Hverjir fengu svo að kaupa íbúðirnar? Þorsteinn Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2020 22:33 Í júní s.l. barst greinarhöfundi svar félags- og barnamálaráðherra um sölu á fullnustueignum Íbúðalánasjóðs sem átti sér stað á tíu ára tímabili. Ráðherrann hafði þá tekið sér á þriðja ár til að bera fram svar við upphaflegri fyrirspurn og farið með því á svig við lög um þingsköp ogg ráðherraábyrgð. Í svari ráðherrans kom m.a. fram að íbúðirnar hefðu verið seldar á markaðsverði. Eftir á að sannreyna það. Síðan svar ráðherrans barst hefur farið fram nokkur vinna við að gaumgæfa hvaða aðilar keyptu íbúðir af Íbúðalánasjóði. Það er ekki áhlaupsverk enda um rúmar fjögur þúsund íbúðir að ræða. Í hópi kaupenda er fjöldi einstaklinga auk marga lögaðila.Það mun því taka nokkurn tíma að finna svar við upphaflegri spurningu. Fljótlega var hafist handa við að kanna eignarhald eins þeirra lögaðila sem keypti um 370 fullnustueignir af Íbúðalánasjóði. Fyrirtækið sem um ræðir er B.K. eignir ehf. Fyrirtækið hefur skipt nokkrum sinnum um nafn síðan árið 2013 og heitir nú Alma-BK. Heimildir herma að nú sé leitast við að selja fyrirtækið úr landi líkt og gert var með fyrirtækið Heimavelli fyrr á árinu. Hvað sem því líður var leitast við að kanna eigendahóp fyrirtækisins á þeim tíma sem kaup félagsins á fullnustueignum átti sér stað. Stuðst var við upplýsingar Skattsins (RSK) sem eru öllum opnar í sumum tilfellum gegn gjaldi. Eigendalisti fyrirtækisins árið 2015 var skv. ársreikningum félagsins og upplýsingum RSK sem hér segir ásamt skýringum greinarhöfundar: Jon Salisbury 0,73% - Greinarhöfundur veit ekki deili á viðkomandi. Joseph Stewart 3,64% - Greinarhöfundur veit ekki deili á viðkomandi. Cappucino Partners 7,28% - Félag á Bresku Jómfrúareyjum. Ekki hefur tekist að hafa uppi á eigendum. 240364-7949 Óli Þór Barðdal 9,23% - framkvæmdastjóri BK eigna árið 2015. 540313-0830 Omega ehf. 27,29% - Eigendur Birgir Már Ragnarsson og Andri Sveinsson, samverkamenn Björgúlfs Thors Björgúlfssonar. Fyrirtækið er skráð til heimilis á Óðinsgötu 7 líkt og Novator. 650313-0620 Olafsson & co ehf. 2,09% - Eigendur Svala Björk Arnardóttir og Þorsteinn Gunnar Ólafsson búsett í Luxembourg. 500811-0130 M ehf. 8,82% - Eigandi Þorsteinn M. Jónsson búsettur í Luxembourg. 410612-1430 JÖKÁ ehf. 14,56% - Eigendur Jóhann Tómas Zimsen búsettur í Svíþjóð og Jón Pétur Zimsen. 650313-0380 HAKK ehf. 5,46% - Eigandi Guðjón Karl Reynisson búsettur í Bretlandi. 450201-2270 Fjallatindar ehf 1,82% - Eigendur Magnús Gunnarsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir 521112-0770 BMA ehf. 3,61% - Eigendur Þórdís Edwald, Ármann Harri Þorvaldsson. 081246-2629 Baldur Guðlaugsson 4,55% 630307-1630 Alvar Invest ehf 1,82% - Eigandi Halldór Vilhjálmsson. 521011-0760 147 ehf. 9,10% - Eigendur Gunnar Adam Ingvarsson og Garðar K. Vilhjálmsson. Eigendalistinn er birtur í upplýsingaskyni. Engar upplýsingar liggja fyrir um söluskilmála eigna sem BK eignir keyptu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Sjá meira
Í júní s.l. barst greinarhöfundi svar félags- og barnamálaráðherra um sölu á fullnustueignum Íbúðalánasjóðs sem átti sér stað á tíu ára tímabili. Ráðherrann hafði þá tekið sér á þriðja ár til að bera fram svar við upphaflegri fyrirspurn og farið með því á svig við lög um þingsköp ogg ráðherraábyrgð. Í svari ráðherrans kom m.a. fram að íbúðirnar hefðu verið seldar á markaðsverði. Eftir á að sannreyna það. Síðan svar ráðherrans barst hefur farið fram nokkur vinna við að gaumgæfa hvaða aðilar keyptu íbúðir af Íbúðalánasjóði. Það er ekki áhlaupsverk enda um rúmar fjögur þúsund íbúðir að ræða. Í hópi kaupenda er fjöldi einstaklinga auk marga lögaðila.Það mun því taka nokkurn tíma að finna svar við upphaflegri spurningu. Fljótlega var hafist handa við að kanna eignarhald eins þeirra lögaðila sem keypti um 370 fullnustueignir af Íbúðalánasjóði. Fyrirtækið sem um ræðir er B.K. eignir ehf. Fyrirtækið hefur skipt nokkrum sinnum um nafn síðan árið 2013 og heitir nú Alma-BK. Heimildir herma að nú sé leitast við að selja fyrirtækið úr landi líkt og gert var með fyrirtækið Heimavelli fyrr á árinu. Hvað sem því líður var leitast við að kanna eigendahóp fyrirtækisins á þeim tíma sem kaup félagsins á fullnustueignum átti sér stað. Stuðst var við upplýsingar Skattsins (RSK) sem eru öllum opnar í sumum tilfellum gegn gjaldi. Eigendalisti fyrirtækisins árið 2015 var skv. ársreikningum félagsins og upplýsingum RSK sem hér segir ásamt skýringum greinarhöfundar: Jon Salisbury 0,73% - Greinarhöfundur veit ekki deili á viðkomandi. Joseph Stewart 3,64% - Greinarhöfundur veit ekki deili á viðkomandi. Cappucino Partners 7,28% - Félag á Bresku Jómfrúareyjum. Ekki hefur tekist að hafa uppi á eigendum. 240364-7949 Óli Þór Barðdal 9,23% - framkvæmdastjóri BK eigna árið 2015. 540313-0830 Omega ehf. 27,29% - Eigendur Birgir Már Ragnarsson og Andri Sveinsson, samverkamenn Björgúlfs Thors Björgúlfssonar. Fyrirtækið er skráð til heimilis á Óðinsgötu 7 líkt og Novator. 650313-0620 Olafsson & co ehf. 2,09% - Eigendur Svala Björk Arnardóttir og Þorsteinn Gunnar Ólafsson búsett í Luxembourg. 500811-0130 M ehf. 8,82% - Eigandi Þorsteinn M. Jónsson búsettur í Luxembourg. 410612-1430 JÖKÁ ehf. 14,56% - Eigendur Jóhann Tómas Zimsen búsettur í Svíþjóð og Jón Pétur Zimsen. 650313-0380 HAKK ehf. 5,46% - Eigandi Guðjón Karl Reynisson búsettur í Bretlandi. 450201-2270 Fjallatindar ehf 1,82% - Eigendur Magnús Gunnarsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir 521112-0770 BMA ehf. 3,61% - Eigendur Þórdís Edwald, Ármann Harri Þorvaldsson. 081246-2629 Baldur Guðlaugsson 4,55% 630307-1630 Alvar Invest ehf 1,82% - Eigandi Halldór Vilhjálmsson. 521011-0760 147 ehf. 9,10% - Eigendur Gunnar Adam Ingvarsson og Garðar K. Vilhjálmsson. Eigendalistinn er birtur í upplýsingaskyni. Engar upplýsingar liggja fyrir um söluskilmála eigna sem BK eignir keyptu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun