Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson hefur verið kallaður inn í íslenska A-landsliðið. Þetta staðfesti Norrköping, félag hans í Svíþjóð, nú rétt í þessu með færslu á samfélagsmiðlum sínum.
Ísak Bergmann Jóhannesson har för första gången kallats till Islands A-landslag. Grattis och kör hårt, Ísak!
— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) November 14, 2020
#ifknorrköping pic.twitter.com/y0AHZJxvUj
Knattspyrnusamband Íslands hefur enn ekkert gefið út og gæti verið að Ísak Bergmann komi til liðs við íslenska liðið er það kemur til Englands en hann er sem stendur staddur á Írlandi með U21 árs landsliði Íslands.
Ísak Bergmann var í byrjunarliði U21 árs landsliðsins í svekkjandi 2-1 tapi gegn Ítalíu á fimmtudaginn. Var það hans þriðji leikur fyri U21 árs liðið. Hann hefur aldrei verið hluti af hóp A-landsliðsins til þessa.
Ísland mætir Danmörku í Þjóðadeildinni annað kvöld og svo Englandi á miðvikudaginn. Verða það síðustu leikir Erik Hamrén sem þjálfara liðsins en hann staðfesti á blaðamananfundi í dag að hann myndi segja starfi sínu lausu að þeim leikjum loknum.
KSÍ birti myndi af æfingu liðsins í dag og Ísak Bergmann er hvergi sjáanlegur á þeim myndum.
A few pics from the training session at Parken stadium in Copenhagen this morning. The boys are recovering from the play-off defeat vs Hungary and will be ready to face Denmark on Sunday. #fyririsland pic.twitter.com/8z9nbU1SOD
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 14, 2020
Báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport.