Innlent

Kólnandi veður í kortunum

Sylvía Hall skrifar
Hiti verður um frostmark víða um land í næstu viku.
Hiti verður um frostmark víða um land í næstu viku. Vísir/Vilhelm

Spáð er slyddu eða snjóéli víða um land í næstu viku en þó verður lengst af þurrt og bjart á Suður- og Vesturlandi. Búist er við því að það lægi og létti til þegar líður að næstu helgi, en fólk er beðið um að fara varlega í lúmskri hálku sem getur myndast á götum og gangstéttum snemma morgna. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Hiti verður yfirleitt í kringum frostmark en þó má búast við hlýrra veðri yfir daginn við suður- og austurströnd landsins. Veður kólnar smám saman eftir helgi og er spáð norðan- og norðaustanátt um helgina og framan af næstu viku.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:

Norðaustan 8-15 m/s, en 10-18 um kvöldið, hvassast á Vestfjörðum og við S-ströndina. Dálítil snjókoma á N-verðu landinu, rigning eða slydda syðst, en annars úrkomulítið. Hiti kringum frostmark.

Á mánudag:

Norðan- og norðaustanátt, yfirleitt 8-15 m/s og lítilsháttar snjókoma á N-verðu landinu, en annars skýjað og úrkomulítið. Frost 0 til 5 stig en frostlaust við S-ströndina.

Á þriðjudag:

Vaxandi norðaustanátt, 10-18 m/s undir kvöld, hvassast á Austfjörðum. Snjókoma eða él á N- og A-landi, en annars bjart með köflum. Frost 0 til 7 stig, minnst syðst.

Á miðvikudag:

Stíf norðanátt og snjómugga eða él A-lands, annars hægara og bjartviðri og kólnar í veðri.

Á fimmtudag:

Útlit fyrir hæga vinda, bjartviðri og talsvert frost í öllum landshlutum.

Á föstudag:

Líkur á vaxandi suðaustanátt og þykknar upp á S- og V-landi og dregur úr frosti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×