Íslendingar á Kanarí gagnrýna forstjóra Úrvals Útsýnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2020 17:46 Unsplash/K. Mitch Hodge Stjórn Íslendingafélagsins á Kanarí gagnrýnir málflutning Þórunnar Reynisdóttur, forstjóra Úrvals Útsýnar, sem sagði í samtali við mbl.is fyrir helgi að aðstæður á Kanaríeyjum væru þannig að félagið sæi sér ekki annað fært en að fella niður allt flug þangað. Talaði hún m.a. um að verið væri að herða reglur vegna Covid-19 en samkvæmt yfirlýsingu frá stjórn Íslendingafélagsins eru ástandið þvert á móti „mjög gott“ og fólki „sannarlega óhætt að dvelja hér um jól og áramót“. Ástandið „veirulega“ mjög gott „Við í stjórn Íslendingafélagsins, sem erum búsett hér stærstan hluta ársins og erum á Gran Canaria núna, rákum upp stór augu, þegar við lásum viðtal við forstjóra Úrvals Útsýnar í mbl. í gær um erfitt ástand hér,“ segir í yfirlýsingunni. Ef málið er, að ekki er hægt að fylla vélarnar, þá er það eitt en að reyna að mála ástandið hér erfitt og hræða fólk er ábyrgðarhlutur. Hér hefur ástandið veirulega séð verið mjög gott síðustu tvo mánuði, hér er grímuskylda og fólk þarf að virða fjarlægðarmörk líkt og heima á Íslandi en lífið gengur sinn vanagang; fólk getur farið á ströndina, buslað í sundlaugunum, farið út að borða og kíkt í búðir líkt og áður. Eyjan býður enn upp á sína fallegu náttúru og hótelin opna hér hvert af öðru og önnur eru í startholunum.“ Ættu að bjóða upp á ókeypis skimun en ekki búa til afsakanir Í yfirlýsingunni segir enn fremur að hinar hertu reglur sem Þórunn vísar til sé líklega krafan um að farþegar fari í skimun fyrir flug en sú krafa sé eðlileg og sett fram til að viðhalda góðu ástandi. „Til að koma hjólunum af stað í heiminum, ætti að bjóða fólki upp á ókeypis skimun fyrir brottför, sé það að fara á örugg svæði, eins og Gran Canaria er en rukka fyrir skimunina ef fólk ætlar á óörugg eða rauð svæði. Fyrir því ættu forstjórar ferðaskrifstofa og flugfélaga að berjast en ekki að nota veiruna eða eins og hér, skort á henni til að búa til afsakanir fyrir vélaleysi eða því, að þeim tekst ekki að selja öll sæti í vélarnar hjá sér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Stjórn Íslendingafélagsins á Kanarí gagnrýnir málflutning Þórunnar Reynisdóttur, forstjóra Úrvals Útsýnar, sem sagði í samtali við mbl.is fyrir helgi að aðstæður á Kanaríeyjum væru þannig að félagið sæi sér ekki annað fært en að fella niður allt flug þangað. Talaði hún m.a. um að verið væri að herða reglur vegna Covid-19 en samkvæmt yfirlýsingu frá stjórn Íslendingafélagsins eru ástandið þvert á móti „mjög gott“ og fólki „sannarlega óhætt að dvelja hér um jól og áramót“. Ástandið „veirulega“ mjög gott „Við í stjórn Íslendingafélagsins, sem erum búsett hér stærstan hluta ársins og erum á Gran Canaria núna, rákum upp stór augu, þegar við lásum viðtal við forstjóra Úrvals Útsýnar í mbl. í gær um erfitt ástand hér,“ segir í yfirlýsingunni. Ef málið er, að ekki er hægt að fylla vélarnar, þá er það eitt en að reyna að mála ástandið hér erfitt og hræða fólk er ábyrgðarhlutur. Hér hefur ástandið veirulega séð verið mjög gott síðustu tvo mánuði, hér er grímuskylda og fólk þarf að virða fjarlægðarmörk líkt og heima á Íslandi en lífið gengur sinn vanagang; fólk getur farið á ströndina, buslað í sundlaugunum, farið út að borða og kíkt í búðir líkt og áður. Eyjan býður enn upp á sína fallegu náttúru og hótelin opna hér hvert af öðru og önnur eru í startholunum.“ Ættu að bjóða upp á ókeypis skimun en ekki búa til afsakanir Í yfirlýsingunni segir enn fremur að hinar hertu reglur sem Þórunn vísar til sé líklega krafan um að farþegar fari í skimun fyrir flug en sú krafa sé eðlileg og sett fram til að viðhalda góðu ástandi. „Til að koma hjólunum af stað í heiminum, ætti að bjóða fólki upp á ókeypis skimun fyrir brottför, sé það að fara á örugg svæði, eins og Gran Canaria er en rukka fyrir skimunina ef fólk ætlar á óörugg eða rauð svæði. Fyrir því ættu forstjórar ferðaskrifstofa og flugfélaga að berjast en ekki að nota veiruna eða eins og hér, skort á henni til að búa til afsakanir fyrir vélaleysi eða því, að þeim tekst ekki að selja öll sæti í vélarnar hjá sér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira