Vísindasamfélagið Brynjar Níelsson skrifar 13. nóvember 2020 11:06 Margir sækja sér huggun og styrk í því að skoðanir þeirra á skipulagi samfélagsins séu byggðar á vísindum. Þeir eru mjög áberandi í seinni tíð og hafa svo til tekið yfir umræðuna á samfélagsmiðlum, ekki síst þeim ágæta miðli Tvitter. Ég leyfði mér þá ósvinnu að efast um réttmæti og skynsemi aðgerða yfirvalda í glímunni við þennan veirufjanda sem herjar á heimsbyggðina. Það var við manninn mælt að fólkið, sem gjarnan kennir sig við frjálslyndi, brást hið versta við og ég sakaður um að afneita vísindum. Menn með svona hættulegar skoðanir eru auðvitað bæði holdsveikir og geislavirkir og eins og alltaf er útskúfun besta ráðið. Þegar frjálsri hugsun er úthýst verða vísindin sjálf og þekkingin fyrstu fórnarlömbin. Kannski er rétt sem Ronald Reagan sagði einu sinni að fasistar framtíðarinnar kæmu fram undir nafni frjálslyndis. Vandi þeirra er að vísindum er ekki ætlað að skipuleggja samfélagið. Vísindunum er fremur ætlað að lýsa náttúrunni og samfélaginu og spá fyrir um gang þeirra með beitingu gagnrýninnar hugsunar óháð öllu boðvaldi. Engin gild eða óhrekjanleg vísindi eru til sem slá föstu í eitt skipti fyrir öll hvernig er best að stýra samfélaginu. Churchill hitti þó naglann á höfuðið þegar hann sagði að lýðræðið væri versta stjórnarfyrirkomulagið fyrir utan öll önnur sem hefðu verið reynd. Tækniræði eða vísindaræði hefur verið reynt. Í ráðstjórnarríkjunum reiknuðu vísindamenn t.d. nákvæmlega út hversu mikinn hárþvottalög þyrfti að framleiða, allt út frá hárfínum vísindalegum forsendum um fjölda fólks og rétt metnar þarfir þess fyrir hárþvott. Hið rétta magn var svo framleitt í stórri verksmiðju til að hámarka hagkvæmni. Þetta hljómaði vel í hugum þeirra vísindamanna sem reiknuðu og þróuðu þessar kenningar og ráðamanna sem hrintu þeim í framkvæmd með valdi. Frá sjónarhóli fólksins sem sat eftir í alræðisríki illa lyktandi og með skítugt hárið var þetta síður spennandi. Ef sú krafa er komin upp í íslenskum stjórnmálum að samfélaginu verði stýrt með vísindum ættu forvígismenn þeirra kenninga að byrja á að svara hvort þeir vilji ekki berjast fyrir brautargengi vísindakenninga um haganlegustu stjórn fiskveiða. Mér segir svo hugur að fáir verði til þessa enda eru þeir sem vilja stjórna samkvæmt vísindum oft aðeins að dulbúa ráðstjórnarkenndir sínar með handvöldum vísindalegum tilgátum. Kannski er stærsti vandinn að við höfum engan Winston Churchill eða Ronald Reagan lengur eða aðra sem hafa tilfinningu fyrir eðli mannsins og samfélagi hans. Nú sitjum við uppi með stjórnmálamenn sem halda að lífskjör okkar og velferð sé bara ákveðin á þingi eða í stjórnarráðinu með einu pennastriki. Jafnvel að peningarnir verði til í sérhannaðri skúffu hjá Bjarna Ben og maturinn verði til í Bónus. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Alræði Brynjar Níelsson fjallar um sóttvarnir og telur okkur sem þjóð hafa villst verulega af leið í baráttunni við veiruna; meðalið er að drepa sjúklinginn. 9. nóvember 2020 15:08 Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Margir sækja sér huggun og styrk í því að skoðanir þeirra á skipulagi samfélagsins séu byggðar á vísindum. Þeir eru mjög áberandi í seinni tíð og hafa svo til tekið yfir umræðuna á samfélagsmiðlum, ekki síst þeim ágæta miðli Tvitter. Ég leyfði mér þá ósvinnu að efast um réttmæti og skynsemi aðgerða yfirvalda í glímunni við þennan veirufjanda sem herjar á heimsbyggðina. Það var við manninn mælt að fólkið, sem gjarnan kennir sig við frjálslyndi, brást hið versta við og ég sakaður um að afneita vísindum. Menn með svona hættulegar skoðanir eru auðvitað bæði holdsveikir og geislavirkir og eins og alltaf er útskúfun besta ráðið. Þegar frjálsri hugsun er úthýst verða vísindin sjálf og þekkingin fyrstu fórnarlömbin. Kannski er rétt sem Ronald Reagan sagði einu sinni að fasistar framtíðarinnar kæmu fram undir nafni frjálslyndis. Vandi þeirra er að vísindum er ekki ætlað að skipuleggja samfélagið. Vísindunum er fremur ætlað að lýsa náttúrunni og samfélaginu og spá fyrir um gang þeirra með beitingu gagnrýninnar hugsunar óháð öllu boðvaldi. Engin gild eða óhrekjanleg vísindi eru til sem slá föstu í eitt skipti fyrir öll hvernig er best að stýra samfélaginu. Churchill hitti þó naglann á höfuðið þegar hann sagði að lýðræðið væri versta stjórnarfyrirkomulagið fyrir utan öll önnur sem hefðu verið reynd. Tækniræði eða vísindaræði hefur verið reynt. Í ráðstjórnarríkjunum reiknuðu vísindamenn t.d. nákvæmlega út hversu mikinn hárþvottalög þyrfti að framleiða, allt út frá hárfínum vísindalegum forsendum um fjölda fólks og rétt metnar þarfir þess fyrir hárþvott. Hið rétta magn var svo framleitt í stórri verksmiðju til að hámarka hagkvæmni. Þetta hljómaði vel í hugum þeirra vísindamanna sem reiknuðu og þróuðu þessar kenningar og ráðamanna sem hrintu þeim í framkvæmd með valdi. Frá sjónarhóli fólksins sem sat eftir í alræðisríki illa lyktandi og með skítugt hárið var þetta síður spennandi. Ef sú krafa er komin upp í íslenskum stjórnmálum að samfélaginu verði stýrt með vísindum ættu forvígismenn þeirra kenninga að byrja á að svara hvort þeir vilji ekki berjast fyrir brautargengi vísindakenninga um haganlegustu stjórn fiskveiða. Mér segir svo hugur að fáir verði til þessa enda eru þeir sem vilja stjórna samkvæmt vísindum oft aðeins að dulbúa ráðstjórnarkenndir sínar með handvöldum vísindalegum tilgátum. Kannski er stærsti vandinn að við höfum engan Winston Churchill eða Ronald Reagan lengur eða aðra sem hafa tilfinningu fyrir eðli mannsins og samfélagi hans. Nú sitjum við uppi með stjórnmálamenn sem halda að lífskjör okkar og velferð sé bara ákveðin á þingi eða í stjórnarráðinu með einu pennastriki. Jafnvel að peningarnir verði til í sérhannaðri skúffu hjá Bjarna Ben og maturinn verði til í Bónus. Höfundur er alþingismaður.
Alræði Brynjar Níelsson fjallar um sóttvarnir og telur okkur sem þjóð hafa villst verulega af leið í baráttunni við veiruna; meðalið er að drepa sjúklinginn. 9. nóvember 2020 15:08
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun