Nemendur segja sig úr áföngum til að draga úr álagi í faraldrinum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 12:49 Menntamálaráðherra segir vitað að nemendur séu að segja sig úr áföngum til að draga úr álagi í fjarkennslu. vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra segir allt kapp lagt á að koma framhaldsskólanemum aftur í staðnám. Dæmi séu um að ungmenni segi sig úr áföngum til að draga úr álagi. Unnið sé að því að auka rafræna sálfræðiþjónustu fyrir nemendur í faraldrinum. Sérstök umræðu um stöðu skólamála í kórónuveirufaraldrinum hefur farið fram á Alþingi í morgun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir tölur ekki benda til þess að brotthvarf sé að aukast. „En við vitum það hins vegar að það sem nemendur hafa verið að gera, er að segja sig jafnvel úr einum og einum áfanga til að minnka álagið,“ sagði Lilja og bætti við að aðalatriðið væri að halda fólki í skóla, þrátt fyrir að það hægi mögulega á námsframvindu. „Við setjum allan metnað í það að setja framhaldsskólanema, um leið og aðstæður leyfa, í eins mikið staðnám og við mögulega getum.“ Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, vísaði í félagslega einangrun ungmenna og spurði hvort stjórnvöld muni bæta sérstaklega við sálrænan stuðning fyrir námsmenn til að koma þeim í gegnum erfiðan tíma. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.vísir/VIlhelm „Þjóðhagslegur kostnaður við brottfall eins framhaldsskólanema er um 18 milljónir króna. Sé brottfallið hefðbundið er heildarkostnaðurinn við alla sem flosna upp úr námi um 23 milljarðar króna. En í dag getum við væntanlega áætlað að brottfallið verði talsvert meira en í hefðbundnu ári.“ Hann spurði jafnframt hvort kennarar ættu von á sérstakri álagsgreiðslu vegna faraldursins. Lilja svaraði því ekki beinlínis en sagði að stjórnvöld hafi aukið fjármagn til framhaldsskóla þannig að skólarnir eigi að hafa burði til að koma til móts við álag starfsfólks. Lilja segir áhersla lagða á að auka sálfræðiþjónustu. „Við höfum verið að gera samninga við fyrirtæki sem eru að bjóða upp á þjónustu á netinu og við erum að stuðla enn frekar að því að nemendur geti leitað til námsráðgjafa, til sálfræðinga og annarra sem geta stutt við bakið á þeim á þessum tímum.“ Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Menntamálaráðherra segir allt kapp lagt á að koma framhaldsskólanemum aftur í staðnám. Dæmi séu um að ungmenni segi sig úr áföngum til að draga úr álagi. Unnið sé að því að auka rafræna sálfræðiþjónustu fyrir nemendur í faraldrinum. Sérstök umræðu um stöðu skólamála í kórónuveirufaraldrinum hefur farið fram á Alþingi í morgun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir tölur ekki benda til þess að brotthvarf sé að aukast. „En við vitum það hins vegar að það sem nemendur hafa verið að gera, er að segja sig jafnvel úr einum og einum áfanga til að minnka álagið,“ sagði Lilja og bætti við að aðalatriðið væri að halda fólki í skóla, þrátt fyrir að það hægi mögulega á námsframvindu. „Við setjum allan metnað í það að setja framhaldsskólanema, um leið og aðstæður leyfa, í eins mikið staðnám og við mögulega getum.“ Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, vísaði í félagslega einangrun ungmenna og spurði hvort stjórnvöld muni bæta sérstaklega við sálrænan stuðning fyrir námsmenn til að koma þeim í gegnum erfiðan tíma. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.vísir/VIlhelm „Þjóðhagslegur kostnaður við brottfall eins framhaldsskólanema er um 18 milljónir króna. Sé brottfallið hefðbundið er heildarkostnaðurinn við alla sem flosna upp úr námi um 23 milljarðar króna. En í dag getum við væntanlega áætlað að brottfallið verði talsvert meira en í hefðbundnu ári.“ Hann spurði jafnframt hvort kennarar ættu von á sérstakri álagsgreiðslu vegna faraldursins. Lilja svaraði því ekki beinlínis en sagði að stjórnvöld hafi aukið fjármagn til framhaldsskóla þannig að skólarnir eigi að hafa burði til að koma til móts við álag starfsfólks. Lilja segir áhersla lagða á að auka sálfræðiþjónustu. „Við höfum verið að gera samninga við fyrirtæki sem eru að bjóða upp á þjónustu á netinu og við erum að stuðla enn frekar að því að nemendur geti leitað til námsráðgjafa, til sálfræðinga og annarra sem geta stutt við bakið á þeim á þessum tímum.“
Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira