Nemendur segja sig úr áföngum til að draga úr álagi í faraldrinum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 12:49 Menntamálaráðherra segir vitað að nemendur séu að segja sig úr áföngum til að draga úr álagi í fjarkennslu. vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra segir allt kapp lagt á að koma framhaldsskólanemum aftur í staðnám. Dæmi séu um að ungmenni segi sig úr áföngum til að draga úr álagi. Unnið sé að því að auka rafræna sálfræðiþjónustu fyrir nemendur í faraldrinum. Sérstök umræðu um stöðu skólamála í kórónuveirufaraldrinum hefur farið fram á Alþingi í morgun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir tölur ekki benda til þess að brotthvarf sé að aukast. „En við vitum það hins vegar að það sem nemendur hafa verið að gera, er að segja sig jafnvel úr einum og einum áfanga til að minnka álagið,“ sagði Lilja og bætti við að aðalatriðið væri að halda fólki í skóla, þrátt fyrir að það hægi mögulega á námsframvindu. „Við setjum allan metnað í það að setja framhaldsskólanema, um leið og aðstæður leyfa, í eins mikið staðnám og við mögulega getum.“ Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, vísaði í félagslega einangrun ungmenna og spurði hvort stjórnvöld muni bæta sérstaklega við sálrænan stuðning fyrir námsmenn til að koma þeim í gegnum erfiðan tíma. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.vísir/VIlhelm „Þjóðhagslegur kostnaður við brottfall eins framhaldsskólanema er um 18 milljónir króna. Sé brottfallið hefðbundið er heildarkostnaðurinn við alla sem flosna upp úr námi um 23 milljarðar króna. En í dag getum við væntanlega áætlað að brottfallið verði talsvert meira en í hefðbundnu ári.“ Hann spurði jafnframt hvort kennarar ættu von á sérstakri álagsgreiðslu vegna faraldursins. Lilja svaraði því ekki beinlínis en sagði að stjórnvöld hafi aukið fjármagn til framhaldsskóla þannig að skólarnir eigi að hafa burði til að koma til móts við álag starfsfólks. Lilja segir áhersla lagða á að auka sálfræðiþjónustu. „Við höfum verið að gera samninga við fyrirtæki sem eru að bjóða upp á þjónustu á netinu og við erum að stuðla enn frekar að því að nemendur geti leitað til námsráðgjafa, til sálfræðinga og annarra sem geta stutt við bakið á þeim á þessum tímum.“ Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Menntamálaráðherra segir allt kapp lagt á að koma framhaldsskólanemum aftur í staðnám. Dæmi séu um að ungmenni segi sig úr áföngum til að draga úr álagi. Unnið sé að því að auka rafræna sálfræðiþjónustu fyrir nemendur í faraldrinum. Sérstök umræðu um stöðu skólamála í kórónuveirufaraldrinum hefur farið fram á Alþingi í morgun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir tölur ekki benda til þess að brotthvarf sé að aukast. „En við vitum það hins vegar að það sem nemendur hafa verið að gera, er að segja sig jafnvel úr einum og einum áfanga til að minnka álagið,“ sagði Lilja og bætti við að aðalatriðið væri að halda fólki í skóla, þrátt fyrir að það hægi mögulega á námsframvindu. „Við setjum allan metnað í það að setja framhaldsskólanema, um leið og aðstæður leyfa, í eins mikið staðnám og við mögulega getum.“ Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, vísaði í félagslega einangrun ungmenna og spurði hvort stjórnvöld muni bæta sérstaklega við sálrænan stuðning fyrir námsmenn til að koma þeim í gegnum erfiðan tíma. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.vísir/VIlhelm „Þjóðhagslegur kostnaður við brottfall eins framhaldsskólanema er um 18 milljónir króna. Sé brottfallið hefðbundið er heildarkostnaðurinn við alla sem flosna upp úr námi um 23 milljarðar króna. En í dag getum við væntanlega áætlað að brottfallið verði talsvert meira en í hefðbundnu ári.“ Hann spurði jafnframt hvort kennarar ættu von á sérstakri álagsgreiðslu vegna faraldursins. Lilja svaraði því ekki beinlínis en sagði að stjórnvöld hafi aukið fjármagn til framhaldsskóla þannig að skólarnir eigi að hafa burði til að koma til móts við álag starfsfólks. Lilja segir áhersla lagða á að auka sálfræðiþjónustu. „Við höfum verið að gera samninga við fyrirtæki sem eru að bjóða upp á þjónustu á netinu og við erum að stuðla enn frekar að því að nemendur geti leitað til námsráðgjafa, til sálfræðinga og annarra sem geta stutt við bakið á þeim á þessum tímum.“
Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira