Fyrirliðinn fór fögrum orðum um Hamrén sem hættir að loknum leiknum gegn Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2020 10:15 Aron Einar segir Hamrén hafa bætt íslenska liðið og samstarf þeirra hafi alltaf verið mjög gott. VÍSIR/VILHELM Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. Blaðamannafund Íslands má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Hamrén tilkynnti blaðamönnum að hann myndi hætta sem landsliðsþjálfari Íslands að loknum leikjunum tveimur gegn Danmörku og Englandi í Þjóðadeildinni. Markmiðið hefði alltaf verið að hætta eftir Evrópumótið sem fram fer næsta sumar en þar sem Íslandi mistókst að tryggja sér sæti þar þá hafi hann ákveðið að stíga til hliðar. Aron Einar, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagði Hamrén ekki vilja langar kveðjuræður en þakkaði honum þó kærilega fyrir samstarfið. Fyrirliðinn sagði það bæði og erfitt, ekki að það hafi verið erfitt að vinna með Hamrén heldur erfitt fyrir hann að koma inn á þeim tímapunkti sem hann gerði. Lykilmenn liðsins hefðu verið mikið meiddir og mögulega að spila lítið hjá félagsliðum sínum. Þá hrósaði hann Hamrén fyrir að bæta leikmenn mikið og að bæði Hamrén og Freyr Alexandersson [aðstoðarþjálfari] hefðu unnið hart að sér í þeim verkefnum sem þeir höfðu fengið. Aron sagði að samstarf Hamrén og leikmanna hefði alla tíð verið frábært og að þjálfarinn viti að leikmenn munu sjá á eftir honum. „Hann veit hvernig mér líður með að hann sé að hætta.“ Að lokum sagði Aron að leikmenn væru svekktir að Hamrén væri að hætta en lífið héldi áfram. Það væri stutt í undankeppni HM og að leikmenn þyrftu að fara einbeita sér að henni fljótlega. Klippa: Hamrén tilkynnir að hann sé hættur Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Dönum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 09:30 Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. Blaðamannafund Íslands má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Hamrén tilkynnti blaðamönnum að hann myndi hætta sem landsliðsþjálfari Íslands að loknum leikjunum tveimur gegn Danmörku og Englandi í Þjóðadeildinni. Markmiðið hefði alltaf verið að hætta eftir Evrópumótið sem fram fer næsta sumar en þar sem Íslandi mistókst að tryggja sér sæti þar þá hafi hann ákveðið að stíga til hliðar. Aron Einar, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagði Hamrén ekki vilja langar kveðjuræður en þakkaði honum þó kærilega fyrir samstarfið. Fyrirliðinn sagði það bæði og erfitt, ekki að það hafi verið erfitt að vinna með Hamrén heldur erfitt fyrir hann að koma inn á þeim tímapunkti sem hann gerði. Lykilmenn liðsins hefðu verið mikið meiddir og mögulega að spila lítið hjá félagsliðum sínum. Þá hrósaði hann Hamrén fyrir að bæta leikmenn mikið og að bæði Hamrén og Freyr Alexandersson [aðstoðarþjálfari] hefðu unnið hart að sér í þeim verkefnum sem þeir höfðu fengið. Aron sagði að samstarf Hamrén og leikmanna hefði alla tíð verið frábært og að þjálfarinn viti að leikmenn munu sjá á eftir honum. „Hann veit hvernig mér líður með að hann sé að hætta.“ Að lokum sagði Aron að leikmenn væru svekktir að Hamrén væri að hætta en lífið héldi áfram. Það væri stutt í undankeppni HM og að leikmenn þyrftu að fara einbeita sér að henni fljótlega. Klippa: Hamrén tilkynnir að hann sé hættur
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Dönum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 09:30 Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Dönum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 09:30
Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36