Snjöll samskipti Bryndís Guðmundsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 12:00 Á morgun er símalaus sunnudagur, áskorun Barnaheilla til landsmanna, sem felur í sér að leggja frá sér símann í tólf klukkustundir og njóta samverustunda með fjölskyldunni. Félagsleg nærvera er okkur öllum nauðsynleg. Á tímum sem þessum eru margir sem líta inn á við og skoða það sem mest skiptir máli – fjölskyldan, vinir, stuðningsnetið og að sjálfsögðu heilsan. Kostir samfélagsmiðla og snjallsíma í samskiptum eru áberandi sem aldrei fyrr og þá má helst ræða möguleikann á að viðhalda tengslum við nákomna þrátt fyrir að sitja hinum megin á landinu. Ömmur og afar skoða daglegt amstur barnabarna, vinir hópast saman í fjarskipta spilaleikjum og nafnaveislur eru haldnar með rafrænu móti. Ég held að allir taki undir það að þó tæknin sé vissulega góð þá jafnast ekkert á við að hitta okkar nánustu í eigin persónu, vera í sama rýminu, eins mörg og okkur sýnist, skiptast á góðum sögum, hlæja saman og mega knúsast að vild. Ég gerði meistararannsókn í félagsráðgjöf árið 2017 sem fjallaði um upplifun ungmenna af samskiptum með tilkomu snjallsímans. Niðurstöðurnar voru í takt við ritrýndar erlendar rannsóknir þar sem fram kom að snjallsíminn getur auðveldlega truflað samverustundir. Þetta lýsir sér þannig að síminn er tekinn reglulega upp í miðjum samræðum sem grefur þá undan tilfinningalegum tengslum og nánd milli samræðuaðila. Fólk upplifir minni samkennd, samskiptin skorta dýpt og verða þar af leiðandi ófullnægjandi. Þetta ástand er kallað fjarhuga nærvera (e. absent presence) þar sem eftirtektarleysi er lykilatriði en nærvera skerðist þrátt fyrir að aðilar sitja augliti til auglits vegna þess að snjallsíminn er í forgrunni. Árið hefur kennt okkur að meta allt fólkið okkar, saumaklúbbana, matarboðin og meira að segja troðninginn á útsölunum á nýjan hátt. Þegar stundin rennur upp og við megum öll koma saman aftur trúi ég að gæðastundirnar muni einkennast af snjöllum samskiptum í fjarveru snjallsímans. Aldrei er betri tími en á símalausum sunnudögum að æfa þennan sið og hvet ég alla sem lesa þessa grein að taka þátt á morgun. Höfundur er félagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! Anna María Jónsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á morgun er símalaus sunnudagur, áskorun Barnaheilla til landsmanna, sem felur í sér að leggja frá sér símann í tólf klukkustundir og njóta samverustunda með fjölskyldunni. Félagsleg nærvera er okkur öllum nauðsynleg. Á tímum sem þessum eru margir sem líta inn á við og skoða það sem mest skiptir máli – fjölskyldan, vinir, stuðningsnetið og að sjálfsögðu heilsan. Kostir samfélagsmiðla og snjallsíma í samskiptum eru áberandi sem aldrei fyrr og þá má helst ræða möguleikann á að viðhalda tengslum við nákomna þrátt fyrir að sitja hinum megin á landinu. Ömmur og afar skoða daglegt amstur barnabarna, vinir hópast saman í fjarskipta spilaleikjum og nafnaveislur eru haldnar með rafrænu móti. Ég held að allir taki undir það að þó tæknin sé vissulega góð þá jafnast ekkert á við að hitta okkar nánustu í eigin persónu, vera í sama rýminu, eins mörg og okkur sýnist, skiptast á góðum sögum, hlæja saman og mega knúsast að vild. Ég gerði meistararannsókn í félagsráðgjöf árið 2017 sem fjallaði um upplifun ungmenna af samskiptum með tilkomu snjallsímans. Niðurstöðurnar voru í takt við ritrýndar erlendar rannsóknir þar sem fram kom að snjallsíminn getur auðveldlega truflað samverustundir. Þetta lýsir sér þannig að síminn er tekinn reglulega upp í miðjum samræðum sem grefur þá undan tilfinningalegum tengslum og nánd milli samræðuaðila. Fólk upplifir minni samkennd, samskiptin skorta dýpt og verða þar af leiðandi ófullnægjandi. Þetta ástand er kallað fjarhuga nærvera (e. absent presence) þar sem eftirtektarleysi er lykilatriði en nærvera skerðist þrátt fyrir að aðilar sitja augliti til auglits vegna þess að snjallsíminn er í forgrunni. Árið hefur kennt okkur að meta allt fólkið okkar, saumaklúbbana, matarboðin og meira að segja troðninginn á útsölunum á nýjan hátt. Þegar stundin rennur upp og við megum öll koma saman aftur trúi ég að gæðastundirnar muni einkennast af snjöllum samskiptum í fjarveru snjallsímans. Aldrei er betri tími en á símalausum sunnudögum að æfa þennan sið og hvet ég alla sem lesa þessa grein að taka þátt á morgun. Höfundur er félagsráðgjafi.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun