Sigur Rós gefur út myndband sem var tekið upp 2002 Stefán Árni Pálsson skrifar 13. nóvember 2020 14:31 Virkilega vel heppnað verk hjá Sigur Rós. Sigur Rós gefur í dag út smáskífuna og myndband við Stendur æva sem er annað lagið sem kemur út af plötu þeirra Hrafnagaldur Óðins. Platan er samstarfsverkefni hljómsveitarinnar og Maríu Huldar Markan Sigfúsdóttur, Hilmars Arnar Hilmarssonar ásamt kvæðamanninum Steindóri Andersen. Platan kemur út þann 4. desember á vegum Krunk útgáfunnar í gegnum Warner Classics. Lagið var tekið upp með kór og sinfóníuhljómsveit en flutninginn í heild má sjá í myndbandinu. Útsetningar fyrir kór og sinfóníuhljómsveit voru að mestu í höndum Kjartans Sveinssonar og Maríu Huldar Markan Sigfúsdóttur. Steinharpan eftir listamanninn Pál Guðmundsson gegnir einnig lykilhlutverki í verkinu Tónverkið varð til út frá áhuga Hilmars á kafla úr Eddukvæðunum sem ber heitið Hrafnagaldur Óðins, en Hilmar hafði lengi heillast af þessu tiltekna kvæði. Það dregur nafn sitt af hröfnum Óðins sem flugu út um allan heim, komu til baka að kvöldi og færðu honum upplýsingar. Texti kvæðisins fjallar um mikla veislu sem haldin var af guðunum í Valhöll. Á meðan á veisluhöldunum stendur eru blikur á lofti úti fyrir sem geta táknað endalok guða og manna. Árið 1867 var álitið að kvæðið væri tilbúningur frá 17. öld en árið 2002 þá staðfestu fræðimenn það aftur sem opinbera viðbót við Eddukvæði frá 14. öld. Samkvæmt Hilmari er hægt er að túlka Hrafnagaldur Óðins á ýmsa vegu. „Það má finna mikið af táknmyndum og afleiðingum sem kveikja í ímyndunaraflinu. Þetta er mjög sjónrænt kvæði, þar sem allt er að hruni komið og heimurinn er að frjósa frá norðri til suðurs. Þarna er verið að vara við Ragnarökum, ef til vill var það eitthvað sem fólk þess tíma fann á sér. Í dag eru umhverfisverndarmál í sambandi við virkjanir og eyðileggingu hálendisins að sjálfsögðu mikið í brennidepli. Það er verið að vara okkur aftur við,“ segir Hilmar Hrafnagaldur Óðins var samið að beiðni Listahátíðar í Reykjavík árið 2002 og var aðeins flutt nokkrum sinnum það sama ár. Síðan þá hefur tónverkið aðeins lifað sem hluti af sagnaheimi Sigur Rósar, í litlum myndbandsbútum sem aðdáendur þeirra hafa grafið upp á netinu. Þessi 70 mínútna heildarútgáfa, sem tekin var upp þegar verkið var flutt í La Grande Halle de la Villette í París, dregur þetta mikilvæga verk loks fram í dagsljósið. Hér að neðan má sjá myndbandið sem var tekið upp 2002. Tónlist Sigur Rós Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
Sigur Rós gefur í dag út smáskífuna og myndband við Stendur æva sem er annað lagið sem kemur út af plötu þeirra Hrafnagaldur Óðins. Platan er samstarfsverkefni hljómsveitarinnar og Maríu Huldar Markan Sigfúsdóttur, Hilmars Arnar Hilmarssonar ásamt kvæðamanninum Steindóri Andersen. Platan kemur út þann 4. desember á vegum Krunk útgáfunnar í gegnum Warner Classics. Lagið var tekið upp með kór og sinfóníuhljómsveit en flutninginn í heild má sjá í myndbandinu. Útsetningar fyrir kór og sinfóníuhljómsveit voru að mestu í höndum Kjartans Sveinssonar og Maríu Huldar Markan Sigfúsdóttur. Steinharpan eftir listamanninn Pál Guðmundsson gegnir einnig lykilhlutverki í verkinu Tónverkið varð til út frá áhuga Hilmars á kafla úr Eddukvæðunum sem ber heitið Hrafnagaldur Óðins, en Hilmar hafði lengi heillast af þessu tiltekna kvæði. Það dregur nafn sitt af hröfnum Óðins sem flugu út um allan heim, komu til baka að kvöldi og færðu honum upplýsingar. Texti kvæðisins fjallar um mikla veislu sem haldin var af guðunum í Valhöll. Á meðan á veisluhöldunum stendur eru blikur á lofti úti fyrir sem geta táknað endalok guða og manna. Árið 1867 var álitið að kvæðið væri tilbúningur frá 17. öld en árið 2002 þá staðfestu fræðimenn það aftur sem opinbera viðbót við Eddukvæði frá 14. öld. Samkvæmt Hilmari er hægt er að túlka Hrafnagaldur Óðins á ýmsa vegu. „Það má finna mikið af táknmyndum og afleiðingum sem kveikja í ímyndunaraflinu. Þetta er mjög sjónrænt kvæði, þar sem allt er að hruni komið og heimurinn er að frjósa frá norðri til suðurs. Þarna er verið að vara við Ragnarökum, ef til vill var það eitthvað sem fólk þess tíma fann á sér. Í dag eru umhverfisverndarmál í sambandi við virkjanir og eyðileggingu hálendisins að sjálfsögðu mikið í brennidepli. Það er verið að vara okkur aftur við,“ segir Hilmar Hrafnagaldur Óðins var samið að beiðni Listahátíðar í Reykjavík árið 2002 og var aðeins flutt nokkrum sinnum það sama ár. Síðan þá hefur tónverkið aðeins lifað sem hluti af sagnaheimi Sigur Rósar, í litlum myndbandsbútum sem aðdáendur þeirra hafa grafið upp á netinu. Þessi 70 mínútna heildarútgáfa, sem tekin var upp þegar verkið var flutt í La Grande Halle de la Villette í París, dregur þetta mikilvæga verk loks fram í dagsljósið. Hér að neðan má sjá myndbandið sem var tekið upp 2002.
Tónlist Sigur Rós Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira