Eigendalisti fyrirtækisins árið 2015 var skv. ársreikningum félagsins og upplýsingum RSK sem hér segir ásamt skýringum greinarhöfundar: Jon Salisbury 0,73% - Greinarhöfundur veit ekki deili á viðkomandi. Joseph Stewart 3,64% - Greinarhöfundur veit ekki deili á viðkomandi. Cappucino Partners 7,28% - Félag á Bresku Jómfrúareyjum. Ekki hefur tekist að hafa uppi á eigendum. 240364-7949 Óli Þór Barðdal 9,23% - framkvæmdastjóri BK eigna árið 2015. 540313-0830 Omega ehf. 27,29% - Eigendur Birgir Már Ragnarsson og Andri Sveinsson, samverkamenn Björgúlfs Thors Björgúlfssonar. Fyrirtækið er skráð til heimilis á Óðinsgötu 7 líkt og Novator. 650313-0620 Olafsson & co ehf. 2,09% - Eigendur Svala Björk Arnardóttir og Þorsteinn Gunnar Ólafsson búsett í Luxembourg. 500811-0130 M ehf. 8,82% - Eigandi Þorsteinn M. Jónsson búsettur í Luxembourg. 410612-1430 JÖKÁ ehf. 14,56% - Eigendur Jóhann Tómas Zimsen búsettur í Svíþjóð og Jón Pétur Zimsen. 650313-0380 HAKK ehf. 5,46% - Eigandi Guðjón Karl Reynisson búsettur í Bretlandi. 450201-2270 Fjallatindar ehf 1,82% - Eigendur Magnús Gunnarsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir 521112-0770 BMA ehf. 3,61% - Eigendur Þórdís Edwald, Ármann Harri Þorvaldsson. 081246-2629 Baldur Guðlaugsson 4,55% 630307-1630 Alvar Invest ehf 1,82% - Eigandi Halldór Vilhjálmsson. 521011-0760 147 ehf. 9,10% - Eigendur Gunnar Adam Ingvarsson og Garðar K. Vilhjálmsson. Eigendalistinn er birtur í upplýsingaskyni. Engar upplýsingar liggja fyrir um söluskilmála eigna sem BK eignir keyptu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun