Fagnaðarfundir hjá Anníe Mist og Katrínu Tönju: Ekki meira af FaceTime Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2020 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir með Freyju Mist á milli sín. Instagram/@anniethorisdottir Það eru tæpar þrjár vikur síðan að Katrín Tanja Davíðsdóttir tryggði sér silfurverðlaun á heimsleikunum í CrossFit og vika síðan að hún kom heim til Íslands. Katrín Tanja er nú búin með sóttkví sína og farin að hitta sitt fólk. Þetta hefur verið langur tími enda endaði tímabilið sem átti að klárast í byrjun ágúst ekki fyrr en í lok október. Í gær voru fagnaðarfundir hjá íslensku heimsmeisturunum Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju. Þær eiga ekki aðeins það sameiginlegt að hafa unnið heimsleikana tvisvar sinnum heldur eru þær einu CrossFit konurnar sem hafa unnið gull-, silfur- og bronsverðlaun á heimsleikunum. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa ekkert falið það fyrir neinum hversu góðar vinkonur þær eru og það var því kominn heldur betur tími á það að þær hittust á ný. Það sem meira er að Katrín Tanja fékk að knúsa Freyju Mist, dóttur Anníe Mistar, í fyrsta sinn, þremur mánuðum eftir að hún kom í heiminn. „Við erum svo hamingjusöm með að Katrín frænka er loksins komin heim,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram síðu sína og birti mynd af henni, Katrínu og auðvitað hinni þriggja mánaða Freyju Mist. „Þetta hefur verið langur tími og svo mikið hefur gerst á þeim tíma en samt finnst mér eins og ég hafði faðmað hana síðast í gær. Við erum búin að fá nóg af FaceTime í bili,“ skrifaði Anníe. „Ég er endalaust þakklát fyrir að hafa þessa manneskju í mínu lífi og nú fær litla stelpan mín loksins að hitta hana,“ skrifaði Anníe og bætir nokkrum hjörtum við færslu sína sem sjá má hér fyrir neðan. Ein sú fyrsta til að skrifa skilaboð við færsluna var síðan heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey. „Oh þetta er æðislegt,“ skrifaði Tia-Clair Toomey. View this post on Instagram We are SO happy auntie Katrin is FINALLY home!!! Been so long and so much has happened yet it feels like yesterday I hugged her Done with FaceTime for now Endless grateful for this person in my life and now finally my baby girl gets to meet her #dottir @katrintanja #grateful A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Nov 12, 2020 at 5:37am PST CrossFit Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Einkunnir strákanna á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Sjá meira
Það eru tæpar þrjár vikur síðan að Katrín Tanja Davíðsdóttir tryggði sér silfurverðlaun á heimsleikunum í CrossFit og vika síðan að hún kom heim til Íslands. Katrín Tanja er nú búin með sóttkví sína og farin að hitta sitt fólk. Þetta hefur verið langur tími enda endaði tímabilið sem átti að klárast í byrjun ágúst ekki fyrr en í lok október. Í gær voru fagnaðarfundir hjá íslensku heimsmeisturunum Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju. Þær eiga ekki aðeins það sameiginlegt að hafa unnið heimsleikana tvisvar sinnum heldur eru þær einu CrossFit konurnar sem hafa unnið gull-, silfur- og bronsverðlaun á heimsleikunum. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa ekkert falið það fyrir neinum hversu góðar vinkonur þær eru og það var því kominn heldur betur tími á það að þær hittust á ný. Það sem meira er að Katrín Tanja fékk að knúsa Freyju Mist, dóttur Anníe Mistar, í fyrsta sinn, þremur mánuðum eftir að hún kom í heiminn. „Við erum svo hamingjusöm með að Katrín frænka er loksins komin heim,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram síðu sína og birti mynd af henni, Katrínu og auðvitað hinni þriggja mánaða Freyju Mist. „Þetta hefur verið langur tími og svo mikið hefur gerst á þeim tíma en samt finnst mér eins og ég hafði faðmað hana síðast í gær. Við erum búin að fá nóg af FaceTime í bili,“ skrifaði Anníe. „Ég er endalaust þakklát fyrir að hafa þessa manneskju í mínu lífi og nú fær litla stelpan mín loksins að hitta hana,“ skrifaði Anníe og bætir nokkrum hjörtum við færslu sína sem sjá má hér fyrir neðan. Ein sú fyrsta til að skrifa skilaboð við færsluna var síðan heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey. „Oh þetta er æðislegt,“ skrifaði Tia-Clair Toomey. View this post on Instagram We are SO happy auntie Katrin is FINALLY home!!! Been so long and so much has happened yet it feels like yesterday I hugged her Done with FaceTime for now Endless grateful for this person in my life and now finally my baby girl gets to meet her #dottir @katrintanja #grateful A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Nov 12, 2020 at 5:37am PST
CrossFit Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Einkunnir strákanna á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Sjá meira